Peningar binda Þröstur Ólafsson skrifar 13. apríl 2016 07:00 Fátt er um meira talað en feluleiki með misheiðarlega fengið fjármagn sem, þegar vel er falið, kemst fyrir í örbankahólfum á eyjum í Karíbahafi. Þótt enginn viti gjörla um heildarupphæðir, þá eru flestir þeir sem einhverja innsýn hafa í feluleikinn þess fullvissir, að um stjarnfræðilegar upphæðir sé að ræða. Þetta er ljótur leikur, því þótt einhverjir séu eingöngu að koma í veg fyrir að þeir sem stóreignamenn verði tilgreindir, þá er megin tilgangur aflandsfjáreigna sá að komast hjá skattlagningu peninganna í heimalandi sínu. Ein ástæða þess að flestar vestrænar þjóðir eiga erfitt með að láta rekstur ríkissjóða sinna ná endum saman, er þessi skattaflótti. Þeir ríku og valdamiklu skjóta sér undan þátttöku í samfélagslegum útgjöldum. Aflandshólfin á bresku yfirráðasvæði Minna hefur verið um það rætt hver sé ástæða þess að skattaskjólin eru að langmestu leyti á litlum eyjum eða landkrikum undir stjórn Breta. Talið er að yfir 80% af veltu allra aflandssjóða séu skráð á stöðum sem heyra undir Bretadrottningu. Þar eru ekki bara Tortóla sem er á Bresku Jómfrúaeyjunum, heldur einnig Bahamaeyjar, British Anguilla, svo og eyjar á Ermasundi s.s. Jersey og Guernsey að viðbættri Isle of Man vestanvert við Bretland. Þegar Bretar voru í vandræðum með pundið sitt og City of London átti í vök að verjast buðu bresk verndar- og sjálfstjórnarsvæði upp á að geyma fjármuni ríka fólksins í fullkominni leynd. En af hverju völdu þeir ofurríku breskar eyjar eða verndarsvæði til að fela peningana sína. Jú, það var bæði vísvitandi stefna breskra stjórnvalda til að styrkja London sem miðstöð fjármála í heiminum, en einnig sú staðreynd að breskt réttarkerfi er gamalt og talið eitt það traustasta í heiminum. Pólitískar sveiflur eru ekki taldar hnika því mikið til. Loka dómstóll fyrir Bresku Jómfrúaeyjar er sá sami og fyrir England, þ.e. Hæstiréttur í London. Þeir sem ekki vildu að almenningur vissi hve ríkir þeir voru vildu geta treyst réttarkerfinu, sem í þessu tilviki dæmir eftir breskum lögum. Hirtu það sem þú getur… Það myndaðist heil iðngrein fyrirtækja og banka (s.s. Landsbankans) sem sérhæfðu sig í eignafeluleik og skattaundanskoti í kringum aflandseyjarnar. Það einkennilega við þetta er það, að peningarnir sem skráðir voru á aflandseyjar, skiluðu ekkert betri ávöxtun þar en t.d. í banka í London. Munurinn lá í lægri sköttum. Heimaland endanlegra eigenda, hverjir sem þeir voru, borgaði þannig mismuninn. Ávöxtunin var sú sama vegna þess að peningarnir voru geymdir og ávaxtaðir í bönkum í London. Þessi aflandsfélög voru í reynd útibú frá City of London. Frá þessum aflandsfélögum streymdu óhemju auðæfi inn í bankana í London, sem gerðu bresku höfuðborgina að helsta fjármálaveldi heimsins. Staða Lundúna í heimsfjármálum og Bretlands sem valdaríki kemur að miklu leyti til vegna þessa ofur innstreymis illa fengins fjár frá þessum „útibúum“ bresku bankanna á aflandseyjum. Það er því misskilningur, svo ekki sé meira sagt, þegar núverandi, eða var það fyrrverandi, forsætisráðherra fullyrti, að peningar SDG, sem að eigin frásögn voru gefnir upp, hafi unnið fyrir íslenska hagkerfið. Þeir unnu fyrir það breska. og skilaðu því ekki aftur Margar tilraunir, bæði á þjóðríkja sem og alþjóða vettvangi, hafa verið reyndar til að stemma stigu við þessari svikamyllu. OECD hefur markvisst reynt að koma á samræmdum reglum meðlimaríkja sinna en árangur hefur látið á sér standa. Bretar hafa skiljanlega dregið lappirnar. Innan Evrópusambandsins hafa einnig verið gerð áhlaup á aflandsvæðingu evrópsks fjármálalífs án þess að marktækur árangur hafi náðst. Bæði er að sum lönd innan ESB, s.s. Lúxemborg, tryggðu sér snemma undanþágur frá meginreglum, sem opnuðu löndunum leiðir til að geta boðið erlendu fjármagni þægileg kjör, en hitt líka að þegar á reyndi komu Bretar í veg fyrir að bandalagið afgreiddi nokkrar bindandi reglur, sem lagt hefði getað hömlur á starfsemi aflandsfélaga. Það er kaldhæðni sögunnar að það var núverandi forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, sem kom í veg fyrir það, síðast þegar tilraun var gerð á vegum ESB. Hefði sú vitneskja um hagnað hans og eiginkonu hans af viðskiptum með aflandseignir þeirra legið fyrir á þeim tíma, er ólíklegt að Bretar hefðu komist upp með að stöðva málið. Fullyrt hefur verið, að sú niðurstaða sem fékkst í uppgjöri föllnu íslensku bankanna, þar sem samið var um málið í stað þess að gera bankana gjaldþrota, hafi minnkað tap kröfuhafa um einhverja hundruð milljarða króna. Bæði David Cameron og Sigmundur Davíð voru báðum megin við borðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fátt er um meira talað en feluleiki með misheiðarlega fengið fjármagn sem, þegar vel er falið, kemst fyrir í örbankahólfum á eyjum í Karíbahafi. Þótt enginn viti gjörla um heildarupphæðir, þá eru flestir þeir sem einhverja innsýn hafa í feluleikinn þess fullvissir, að um stjarnfræðilegar upphæðir sé að ræða. Þetta er ljótur leikur, því þótt einhverjir séu eingöngu að koma í veg fyrir að þeir sem stóreignamenn verði tilgreindir, þá er megin tilgangur aflandsfjáreigna sá að komast hjá skattlagningu peninganna í heimalandi sínu. Ein ástæða þess að flestar vestrænar þjóðir eiga erfitt með að láta rekstur ríkissjóða sinna ná endum saman, er þessi skattaflótti. Þeir ríku og valdamiklu skjóta sér undan þátttöku í samfélagslegum útgjöldum. Aflandshólfin á bresku yfirráðasvæði Minna hefur verið um það rætt hver sé ástæða þess að skattaskjólin eru að langmestu leyti á litlum eyjum eða landkrikum undir stjórn Breta. Talið er að yfir 80% af veltu allra aflandssjóða séu skráð á stöðum sem heyra undir Bretadrottningu. Þar eru ekki bara Tortóla sem er á Bresku Jómfrúaeyjunum, heldur einnig Bahamaeyjar, British Anguilla, svo og eyjar á Ermasundi s.s. Jersey og Guernsey að viðbættri Isle of Man vestanvert við Bretland. Þegar Bretar voru í vandræðum með pundið sitt og City of London átti í vök að verjast buðu bresk verndar- og sjálfstjórnarsvæði upp á að geyma fjármuni ríka fólksins í fullkominni leynd. En af hverju völdu þeir ofurríku breskar eyjar eða verndarsvæði til að fela peningana sína. Jú, það var bæði vísvitandi stefna breskra stjórnvalda til að styrkja London sem miðstöð fjármála í heiminum, en einnig sú staðreynd að breskt réttarkerfi er gamalt og talið eitt það traustasta í heiminum. Pólitískar sveiflur eru ekki taldar hnika því mikið til. Loka dómstóll fyrir Bresku Jómfrúaeyjar er sá sami og fyrir England, þ.e. Hæstiréttur í London. Þeir sem ekki vildu að almenningur vissi hve ríkir þeir voru vildu geta treyst réttarkerfinu, sem í þessu tilviki dæmir eftir breskum lögum. Hirtu það sem þú getur… Það myndaðist heil iðngrein fyrirtækja og banka (s.s. Landsbankans) sem sérhæfðu sig í eignafeluleik og skattaundanskoti í kringum aflandseyjarnar. Það einkennilega við þetta er það, að peningarnir sem skráðir voru á aflandseyjar, skiluðu ekkert betri ávöxtun þar en t.d. í banka í London. Munurinn lá í lægri sköttum. Heimaland endanlegra eigenda, hverjir sem þeir voru, borgaði þannig mismuninn. Ávöxtunin var sú sama vegna þess að peningarnir voru geymdir og ávaxtaðir í bönkum í London. Þessi aflandsfélög voru í reynd útibú frá City of London. Frá þessum aflandsfélögum streymdu óhemju auðæfi inn í bankana í London, sem gerðu bresku höfuðborgina að helsta fjármálaveldi heimsins. Staða Lundúna í heimsfjármálum og Bretlands sem valdaríki kemur að miklu leyti til vegna þessa ofur innstreymis illa fengins fjár frá þessum „útibúum“ bresku bankanna á aflandseyjum. Það er því misskilningur, svo ekki sé meira sagt, þegar núverandi, eða var það fyrrverandi, forsætisráðherra fullyrti, að peningar SDG, sem að eigin frásögn voru gefnir upp, hafi unnið fyrir íslenska hagkerfið. Þeir unnu fyrir það breska. og skilaðu því ekki aftur Margar tilraunir, bæði á þjóðríkja sem og alþjóða vettvangi, hafa verið reyndar til að stemma stigu við þessari svikamyllu. OECD hefur markvisst reynt að koma á samræmdum reglum meðlimaríkja sinna en árangur hefur látið á sér standa. Bretar hafa skiljanlega dregið lappirnar. Innan Evrópusambandsins hafa einnig verið gerð áhlaup á aflandsvæðingu evrópsks fjármálalífs án þess að marktækur árangur hafi náðst. Bæði er að sum lönd innan ESB, s.s. Lúxemborg, tryggðu sér snemma undanþágur frá meginreglum, sem opnuðu löndunum leiðir til að geta boðið erlendu fjármagni þægileg kjör, en hitt líka að þegar á reyndi komu Bretar í veg fyrir að bandalagið afgreiddi nokkrar bindandi reglur, sem lagt hefði getað hömlur á starfsemi aflandsfélaga. Það er kaldhæðni sögunnar að það var núverandi forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, sem kom í veg fyrir það, síðast þegar tilraun var gerð á vegum ESB. Hefði sú vitneskja um hagnað hans og eiginkonu hans af viðskiptum með aflandseignir þeirra legið fyrir á þeim tíma, er ólíklegt að Bretar hefðu komist upp með að stöðva málið. Fullyrt hefur verið, að sú niðurstaða sem fékkst í uppgjöri föllnu íslensku bankanna, þar sem samið var um málið í stað þess að gera bankana gjaldþrota, hafi minnkað tap kröfuhafa um einhverja hundruð milljarða króna. Bæði David Cameron og Sigmundur Davíð voru báðum megin við borðið.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun