Á annað hundrað öryggisvarða í kringum íslenska liðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2016 19:00 Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, segir að á annað hundrað manns sjái um að gæta öryggis íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi. Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Portúgal í St. Etienne á þriðjudag en hefur síðustu daga æft í Annecy, þar sem liðið hefur bækistöðvar sínar. „Þetta gengur mjög vel. Við erum búnir að fara yfir þetta með þeim sem sjá um gæsluna og er allt eftir áætlun. Það hefur engu þurft að breyta,“ sagði Víðir en viðtalið við hann má sjá hér fyrir ofan. Eftir hryðjuverkaárásirnar í Frakklandi og Belgíu hafa öryggismálin verið í brennidepli í kringum Evrópumeistaramótið. En Víðir segir að gæslan í kringum öll liðin, líka það íslenska, sé eins og best verður á kosið. „Ég hugsa að það séu á annað hundrað manns í kringum þetta hér. Sem dæmi má nefna að við hreyfum ekki bílana okkar án þess að vera í lögreglufylgd og þá eru mótorhjól allt í kring. Það er farið með okkur eins og kónga.“ Þrátt fyrir stranga umgjörð og mikið umfang gæslunnar segir Víðir að það sé góð og afslöppuð stemning í kringum íslenska landsliðið. „Við leggjum áherslu á að öllum líði vel og hafi gaman. Enda hafa öryggisverðirnir haft orð á því að það komi þeim á óvart hvað það er létt yfir hópnum. Það er allt jákvætt, menn eru brosmildir og tilbúnir að spjalla.“ „Hér er enginn að hlaupa upp í rútu heldur eru þeir komnir hingað til að njóta þess að vera á mótinu.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00 Sjáðu strákana okkar syngja afmælissönginn fyrir Heimi í Annecy Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá opinni æfingu íslenska landsliðsins í Annecy og það er núna hægt að horfa aftur á hana. 10. júní 2016 09:30 Skrautleg spá fyrir íslenska riðilinn á EM | Myndband 3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. 10. júní 2016 11:00 Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, segir að á annað hundrað manns sjái um að gæta öryggis íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi. Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Portúgal í St. Etienne á þriðjudag en hefur síðustu daga æft í Annecy, þar sem liðið hefur bækistöðvar sínar. „Þetta gengur mjög vel. Við erum búnir að fara yfir þetta með þeim sem sjá um gæsluna og er allt eftir áætlun. Það hefur engu þurft að breyta,“ sagði Víðir en viðtalið við hann má sjá hér fyrir ofan. Eftir hryðjuverkaárásirnar í Frakklandi og Belgíu hafa öryggismálin verið í brennidepli í kringum Evrópumeistaramótið. En Víðir segir að gæslan í kringum öll liðin, líka það íslenska, sé eins og best verður á kosið. „Ég hugsa að það séu á annað hundrað manns í kringum þetta hér. Sem dæmi má nefna að við hreyfum ekki bílana okkar án þess að vera í lögreglufylgd og þá eru mótorhjól allt í kring. Það er farið með okkur eins og kónga.“ Þrátt fyrir stranga umgjörð og mikið umfang gæslunnar segir Víðir að það sé góð og afslöppuð stemning í kringum íslenska landsliðið. „Við leggjum áherslu á að öllum líði vel og hafi gaman. Enda hafa öryggisverðirnir haft orð á því að það komi þeim á óvart hvað það er létt yfir hópnum. Það er allt jákvætt, menn eru brosmildir og tilbúnir að spjalla.“ „Hér er enginn að hlaupa upp í rútu heldur eru þeir komnir hingað til að njóta þess að vera á mótinu.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00 Sjáðu strákana okkar syngja afmælissönginn fyrir Heimi í Annecy Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá opinni æfingu íslenska landsliðsins í Annecy og það er núna hægt að horfa aftur á hana. 10. júní 2016 09:30 Skrautleg spá fyrir íslenska riðilinn á EM | Myndband 3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. 10. júní 2016 11:00 Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00
Sjáðu strákana okkar syngja afmælissönginn fyrir Heimi í Annecy Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá opinni æfingu íslenska landsliðsins í Annecy og það er núna hægt að horfa aftur á hana. 10. júní 2016 09:30
Skrautleg spá fyrir íslenska riðilinn á EM | Myndband 3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. 10. júní 2016 11:00
Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36