Ísland að verða álitið hönnunarland Sæunn Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2016 09:30 Elín Þorgeirsdóttir segir að öll árin á DesignMatch hafi einhver íslenskur hönnuður náð að tengjast erlendu fyrirtæki. Vísir/Stefán Á DesignMatch, kaupstefnu á vegum HönnunarMars í samstarfi við Arion banka, býðst hönnuðum að hitta erlenda kaupendur og framleiðendur sem annars er erfitt að komast í kynni við. Þetta er dýrmætt tækifæri fyrir íslenska hönnuði og öll árin hefur einhver hönnuður náð að tengjast erlendu fyrirtæki að sögn Elínar Þorgeirsdóttur, ritstjóra og fjölmiðlafulltrúa HönnunarMars. DesignMatch verður haldin í sjöunda skipti í ár. Á kaupstefnunni sækja íslenskir hönnuðir um að fá viðtal við hönnunarhús sem getur svo leitt til samvinnu milli aðilanna. „Það er sjaldgæft að stofnun á borð við Hönnunarmiðstöð búi til þennan vettvang fyrir hönnuði til að koma sér á framfæri alþjóðlega. Við erum með frábæra hönnuði á Íslandi, en til að ná árangri í viðskiptum, þá þarftu eiginlega að ná athygli á alþjóðamarkaði. Kaupstefnan styttir þessi skref fyrir hönnuðina,“ segir Elín. Í ár koma mörg þekkt fyrirtæki til landsins, meðal annars Ferm Living, og Normann Copenhagen frá Danmörku, og Vitra, Artek sem er frá Svíþjóð og Sviss, auk tískufyrirtækjanna Wood Wood og Aplace. Í fyrsta sinn munu sérvaldir erlendir blaðamenn, meðal annars frá tímaritunum Dezeen, Frame og Elle Decoration, taka þátt í kaupstefnunni. Þátttakendur munu því eiga möguleika á viðtali og kynningu í einhverjum af leiðandi hönnunarmiðlum heims. Íslensk fyrirtæki á borð við Epal og Sýrusson taka einnig þátt í fyrsta skipti. Elín segir mikið tækifæri liggja í því fyrir íslenska hönnuði. „Það er erfitt fyrir fyrirtækin að fylgjast með öllu sem er að gerast í hönnun á landinu. Við vonum að þarna gerist einhverjir töfrar.“ Kaupstefnan fer fram 11. mars næstkomandi.Hér má kynna sér hvernig er hægt að taka þátt.Hér má kynna sér betur HönnunarMars 2016. Tíska og hönnun Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Á DesignMatch, kaupstefnu á vegum HönnunarMars í samstarfi við Arion banka, býðst hönnuðum að hitta erlenda kaupendur og framleiðendur sem annars er erfitt að komast í kynni við. Þetta er dýrmætt tækifæri fyrir íslenska hönnuði og öll árin hefur einhver hönnuður náð að tengjast erlendu fyrirtæki að sögn Elínar Þorgeirsdóttur, ritstjóra og fjölmiðlafulltrúa HönnunarMars. DesignMatch verður haldin í sjöunda skipti í ár. Á kaupstefnunni sækja íslenskir hönnuðir um að fá viðtal við hönnunarhús sem getur svo leitt til samvinnu milli aðilanna. „Það er sjaldgæft að stofnun á borð við Hönnunarmiðstöð búi til þennan vettvang fyrir hönnuði til að koma sér á framfæri alþjóðlega. Við erum með frábæra hönnuði á Íslandi, en til að ná árangri í viðskiptum, þá þarftu eiginlega að ná athygli á alþjóðamarkaði. Kaupstefnan styttir þessi skref fyrir hönnuðina,“ segir Elín. Í ár koma mörg þekkt fyrirtæki til landsins, meðal annars Ferm Living, og Normann Copenhagen frá Danmörku, og Vitra, Artek sem er frá Svíþjóð og Sviss, auk tískufyrirtækjanna Wood Wood og Aplace. Í fyrsta sinn munu sérvaldir erlendir blaðamenn, meðal annars frá tímaritunum Dezeen, Frame og Elle Decoration, taka þátt í kaupstefnunni. Þátttakendur munu því eiga möguleika á viðtali og kynningu í einhverjum af leiðandi hönnunarmiðlum heims. Íslensk fyrirtæki á borð við Epal og Sýrusson taka einnig þátt í fyrsta skipti. Elín segir mikið tækifæri liggja í því fyrir íslenska hönnuði. „Það er erfitt fyrir fyrirtækin að fylgjast með öllu sem er að gerast í hönnun á landinu. Við vonum að þarna gerist einhverjir töfrar.“ Kaupstefnan fer fram 11. mars næstkomandi.Hér má kynna sér hvernig er hægt að taka þátt.Hér má kynna sér betur HönnunarMars 2016.
Tíska og hönnun Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira