Mismunun tónleikagesta Rut Þorsteinsdóttir skrifar 9. september 2016 08:15 Flestir ættu að geta verið sammála um að tónlist skiptir okkur félagslega miklu máli. Þannig er tónlist yfirleitt órjúfanlegur þáttur á stórum tímamótum hvort sem það er í gleði eða sorg. Í mínum huga er það óumdeilanlegt að tilfinninganleg upplifun fylgir því að hlusta á tónlist. Hver sú upplifun er, og hversu sterk hún verður, ræðst aftur á móti af ýmsum ólíkum þáttum bæði persónulegum og úr umhverfinu. Einstaklingurinn þróar með sér tónlistarsmekk sem er persónubundinn en um leið getur hann sameinað og skapað félagslega einingu. Við notum oft tónlist til að hafa áhrif á tilfinningar okkar, endurspegla þær eða miðla þeim. Hvort sem það er reiði eða ofsakæti, fögnuður eða söknuður. Tónlist er því í eðli sínu samskiptaform. Lifandi tónlistarflutningur er einstakur fyrir margra hluta sakir. Með honum getur skapast einstakt andrúmsloft á milli flytjanda og hlustenda. Upplifunin af tónlistinni verður þá enn sterkari fyrir vikið. Í kjölfar hinna miklu tæknibreytinga sem hafa orðið í miðlun tónlistar hefur tónlistarhlustun aukist gífurlega. Lítið mál er að nálgast tónlist með því að hlaða henni niður af veraldarvefnum á stafrænu formi og vista til afspilunar síðar meir af snjallsíma. Þessum breyttu aðstæðum hafa margir tónlistarmenn svarað með auknu framboði á lifandi tónlistarflutningi. Til að fara á tónleika hjá helstu átrúnaðargoðum sínum eru margir, óháð aldri, tilbúnir til að leggja allt í sölunnar. Að fá að berja augum, og taka þátt í algleymi fjölmennra tónleika, fræga listamenn sem hafa jafnvel komið um langan veg til að skemmta er eitthvað sem greipist í minni manns. Upplifun og tilfinning sem að þú mannst alla tíð. Og enn minnistæðara er það ef um heimsfræga listamenn er að ræða sem að þú hefur fylgst lengi með. Þá fer allt lífið að snúast um að komast á þennan tiltekna viðburð. Ég er með meðfædda CP fötlun og þarf því að nota hjólastól. Til þess að geta sótt tónleika þarf ég á aðstoðarmanneskju að halda. Á stærri tónleikum hérlendis eru oftast sérstök svæði fyrir hjólastóla og gert ráð fyrir aðstoðarmanneskju. Í nágrannlöndum okkar, Danmörk og Svíþjóð, kaupirðu einn miða á tónleika á hjólastólasvæði óháð því að þurfa aðstoð. Til að sannreyna þetta snéri ég mér til Stockolm Globe Arenas í aðdraganda Eurovision keppninnar 2016. Og mikið rétt, einn miði fyrir einn tónleikagest – óháð því hvar hann situr. Í kvöld sæki ég tónleika stjórstjörnunnar Justin Bieber. Þá þarf ég að kaupa einn miða fyrir mig og annan fyrir aðstoðarmanneskju mína en það gera 32.000 krónur í stað 16.000. Þeir sem eru í forsvari fyrir tónleikahúsin vísa á tónleikahaldarana og segja að þetta sé þeirra ákvörðun að rukka fatlaða tvöfalt. Líklega óttast tónleikahaldarar tekjumissi og að fatlaðir einstaklingar hópist á tónleikana með aðstoðarfólk sem hefði annars sótt þá. Í mínum tilfelli hefur aðstoðarmanneskjan ekki áhuga eða smekk fyrir tónlistinni og er eingöngu að fylgja mér. Kannski finnst ófötluðu fólki þetta eðlilegir viðskiptahættir en mér finnst þetta mismunun. Þetta er ekki mitt val. Það er ekkert sem að ég þrái frekar en að fara tónleika og upplifa þá - án aðstoðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Flestir ættu að geta verið sammála um að tónlist skiptir okkur félagslega miklu máli. Þannig er tónlist yfirleitt órjúfanlegur þáttur á stórum tímamótum hvort sem það er í gleði eða sorg. Í mínum huga er það óumdeilanlegt að tilfinninganleg upplifun fylgir því að hlusta á tónlist. Hver sú upplifun er, og hversu sterk hún verður, ræðst aftur á móti af ýmsum ólíkum þáttum bæði persónulegum og úr umhverfinu. Einstaklingurinn þróar með sér tónlistarsmekk sem er persónubundinn en um leið getur hann sameinað og skapað félagslega einingu. Við notum oft tónlist til að hafa áhrif á tilfinningar okkar, endurspegla þær eða miðla þeim. Hvort sem það er reiði eða ofsakæti, fögnuður eða söknuður. Tónlist er því í eðli sínu samskiptaform. Lifandi tónlistarflutningur er einstakur fyrir margra hluta sakir. Með honum getur skapast einstakt andrúmsloft á milli flytjanda og hlustenda. Upplifunin af tónlistinni verður þá enn sterkari fyrir vikið. Í kjölfar hinna miklu tæknibreytinga sem hafa orðið í miðlun tónlistar hefur tónlistarhlustun aukist gífurlega. Lítið mál er að nálgast tónlist með því að hlaða henni niður af veraldarvefnum á stafrænu formi og vista til afspilunar síðar meir af snjallsíma. Þessum breyttu aðstæðum hafa margir tónlistarmenn svarað með auknu framboði á lifandi tónlistarflutningi. Til að fara á tónleika hjá helstu átrúnaðargoðum sínum eru margir, óháð aldri, tilbúnir til að leggja allt í sölunnar. Að fá að berja augum, og taka þátt í algleymi fjölmennra tónleika, fræga listamenn sem hafa jafnvel komið um langan veg til að skemmta er eitthvað sem greipist í minni manns. Upplifun og tilfinning sem að þú mannst alla tíð. Og enn minnistæðara er það ef um heimsfræga listamenn er að ræða sem að þú hefur fylgst lengi með. Þá fer allt lífið að snúast um að komast á þennan tiltekna viðburð. Ég er með meðfædda CP fötlun og þarf því að nota hjólastól. Til þess að geta sótt tónleika þarf ég á aðstoðarmanneskju að halda. Á stærri tónleikum hérlendis eru oftast sérstök svæði fyrir hjólastóla og gert ráð fyrir aðstoðarmanneskju. Í nágrannlöndum okkar, Danmörk og Svíþjóð, kaupirðu einn miða á tónleika á hjólastólasvæði óháð því að þurfa aðstoð. Til að sannreyna þetta snéri ég mér til Stockolm Globe Arenas í aðdraganda Eurovision keppninnar 2016. Og mikið rétt, einn miði fyrir einn tónleikagest – óháð því hvar hann situr. Í kvöld sæki ég tónleika stjórstjörnunnar Justin Bieber. Þá þarf ég að kaupa einn miða fyrir mig og annan fyrir aðstoðarmanneskju mína en það gera 32.000 krónur í stað 16.000. Þeir sem eru í forsvari fyrir tónleikahúsin vísa á tónleikahaldarana og segja að þetta sé þeirra ákvörðun að rukka fatlaða tvöfalt. Líklega óttast tónleikahaldarar tekjumissi og að fatlaðir einstaklingar hópist á tónleikana með aðstoðarfólk sem hefði annars sótt þá. Í mínum tilfelli hefur aðstoðarmanneskjan ekki áhuga eða smekk fyrir tónlistinni og er eingöngu að fylgja mér. Kannski finnst ófötluðu fólki þetta eðlilegir viðskiptahættir en mér finnst þetta mismunun. Þetta er ekki mitt val. Það er ekkert sem að ég þrái frekar en að fara tónleika og upplifa þá - án aðstoðar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun