Einkunnir gegn Portúgal: Hannes bestur 14. júní 2016 21:04 Hannes var valinn maður leiksins af Vísi í kvöld, en hann átti frábæran leik. vísir/getty Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Frammistaða íslenska liðsins og barátta var til mikillar fyrirmyndar, en hér að neðan má sjá einkunnir Vísis úr leiknum. Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins með átta í einkunn, en fjórir aðrir leikmenn voru með átta í einkunn.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 - maður leiksins Einkar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Gat lítið gert í markinu og hélt íslenska liðinu á floti með frábærri frammistöðu þegar það lá mest á liðinu í fyrri hálfleik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Mistækur í upphafi leiks en var ekki refsað fyrir þau og gerði margt vel í seinni hálfleikKári Árnason, miðvörður 7 Var illa staðsettur í marki Portúgals en lét það ekki slá sig af laginu. Stóð vaktina frábærlega í síðari hálfleik eins og allt íslenska liðið.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Var frábær, eins og svo oft áður. Ber enga virðingu fyrir andstæðinginum og lætur hann ekki komast upp með neitt.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Lenti í vandræðum í fyrri háflleik en vann á. Þegar skipulagið heldur hjá íslenska liðinu nýtur Ari sín frábærlega.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Lagði upp markið og það gerði mikið fyrir hann eftir að Jóhann hafði átt fremur rólegan dag. Vinnuþjarkur, eins og alltaf og allir í íslenska liðinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Stundum tæpur í fyrri hálfleiknum með sendingar sínar en akkerið í miðjunni. Öskraði sína menn áfram og kom oft til bjargar í hættulegum sóknum Portúgala.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Lét finna fyrir sér en náði ekki að stýra sóknarleiknum eins og hann þarf að gera til að við náum okkur á strik og fáum ró í sóknarleikinn. Eigum hann inni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Birkir var ákveðinn á vinstri kantinum, fékk eitt færi og nýtti það sem er langt í frá sjálfsagt á stóra sviðinu. Allir hugsuðu „íslenskir víkingar“ þegar hann fagnaði marki sínuJón Daði Böðvarsson, framherji 8 Stimplaði sig inn strax í byrjun þegar hann skapaði dauðafæri fyrir Gylfa eftir stórkostlega takta. Rosalega duglegur, tók hárréttar ákvarðanir og steig varla feilspor í leiknum.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Kolbeinn lét miðverði Portúgals líta illa út og tapaði varla skallaeinvígi í leiknum. Því miður vannst seinni bolti ekki nógu oft. Sívinnandi og truflandi varnarmennina.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Kolbein á 80. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en var óheppinn að skora ekki er frábært skot hans var varið.Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 89. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Frammistaða íslenska liðsins og barátta var til mikillar fyrirmyndar, en hér að neðan má sjá einkunnir Vísis úr leiknum. Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins með átta í einkunn, en fjórir aðrir leikmenn voru með átta í einkunn.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 - maður leiksins Einkar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Gat lítið gert í markinu og hélt íslenska liðinu á floti með frábærri frammistöðu þegar það lá mest á liðinu í fyrri hálfleik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Mistækur í upphafi leiks en var ekki refsað fyrir þau og gerði margt vel í seinni hálfleikKári Árnason, miðvörður 7 Var illa staðsettur í marki Portúgals en lét það ekki slá sig af laginu. Stóð vaktina frábærlega í síðari hálfleik eins og allt íslenska liðið.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Var frábær, eins og svo oft áður. Ber enga virðingu fyrir andstæðinginum og lætur hann ekki komast upp með neitt.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Lenti í vandræðum í fyrri háflleik en vann á. Þegar skipulagið heldur hjá íslenska liðinu nýtur Ari sín frábærlega.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Lagði upp markið og það gerði mikið fyrir hann eftir að Jóhann hafði átt fremur rólegan dag. Vinnuþjarkur, eins og alltaf og allir í íslenska liðinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Stundum tæpur í fyrri hálfleiknum með sendingar sínar en akkerið í miðjunni. Öskraði sína menn áfram og kom oft til bjargar í hættulegum sóknum Portúgala.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Lét finna fyrir sér en náði ekki að stýra sóknarleiknum eins og hann þarf að gera til að við náum okkur á strik og fáum ró í sóknarleikinn. Eigum hann inni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Birkir var ákveðinn á vinstri kantinum, fékk eitt færi og nýtti það sem er langt í frá sjálfsagt á stóra sviðinu. Allir hugsuðu „íslenskir víkingar“ þegar hann fagnaði marki sínuJón Daði Böðvarsson, framherji 8 Stimplaði sig inn strax í byrjun þegar hann skapaði dauðafæri fyrir Gylfa eftir stórkostlega takta. Rosalega duglegur, tók hárréttar ákvarðanir og steig varla feilspor í leiknum.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Kolbeinn lét miðverði Portúgals líta illa út og tapaði varla skallaeinvígi í leiknum. Því miður vannst seinni bolti ekki nógu oft. Sívinnandi og truflandi varnarmennina.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Kolbein á 80. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en var óheppinn að skora ekki er frábært skot hans var varið.Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 89. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30