Brexit hefur ekki áhrif á stefnu Easyjet varðandi Ísland Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. júlí 2016 08:43 Easyjet hóf flugferðir til Íslands árið 2012 og hefur þeim farið ört fjölgandi. Vísir/Pjetur Andy Cockburn, talsmaður Easy Jet, segir stefnu flugfélagsins hvað varðar flugferðir til Íslands ekki hafa breyst í kjölfar þess að Bretar kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu að fara út úr Evrópusambandinu. Búist var við því að í kjölfar ákvörðunarinnar myndi eftirspurn Breta eftir ferðum til Íslands, og ferðalögum almennt, minnka vegna lækkunar breska pundsins. Frá þessu er greint á vef Túrista. Easy Jet flýgur mikið til Íslands og er í raun stærsta erlenda flugfélagið hér á landi. Komu hingað til lands 149 Easy Jet þotur í mars síðastliðnum. Enn sem komið er virðast Bretar ekki hafa látið Brexit, en það hefur þjóðaratkvæðagreiðslan verið kölluð, haft áhrif á ferðaáætlanir sínar. „Eftirspurn eftir flugi okkar til Íslands heldur áfram að vera mikil. Síðustu ár höfum bætt við nýjum flugleiðum til Íslands og Reykjavík er ennþá ört vaxandi markaður fyrir easyJet. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar mun ekki hafa nein efnisleg áhrif á stefnu okkar sem byggist á því að fókusera á leiðandi flugvelli og svæði sem mikil eftirspurn er eftir,” segir Andy Cockburn. Enn er þó tiltölulega stutt síðan gengið var til kosninga um Brexit eða um þrjár vikur og því erfitt að segja með fullri vissu hvort Brexit hafi letjandi áhrif á ferðahug Breta. Fjölmargir Bretar hafa lagt leið sína til Íslands á undanförnum árum. Bretar voru 33 prósent ferðamanna sem komu til Íslands í febrúar á þessu ári eða rúmlega 43 þúsund samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Bretar hafa undanfarin ár verið hvað duglegastir allra þjóðerna við að koma til Íslands á vetrarmánuðum. Á sama tíma komu rúmlega 16 þúsund Bandaríkjamenn sem var sú þjóð sem átti flesta ferðamenn á Íslandi á eftir Bretum. Því eru breskir ferðamenn afar mikilvægir ferðaþjónustunni, sérstaklega utan háannatíma. Brexit Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00 Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Andy Cockburn, talsmaður Easy Jet, segir stefnu flugfélagsins hvað varðar flugferðir til Íslands ekki hafa breyst í kjölfar þess að Bretar kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu að fara út úr Evrópusambandinu. Búist var við því að í kjölfar ákvörðunarinnar myndi eftirspurn Breta eftir ferðum til Íslands, og ferðalögum almennt, minnka vegna lækkunar breska pundsins. Frá þessu er greint á vef Túrista. Easy Jet flýgur mikið til Íslands og er í raun stærsta erlenda flugfélagið hér á landi. Komu hingað til lands 149 Easy Jet þotur í mars síðastliðnum. Enn sem komið er virðast Bretar ekki hafa látið Brexit, en það hefur þjóðaratkvæðagreiðslan verið kölluð, haft áhrif á ferðaáætlanir sínar. „Eftirspurn eftir flugi okkar til Íslands heldur áfram að vera mikil. Síðustu ár höfum bætt við nýjum flugleiðum til Íslands og Reykjavík er ennþá ört vaxandi markaður fyrir easyJet. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar mun ekki hafa nein efnisleg áhrif á stefnu okkar sem byggist á því að fókusera á leiðandi flugvelli og svæði sem mikil eftirspurn er eftir,” segir Andy Cockburn. Enn er þó tiltölulega stutt síðan gengið var til kosninga um Brexit eða um þrjár vikur og því erfitt að segja með fullri vissu hvort Brexit hafi letjandi áhrif á ferðahug Breta. Fjölmargir Bretar hafa lagt leið sína til Íslands á undanförnum árum. Bretar voru 33 prósent ferðamanna sem komu til Íslands í febrúar á þessu ári eða rúmlega 43 þúsund samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Bretar hafa undanfarin ár verið hvað duglegastir allra þjóðerna við að koma til Íslands á vetrarmánuðum. Á sama tíma komu rúmlega 16 þúsund Bandaríkjamenn sem var sú þjóð sem átti flesta ferðamenn á Íslandi á eftir Bretum. Því eru breskir ferðamenn afar mikilvægir ferðaþjónustunni, sérstaklega utan háannatíma.
Brexit Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00 Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00
Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58