Af hverju er sjúkrahótel ekki eins og hver annar bisness? Árni Páll Árnason skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Nýlega skapaðist umræða um sjúkrahótelið í Ármúla og henni er ekki enn lokið. Sú umræða beinir kastljósinu að mikilvægari spurningu, sem er hvort og þá hvernig einkaaðilar skuli sinna grundvallarþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Allir virðast sammála um að einkaaðilar skuli ekki reka sjúkrahús, en einkaaðilar sinna hins vegar ýmiskonar heilbrigðisþjónustu á Íslandi á ólíkum forsendum og oft með ágætum. Ég hef þegar gert grein fyrir athugasemdum mínum við samninginn um sjúkrahótelið í Ármúla. Höfuðatriði gagnrýni minnar voru svo staðfest í fréttum dagana á eftir: Það var ekki nægjanlega vel staðið að útboðsgögnum fyrir síðustu endurnýjun samningsins. Þarfir Landspítalans eru ekki í forgrunni þannig að sérfræðingar spítalans geta ekki ráðstafað því fólki inn á sjúkrahótelið sem það telur í mestri þörf og dæmi eru um að almennur hótelrekstur hafi haft forgang gagnvart sjúkrahótelshlutverkinu.Heilbrigði eini hagnaðurinn Við getum lært ýmislegt af reynslu Svía af samningum við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Hún er um margt ágæt og víða hefur vel tekist til við samninga við fyrirtæki í eigu starfsfólks um rekstur heilsugæslu. En reynslan af samningum við einkafyrirtæki, sem rekin eru í hagnaðarskyni, er ekki góð. Ástæðan er einföld. Þau þurfa, eðli málsins samkvæmt, að skila eigendum sínum arði og ef þau geta valið um að halda fullri þjónustu eða skera niður og skila hagnaði sem hægt er að greiða út sem arð, sýnir reynslan að þau velja hið síðara. Það er enda engin glóra í því fyrir fjárfesta að fjárfesta í fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu ef það skilar ekki arði með sambærilegum hætti og aðrar fjárfestingar. En ef arður er greiddur úr slíkum fyrirtækjum fer það fé augljóslega ekki til þjónustu við fólk, heldur út úr heilbrigðisþjónustunni. Þess vegna stefna Svíar nú að því að takmarka möguleika slíkra félaga til að greiða arð úr félaginu og skylda þau til að endurfjárfesta arði í rekstrinum.Förum skynsömu leiðina Í nýrri stefnumörkun sænsku ríkisstjórnarinnar, undir forystu jafnaðarmanna, felst ekki nein óbeit á samningum við einkaaðila. Þvert á móti er talað um mikilvægi þess að félög, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geti áfram komið að slíkum rekstri, því þau hafi oft staðið að merkilegum nýjungum og framþróun. Þá er reynsla af einkarekstri heilsugæslu víða góð. En reynslan af samningum við fyrirtæki sem rekin eru í hagnaðarskyni er ekki góð. Það er af þessari ástæðu sem ég hef sagt að við eigum að hafa opinberan rekstur í forgangi, og koma alfarið í veg fyrir að hægt sé að semja við fyrirtæki í eigu annarra en starfsmanna um heilbrigðisþjónustu. Við eigum ekki að feta þá leið sem Svíar eru nú að snúa af með hraði. Fjárfestar, sem vilja arð af sínu fé, eiga að fjárfesta annars staðar en í heilbrigðisþjónustu og menntamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skapaðist umræða um sjúkrahótelið í Ármúla og henni er ekki enn lokið. Sú umræða beinir kastljósinu að mikilvægari spurningu, sem er hvort og þá hvernig einkaaðilar skuli sinna grundvallarþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Allir virðast sammála um að einkaaðilar skuli ekki reka sjúkrahús, en einkaaðilar sinna hins vegar ýmiskonar heilbrigðisþjónustu á Íslandi á ólíkum forsendum og oft með ágætum. Ég hef þegar gert grein fyrir athugasemdum mínum við samninginn um sjúkrahótelið í Ármúla. Höfuðatriði gagnrýni minnar voru svo staðfest í fréttum dagana á eftir: Það var ekki nægjanlega vel staðið að útboðsgögnum fyrir síðustu endurnýjun samningsins. Þarfir Landspítalans eru ekki í forgrunni þannig að sérfræðingar spítalans geta ekki ráðstafað því fólki inn á sjúkrahótelið sem það telur í mestri þörf og dæmi eru um að almennur hótelrekstur hafi haft forgang gagnvart sjúkrahótelshlutverkinu.Heilbrigði eini hagnaðurinn Við getum lært ýmislegt af reynslu Svía af samningum við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Hún er um margt ágæt og víða hefur vel tekist til við samninga við fyrirtæki í eigu starfsfólks um rekstur heilsugæslu. En reynslan af samningum við einkafyrirtæki, sem rekin eru í hagnaðarskyni, er ekki góð. Ástæðan er einföld. Þau þurfa, eðli málsins samkvæmt, að skila eigendum sínum arði og ef þau geta valið um að halda fullri þjónustu eða skera niður og skila hagnaði sem hægt er að greiða út sem arð, sýnir reynslan að þau velja hið síðara. Það er enda engin glóra í því fyrir fjárfesta að fjárfesta í fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu ef það skilar ekki arði með sambærilegum hætti og aðrar fjárfestingar. En ef arður er greiddur úr slíkum fyrirtækjum fer það fé augljóslega ekki til þjónustu við fólk, heldur út úr heilbrigðisþjónustunni. Þess vegna stefna Svíar nú að því að takmarka möguleika slíkra félaga til að greiða arð úr félaginu og skylda þau til að endurfjárfesta arði í rekstrinum.Förum skynsömu leiðina Í nýrri stefnumörkun sænsku ríkisstjórnarinnar, undir forystu jafnaðarmanna, felst ekki nein óbeit á samningum við einkaaðila. Þvert á móti er talað um mikilvægi þess að félög, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geti áfram komið að slíkum rekstri, því þau hafi oft staðið að merkilegum nýjungum og framþróun. Þá er reynsla af einkarekstri heilsugæslu víða góð. En reynslan af samningum við fyrirtæki sem rekin eru í hagnaðarskyni er ekki góð. Það er af þessari ástæðu sem ég hef sagt að við eigum að hafa opinberan rekstur í forgangi, og koma alfarið í veg fyrir að hægt sé að semja við fyrirtæki í eigu annarra en starfsmanna um heilbrigðisþjónustu. Við eigum ekki að feta þá leið sem Svíar eru nú að snúa af með hraði. Fjárfestar, sem vilja arð af sínu fé, eiga að fjárfesta annars staðar en í heilbrigðisþjónustu og menntamálum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun