Íhaldið breytir kerfinu Hildur Sverrisdóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Ég hef heyrt ýmsa fullyrða að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins verði engar kerfisbreytingar gerðar; flokkurinn standi fyrir íhald og kyrrstöðu. Þetta þykir mér undarlegur málflutningur. Sjálfstæðisflokkurinn er vissulega íhaldssamur að því leytinu að við viljum ekki kollvarpa því sem virkar í grundvallaratriðum – þótt við séum alltaf til í að betrumbæta og fínstilla. Við viljum ekki kollsteypur í ríkisfjármálum eða hagstjórn þegar ríkissjóður er loksins rekinn með afgangi og allar hagtölur sýna að við erum á réttri leið. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki kollvarpa fiskveiðikerfi sem er einstakt á heimsvísu og hefur stuðlað að því að sjávarútvegurinn er sjálfbær og arðbær atvinnugrein sem stendur beint og óbeint undir stórum hluta velferðar okkar. Við viljum heldur ekki neina kollsteypu með stjórnarskrána, sem myndi að öllum líkindum leiða af sér áratuga réttaróvissu, þótt við teljum rétt að gera afmarkaðar og tímabærar breytingar á stjórnarskránni í pólitískri sátt. Á kjörtímabilinu hafa hins vegar verið gerðar gífurlega mikilvægar kerfisbreytingar undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Við styttum til að mynda framhaldsskólanám og stigum þannig mikilvægt skref til þess að nýta betur fé skattgreiðenda, tíma og hæfileika ungs fólks. Aukin framleiðni í menntakerfinu og hagkerfinu almennt er forsenda þess að við getum áfram staðið undir velferðinni þótt árið 2050 verði helmingi færri vinnandi hendur á hvern aldraðan en í dag.Grundvallarbreytingar Við beittum okkur fyrir grundvallarbreytingum á námslánakerfinu, sem hefðu bætt kjör alls þorra námsmanna, hefði stjórnarandstaðan ekki stoppað þær í þinginu. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir breiðri sátt um breytingar á lífeyriskerfi landsmanna, sem ætti að geta tryggt að allir landsmenn búi við sjálfbært, fullfjármagnað lífeyriskerfi. Við vorum reiðubúin til þess að taka á gífurlegum uppsöfnuðum vanda í lífeyriskerfi opinberra starfsmanna – og höfðum komið ríkissjóði í þá stöðu að geta það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig sýnt að hann veigrar sér ekki við að ráðast í grundvallarkerfisbreytingar. Ekki ef þær eru einungis breytingar breytinganna vegna af einhverjum óskilgreindum ástæðum með ófyrirsjáanlegum afleiðinum, heldur ef við erum viss um að þær breytingar séu til góðs fyrir land og þjóð og stuðli að framförum og velferð til framtíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef heyrt ýmsa fullyrða að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins verði engar kerfisbreytingar gerðar; flokkurinn standi fyrir íhald og kyrrstöðu. Þetta þykir mér undarlegur málflutningur. Sjálfstæðisflokkurinn er vissulega íhaldssamur að því leytinu að við viljum ekki kollvarpa því sem virkar í grundvallaratriðum – þótt við séum alltaf til í að betrumbæta og fínstilla. Við viljum ekki kollsteypur í ríkisfjármálum eða hagstjórn þegar ríkissjóður er loksins rekinn með afgangi og allar hagtölur sýna að við erum á réttri leið. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki kollvarpa fiskveiðikerfi sem er einstakt á heimsvísu og hefur stuðlað að því að sjávarútvegurinn er sjálfbær og arðbær atvinnugrein sem stendur beint og óbeint undir stórum hluta velferðar okkar. Við viljum heldur ekki neina kollsteypu með stjórnarskrána, sem myndi að öllum líkindum leiða af sér áratuga réttaróvissu, þótt við teljum rétt að gera afmarkaðar og tímabærar breytingar á stjórnarskránni í pólitískri sátt. Á kjörtímabilinu hafa hins vegar verið gerðar gífurlega mikilvægar kerfisbreytingar undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Við styttum til að mynda framhaldsskólanám og stigum þannig mikilvægt skref til þess að nýta betur fé skattgreiðenda, tíma og hæfileika ungs fólks. Aukin framleiðni í menntakerfinu og hagkerfinu almennt er forsenda þess að við getum áfram staðið undir velferðinni þótt árið 2050 verði helmingi færri vinnandi hendur á hvern aldraðan en í dag.Grundvallarbreytingar Við beittum okkur fyrir grundvallarbreytingum á námslánakerfinu, sem hefðu bætt kjör alls þorra námsmanna, hefði stjórnarandstaðan ekki stoppað þær í þinginu. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir breiðri sátt um breytingar á lífeyriskerfi landsmanna, sem ætti að geta tryggt að allir landsmenn búi við sjálfbært, fullfjármagnað lífeyriskerfi. Við vorum reiðubúin til þess að taka á gífurlegum uppsöfnuðum vanda í lífeyriskerfi opinberra starfsmanna – og höfðum komið ríkissjóði í þá stöðu að geta það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig sýnt að hann veigrar sér ekki við að ráðast í grundvallarkerfisbreytingar. Ekki ef þær eru einungis breytingar breytinganna vegna af einhverjum óskilgreindum ástæðum með ófyrirsjáanlegum afleiðinum, heldur ef við erum viss um að þær breytingar séu til góðs fyrir land og þjóð og stuðli að framförum og velferð til framtíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun