Rétt skal vera rétt Hildur Sverrisdóttir skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Eftir forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins sl. föstudag hef ég þurft að svara fyrir skoðun sem ég hef ekki. Ég hef oft svarað fyrir misvinsælar skoðanir mínar en það var ný reynsla að vera talin standa fyrir eitthvað sem mér finnst ekki. Ég mæli ekki með því. Það er auðvelt að detta í vangaveltur um af hverju það gerist að orð manns eru túlkuð á annan hátt en þau voru sögð en ég ætla ekki að elta ólar við það að öðru leyti en eftirfarandi sé sagt hér. Ég vil ekki að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins; ég vil ekki að það sé hægt að borga sig fram fyrir röð eða borga fyrir betra rúm á hjartadeildinni. Ég vil hins vegar að það sé boðið upp á aukaþjónustu og nýsköpun í velferðar- og heilbrigðiskerfinu í heild. Slíkt eykur valkosti og sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem nýta þjónustuna. Með því að opna á aukinn einkarekstur í aukaþjónustu er hægt að styrkja grunnþjónustuna – grunnþjónustu sem við höfum fyrir löngu sammælst um að vilja standa vel að í þágu allra. Í augum einhverra er þetta nákvæmlega sama tóbakið; allt sem tengist velferð á að vera undir sama hatti og lúta sömu lögmálum og sá sem talar um aukaþjónustu talar þar með um grunnþjónustu. Það er hins vegar ekki skoðun mín. Ég tel þvert á móti skynsamlegt að gera greinarmun og tala fyrir bestu kostunum í hvoru kerfi. Og eitt að lokum. Það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustunni. Sama hversu margir leyfa sér að túlka orð mín út frá þeirri meintu stefnu flokksins – þá er það einfaldlega ekki stefna hans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þvert á móti sett aukið fjármagn í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins. Til þess að heilbrigðisþjónustan sé eins og við viljum hafa hana þarf hins vegar að leita nýrra heildarlausna til framtíðar og þá getur þurft að hugsa út fyrir rammann, eins og ég talaði fyrir í föstudagsviðtalinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Niðurlægjandi fyrir konur að segja stjórnmál of átakamikil Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi tekur ekki undir það að átakastjórnmál henti konum illa. Vill á þing til að klára skýr mál Sjálfstæðisflokksins. Viðskipti með velferðarmál geti boðið fólki upp á betri kost en ríkið. 26. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Sjá meira
Eftir forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins sl. föstudag hef ég þurft að svara fyrir skoðun sem ég hef ekki. Ég hef oft svarað fyrir misvinsælar skoðanir mínar en það var ný reynsla að vera talin standa fyrir eitthvað sem mér finnst ekki. Ég mæli ekki með því. Það er auðvelt að detta í vangaveltur um af hverju það gerist að orð manns eru túlkuð á annan hátt en þau voru sögð en ég ætla ekki að elta ólar við það að öðru leyti en eftirfarandi sé sagt hér. Ég vil ekki að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins; ég vil ekki að það sé hægt að borga sig fram fyrir röð eða borga fyrir betra rúm á hjartadeildinni. Ég vil hins vegar að það sé boðið upp á aukaþjónustu og nýsköpun í velferðar- og heilbrigðiskerfinu í heild. Slíkt eykur valkosti og sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem nýta þjónustuna. Með því að opna á aukinn einkarekstur í aukaþjónustu er hægt að styrkja grunnþjónustuna – grunnþjónustu sem við höfum fyrir löngu sammælst um að vilja standa vel að í þágu allra. Í augum einhverra er þetta nákvæmlega sama tóbakið; allt sem tengist velferð á að vera undir sama hatti og lúta sömu lögmálum og sá sem talar um aukaþjónustu talar þar með um grunnþjónustu. Það er hins vegar ekki skoðun mín. Ég tel þvert á móti skynsamlegt að gera greinarmun og tala fyrir bestu kostunum í hvoru kerfi. Og eitt að lokum. Það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustunni. Sama hversu margir leyfa sér að túlka orð mín út frá þeirri meintu stefnu flokksins – þá er það einfaldlega ekki stefna hans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þvert á móti sett aukið fjármagn í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins. Til þess að heilbrigðisþjónustan sé eins og við viljum hafa hana þarf hins vegar að leita nýrra heildarlausna til framtíðar og þá getur þurft að hugsa út fyrir rammann, eins og ég talaði fyrir í föstudagsviðtalinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Föstudagsviðtalið: Niðurlægjandi fyrir konur að segja stjórnmál of átakamikil Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi tekur ekki undir það að átakastjórnmál henti konum illa. Vill á þing til að klára skýr mál Sjálfstæðisflokksins. Viðskipti með velferðarmál geti boðið fólki upp á betri kost en ríkið. 26. ágúst 2016 07:00
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar