Byggjum samfélag jöfnuðar, réttlætis og virðingar! Sema Erla Serdar skrifar 30. apríl 2016 07:00 Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindum sem eru nauðsynleg til þess að virðing þeirra og þroski fái notið sín,“ segir í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 og gott er að rifja upp í tengslum við alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins. Að óttast um einkalíf og afkomu sína er engum auðvelt. Að þurfa að berjast fyrir því að geta náð endum saman er staða sem enginn vill upplifa. Óvissa er tilfinning sem allir vilja forðast. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni hlýtur að vera að sjá til þess að grundvallarlífsgæði allra séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er undirstaða þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og velferð verður háværari með hverjum deginum sem líður. Það er löngu tímabært að bæta lífsgæði fólks á Íslandi og það er löngu tímabært að bæta kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. Mannauður er uppistaða allra samfélaga, hvort sem það er í atvinnulífinu eða á öðrum sviðum samfélagsins. Til þess að íslenskur vinnumarkaður geti verið samkeppnishæfur um vinnuafl þarf að bregðast við þeirri kröfu að almenningur geti lifað sómasamlegu lífi á launum sínum.Grípa þarf til aðgerða Til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta ungs fólks þarf að grípa til aðgerða. Það þarf m.a. að greiða úr þeim vanda sem er kominn upp á húsnæðismarkaðinum. Fjölga þarf stuðningsúrræðunum og auka þarf framboðið á góðu og hagnýtu húsnæði. Grípa þarf til aðgerða til þess að greiða fyrir möguleikum fólks á menntun frekar en að draga úr þeim eins og verið er að gera. Allir eiga að geta stundað nám, óháð efnahag eða aldri. Bæta þarf kjör ungra og barnafjölskyldna svo þeim hugnist að búa og starfa á Íslandi, t.d. með hækkun hámarksgreiðslu og lengra fæðingarorlofi. Heilbrigðisþjónusta á að vera gjaldfrjáls fyrir alla. Bæta þarf kjör eldri borgara, t.d. með því að bæta úr húsnæðisvalkostum og möguleikum þeirra til þess að vinna lengur án þess að skerða kjörin. Tryggja þarf að allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku og útrýma þarf fátækt á Íslandi. Verkefnin framundan eru mörg og hér eru einungis nefnd nokkur þeirra en samfélag stefnuleysis og óstöðugleika er samfélag sem við hljótum að hafna. Við þurfum að endurmóta íslenskt samfélag í anda jafnaðarstefnunnar þar sem félagslegt og efnahagslegt réttlæti allra er tryggt. Að enn þurfi að berjast fyrir mannsæmandi lífi og virðingu allra árið 2016 er óásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindum sem eru nauðsynleg til þess að virðing þeirra og þroski fái notið sín,“ segir í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 og gott er að rifja upp í tengslum við alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins. Að óttast um einkalíf og afkomu sína er engum auðvelt. Að þurfa að berjast fyrir því að geta náð endum saman er staða sem enginn vill upplifa. Óvissa er tilfinning sem allir vilja forðast. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni hlýtur að vera að sjá til þess að grundvallarlífsgæði allra séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er undirstaða þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og velferð verður háværari með hverjum deginum sem líður. Það er löngu tímabært að bæta lífsgæði fólks á Íslandi og það er löngu tímabært að bæta kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. Mannauður er uppistaða allra samfélaga, hvort sem það er í atvinnulífinu eða á öðrum sviðum samfélagsins. Til þess að íslenskur vinnumarkaður geti verið samkeppnishæfur um vinnuafl þarf að bregðast við þeirri kröfu að almenningur geti lifað sómasamlegu lífi á launum sínum.Grípa þarf til aðgerða Til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta ungs fólks þarf að grípa til aðgerða. Það þarf m.a. að greiða úr þeim vanda sem er kominn upp á húsnæðismarkaðinum. Fjölga þarf stuðningsúrræðunum og auka þarf framboðið á góðu og hagnýtu húsnæði. Grípa þarf til aðgerða til þess að greiða fyrir möguleikum fólks á menntun frekar en að draga úr þeim eins og verið er að gera. Allir eiga að geta stundað nám, óháð efnahag eða aldri. Bæta þarf kjör ungra og barnafjölskyldna svo þeim hugnist að búa og starfa á Íslandi, t.d. með hækkun hámarksgreiðslu og lengra fæðingarorlofi. Heilbrigðisþjónusta á að vera gjaldfrjáls fyrir alla. Bæta þarf kjör eldri borgara, t.d. með því að bæta úr húsnæðisvalkostum og möguleikum þeirra til þess að vinna lengur án þess að skerða kjörin. Tryggja þarf að allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku og útrýma þarf fátækt á Íslandi. Verkefnin framundan eru mörg og hér eru einungis nefnd nokkur þeirra en samfélag stefnuleysis og óstöðugleika er samfélag sem við hljótum að hafna. Við þurfum að endurmóta íslenskt samfélag í anda jafnaðarstefnunnar þar sem félagslegt og efnahagslegt réttlæti allra er tryggt. Að enn þurfi að berjast fyrir mannsæmandi lífi og virðingu allra árið 2016 er óásættanlegt.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun