Hlutabréf í Netflix hrynja Sæunn Gísladóttir skrifar 19. apríl 2016 13:41 Hlutabréf í Netflix hafa hrunið eftir að tilkynnt var um að alþjóðlegum notendum myndi einungis fjölga um tvær milljónir á núverandi ársfjórðungi. Vísir/Getty Hlutabréf í streymiþjónustunni Netflix hafa lækkað um 10,9 prósent það sem af er degi. Hlutabréfin lækkuðu um yfir níu prósent í viðskiptum eftir lokun markaða á Wall Street í gær. Ástæða þess er talin vera að ekki hefur tekist að fjölga notendum eins og spáð var um. Netflix var með 81,5 milljón notenda á fyrsta ársfjórðungi 2016. Í janúar tilkynnti fyrirtækið um að boðið yrði upp á þjónustuna í 130 nýjum löndum. Á fyrsta ársfjórðungi fjölgaði notendum utan Bandaríkjanna um 4,5 milljónir og námu 34,5 milljónum. Fjárfestar óttast þó að alþjóðlegum notendum sé ekki að fjölga nógu hratt. Netflix spáir að þeim muni einungis fjölga um tvær milljónir á núverandi ársfjórðungi, sem er fimmtíu prósent lægra en spár greiningaraðila. Ef alþjóðlegum notendum fjölgar einungis um tvær milljónir er það minnsta ársfjórðungsaukning hlutfallslega frá upphafi. Í gær tilkynnti Amazon að streymiþjónustan þeirra yrði aðgengileg öllum, en ekki bara þeim með Prime aðgang. Þetta mun veita Netflix aukna samkeppni. Amazon þjónustan gerir notendum meðal annars kleift að horfa á þætti og kvikmyndir án nets sem Netflix býður ekki. Netflix hefur einnig hækkað verðskrá sína til að mæta auknum kostnaði við framleiðslu og kaup á nýju efni. Netflix Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréf í streymiþjónustunni Netflix hafa lækkað um 10,9 prósent það sem af er degi. Hlutabréfin lækkuðu um yfir níu prósent í viðskiptum eftir lokun markaða á Wall Street í gær. Ástæða þess er talin vera að ekki hefur tekist að fjölga notendum eins og spáð var um. Netflix var með 81,5 milljón notenda á fyrsta ársfjórðungi 2016. Í janúar tilkynnti fyrirtækið um að boðið yrði upp á þjónustuna í 130 nýjum löndum. Á fyrsta ársfjórðungi fjölgaði notendum utan Bandaríkjanna um 4,5 milljónir og námu 34,5 milljónum. Fjárfestar óttast þó að alþjóðlegum notendum sé ekki að fjölga nógu hratt. Netflix spáir að þeim muni einungis fjölga um tvær milljónir á núverandi ársfjórðungi, sem er fimmtíu prósent lægra en spár greiningaraðila. Ef alþjóðlegum notendum fjölgar einungis um tvær milljónir er það minnsta ársfjórðungsaukning hlutfallslega frá upphafi. Í gær tilkynnti Amazon að streymiþjónustan þeirra yrði aðgengileg öllum, en ekki bara þeim með Prime aðgang. Þetta mun veita Netflix aukna samkeppni. Amazon þjónustan gerir notendum meðal annars kleift að horfa á þætti og kvikmyndir án nets sem Netflix býður ekki. Netflix hefur einnig hækkað verðskrá sína til að mæta auknum kostnaði við framleiðslu og kaup á nýju efni.
Netflix Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira