Gafst upp í miðjum leik og gaf stig: "Ég skulda ykkur ekki neitt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. október 2016 16:00 Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios hefur verið úrskurðaður í átta vikna bann frá keppni í íþróttinni og sektaður um 25.000 dali eða þrjár milljónir króna fyrir hegðun sína í viðureign á móti Micsha Zverev á Shanghæ-meistaramótinu í síðustu viku. Kyrgios gafst hálfpartinn upp í miðjum leiknum sem hann tapaði í tveimur settum; 6-3 og 6-1. Hann sló boltann nokkrum sinnum létt yfir netið úr uppgjöf þannig Zverev gat auðveldlega skorað á móti og þá gekk Kyrgios út að hliðarlínu áður en ein uppgjöf Zverev snerti jörðina. Vandræðagemsinn Kyrgios byrjaði svo að öskra á áhorfendur sem bauluðu á hann fyrir þennan fíflagang. „Ég skulda ykkur ekki neitt,“ kallaði Ástralinn sem hefur áður komið sér í allskonar vandræði á mótaröðinni. Hann endurtók sig á blaðamannafundi eftir leikinn og sagði að hann skuldar áhorfendum nákvæmlega ekki neitt. Eftir að hann var úrskurðaður í bann kvað við annan tón þegar hann ræddi hegðun sína. „Ég sé eftir því að enda tímabilið svona. Ég skil ákvörðun sambandsins og virði hana. Tímabilið hefur verið langt og ég hef verið mikið meiddur. Líkaminn gafst bara upp í leiknum en það er engin afsökun og ég veit að ég þarf að biðja áhorfendur afsökunar,“ segir Nick Kyrgios. Ástralinn samþykkti að hitta sálfræðing á meðan banninu stendur þar sem hann játaði að þurfa að takast á við sín vandamál. Í spilaranum hér að ofan má sjá hegðun Kyrgios í leiknum en hér að neðan má sjá magnað stig sem hann vann í sama leik. Tennis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira
Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios hefur verið úrskurðaður í átta vikna bann frá keppni í íþróttinni og sektaður um 25.000 dali eða þrjár milljónir króna fyrir hegðun sína í viðureign á móti Micsha Zverev á Shanghæ-meistaramótinu í síðustu viku. Kyrgios gafst hálfpartinn upp í miðjum leiknum sem hann tapaði í tveimur settum; 6-3 og 6-1. Hann sló boltann nokkrum sinnum létt yfir netið úr uppgjöf þannig Zverev gat auðveldlega skorað á móti og þá gekk Kyrgios út að hliðarlínu áður en ein uppgjöf Zverev snerti jörðina. Vandræðagemsinn Kyrgios byrjaði svo að öskra á áhorfendur sem bauluðu á hann fyrir þennan fíflagang. „Ég skulda ykkur ekki neitt,“ kallaði Ástralinn sem hefur áður komið sér í allskonar vandræði á mótaröðinni. Hann endurtók sig á blaðamannafundi eftir leikinn og sagði að hann skuldar áhorfendum nákvæmlega ekki neitt. Eftir að hann var úrskurðaður í bann kvað við annan tón þegar hann ræddi hegðun sína. „Ég sé eftir því að enda tímabilið svona. Ég skil ákvörðun sambandsins og virði hana. Tímabilið hefur verið langt og ég hef verið mikið meiddur. Líkaminn gafst bara upp í leiknum en það er engin afsökun og ég veit að ég þarf að biðja áhorfendur afsökunar,“ segir Nick Kyrgios. Ástralinn samþykkti að hitta sálfræðing á meðan banninu stendur þar sem hann játaði að þurfa að takast á við sín vandamál. Í spilaranum hér að ofan má sjá hegðun Kyrgios í leiknum en hér að neðan má sjá magnað stig sem hann vann í sama leik.
Tennis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira