Sérfræðingur frá Netflix heldur námskeið á Íslandi Tinni Sveinsson skrifar 19. ágúst 2016 12:00 Brian Holt býr til viðmótið sem mætir notendum þegar þeir horfa á eða leita að efni á Netflix. „Það er ekki oft sem svona reynsluboltar koma til Íslands. Það er einstakt tækifæri fyrir áhugasama að sækja þessi námskeið,“ segir Benedikt D Valdez Stefánsson, stjórnarmaður í Samtökum vefiðnaðarins. Samtök vefiðnaðarins (SVEF) bjóða í næstu viku upp á öflugar heilsdagsvinnustofur með Brian Holt, viðmótssérfræðingi frá Netflix, og Vitaly Friedman, aðalritstjóra Smashing Magazine, sem er virt tæknitímarit á netinu. Þeir verða með sitthvort námskeiðið þar sem þeir miðla af þekkingu sinni og reynslu á sviði vefverkefna í víðum skilningi. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við skipuleggjendur ráðstefnunnar JSConf Iceland, sem haldin verður í Hörpunni 25. - 26. ágúst. Þar koma þeir Holt og Friedman einnig fram en alls verða 36 erlendir fyrirlesarar á ráðstefnunni.Benedikt D. Valdez Stefánsson er stjórnarmeðlimur SVEF og forritari með meiru hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri.„Eitt af helstu markmiðum SVEF er einmitt að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í vefiðnaðinum, og eru þessar vinnustofur enn einn liðurinn í því“ segir Benedikt en allir hagnaður af námskeiðum sem þessum fer í að fjármagna starf vetursins þar sem haldnir verða viðburðir í hverjum mánuði fyrir alla sem hafa áhuga á að fræðast og blanda geði við bransann. Vinnustofurnar eru fjölbreyttar og henta fjölmörgum hópum, en eru sérstaklega kjörin fyrir vefhönnuði, forritara og aðra sem vinna náið með vefiðnaðinum. Vinnustofan með Brian er sérstaklega gagnleg fyrir bæði reynda forritara sem vilja bæta í reynslubankann sem og forritara sem eru jafnvel nýkomnir út á vinnumarkaðinn, en hann mun taka á tveimur heitustu málum forritunarheimsins undanfarið, ES6 og React. Vinnustofan með Vitaly er svo hugsuð fyrir reyndari vefhönnuði og forritara sem þekkja grunn hugmyndir um skalanlega vefhönnun og -forritun, en þar verður farið í flóknari tækni og leiðir á þeim sviðum. „Okkur fannst mikilvægt að reyna að finna eitthvað við hæfi sem flestra, enda er vefiðnaður gífurlega fjölbreyttur hópur. Síðar í vetur stefnum við á að bjóða upp á fleiri vinnustofur fyrir enn breiðari hóp, líkt og vefstjóra, teymisþjálfara o.s.frv.“ segir Benedikt. Vinnustofurnar fara fram á Icelandair Hótel Natura, miðvikudaginn 24. ágúst næstkomandi. Á vef samtakanna er hægt að nálgast miða á bæði viðburðinn með Brian Holt og viðburðinn með Vitaly. Netflix Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
„Það er ekki oft sem svona reynsluboltar koma til Íslands. Það er einstakt tækifæri fyrir áhugasama að sækja þessi námskeið,“ segir Benedikt D Valdez Stefánsson, stjórnarmaður í Samtökum vefiðnaðarins. Samtök vefiðnaðarins (SVEF) bjóða í næstu viku upp á öflugar heilsdagsvinnustofur með Brian Holt, viðmótssérfræðingi frá Netflix, og Vitaly Friedman, aðalritstjóra Smashing Magazine, sem er virt tæknitímarit á netinu. Þeir verða með sitthvort námskeiðið þar sem þeir miðla af þekkingu sinni og reynslu á sviði vefverkefna í víðum skilningi. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við skipuleggjendur ráðstefnunnar JSConf Iceland, sem haldin verður í Hörpunni 25. - 26. ágúst. Þar koma þeir Holt og Friedman einnig fram en alls verða 36 erlendir fyrirlesarar á ráðstefnunni.Benedikt D. Valdez Stefánsson er stjórnarmeðlimur SVEF og forritari með meiru hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri.„Eitt af helstu markmiðum SVEF er einmitt að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í vefiðnaðinum, og eru þessar vinnustofur enn einn liðurinn í því“ segir Benedikt en allir hagnaður af námskeiðum sem þessum fer í að fjármagna starf vetursins þar sem haldnir verða viðburðir í hverjum mánuði fyrir alla sem hafa áhuga á að fræðast og blanda geði við bransann. Vinnustofurnar eru fjölbreyttar og henta fjölmörgum hópum, en eru sérstaklega kjörin fyrir vefhönnuði, forritara og aðra sem vinna náið með vefiðnaðinum. Vinnustofan með Brian er sérstaklega gagnleg fyrir bæði reynda forritara sem vilja bæta í reynslubankann sem og forritara sem eru jafnvel nýkomnir út á vinnumarkaðinn, en hann mun taka á tveimur heitustu málum forritunarheimsins undanfarið, ES6 og React. Vinnustofan með Vitaly er svo hugsuð fyrir reyndari vefhönnuði og forritara sem þekkja grunn hugmyndir um skalanlega vefhönnun og -forritun, en þar verður farið í flóknari tækni og leiðir á þeim sviðum. „Okkur fannst mikilvægt að reyna að finna eitthvað við hæfi sem flestra, enda er vefiðnaður gífurlega fjölbreyttur hópur. Síðar í vetur stefnum við á að bjóða upp á fleiri vinnustofur fyrir enn breiðari hóp, líkt og vefstjóra, teymisþjálfara o.s.frv.“ segir Benedikt. Vinnustofurnar fara fram á Icelandair Hótel Natura, miðvikudaginn 24. ágúst næstkomandi. Á vef samtakanna er hægt að nálgast miða á bæði viðburðinn með Brian Holt og viðburðinn með Vitaly.
Netflix Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira