Búa sig undir 55% fjölgun íbúa Svavar Hávarðsson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Alls fara 96 prósent allra ferðamanna sem koma til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll. vísir/vilhelm Ef spár Isavia um fjölgun farþega og nauðsynlega uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli ganga eftir mun það hafa mikil áhrif á öll sveitarfélögin á Suðurnesjum. Sem viðbragð við spánni hefur á vettvangi Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja verið lagt til að unnin verði nákvæm innviðagreining á svæðinu svo sveitarfélögin geti unnið stefnumörkun um atvinnu- og samfélagsuppbyggingu. Talið er líklegt að íbúar á Suðurnesjum verði tæplega 35.000 árið 2030, hið minnsta, og hafi þá gott sem náð íbúafjölda Norðausturlands – annars þéttbýlasta landsvæðisins hérlendis.Berglind KristinsdóttirBerglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), segir þessi atriði hafa verið rædd á stjórnarfundi Heklunnar nýlega. Að sögn Berglindar verður leitast við að draga fram upplýsingar um fjölda lóða, umhverfis- og orkumál, þjónustu á svæðinu, m.a. opinbera þjónustu og fleira. Nauðsynlegt sé að greina vinnumarkaðinn meðal annars með tilliti til aldurs og kyns sem og stærðar vinnusóknarsvæðisins. „Ef spáin rætist er ljóst að þörf er á uppbyggingu á leik- og grunnskólum. Fjölga þarf nemendaígildum í framhaldsskólum á Suðurnesjum og auka þarf verulega fjárframlög til heilbrigðisumdæmisins,“ segir Berglind og vísar til fréttar Víkurfrétta þar sem segir að komum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi fjölgað um 30 prósent á þessu ári, án þess að nokkurt fjármagn hafi fylgt með, auk þess sem met hefur verið í sjúkraflutningum. „Það er því ljóst að allir aðilar, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög eða ríkisvald, verða að koma að þessu og vinna þetta verkefni þétt saman svo útkoman verði sem best fyrir alla hlutaðeigandi aðila,“ segir Berglind. Á fyrrnefndum aðalfundi SSS fjallaði Karl Friðriksson, stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands, um hugsanlega búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030 – og þá með tilliti til fjölgunar ferðamanna. Um er að ræða niðurstöður rannsóknar sem tengist gerð byggðaáætlunar fyrir árin 2017 til 2023 og var birt áður en spá Isavia lá fyrir. Samkvæmt henni fjölgar íbúum á Suðurnesjum úr 22.500 í 35.000 á fjórtán árum. Til samanburðar verður annað þéttbýlasta svæði landsins – Norðausturland – þá byggt svipuðum fjölda íbúa, en þeir eru í dag 29.400.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Ef spár Isavia um fjölgun farþega og nauðsynlega uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli ganga eftir mun það hafa mikil áhrif á öll sveitarfélögin á Suðurnesjum. Sem viðbragð við spánni hefur á vettvangi Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja verið lagt til að unnin verði nákvæm innviðagreining á svæðinu svo sveitarfélögin geti unnið stefnumörkun um atvinnu- og samfélagsuppbyggingu. Talið er líklegt að íbúar á Suðurnesjum verði tæplega 35.000 árið 2030, hið minnsta, og hafi þá gott sem náð íbúafjölda Norðausturlands – annars þéttbýlasta landsvæðisins hérlendis.Berglind KristinsdóttirBerglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), segir þessi atriði hafa verið rædd á stjórnarfundi Heklunnar nýlega. Að sögn Berglindar verður leitast við að draga fram upplýsingar um fjölda lóða, umhverfis- og orkumál, þjónustu á svæðinu, m.a. opinbera þjónustu og fleira. Nauðsynlegt sé að greina vinnumarkaðinn meðal annars með tilliti til aldurs og kyns sem og stærðar vinnusóknarsvæðisins. „Ef spáin rætist er ljóst að þörf er á uppbyggingu á leik- og grunnskólum. Fjölga þarf nemendaígildum í framhaldsskólum á Suðurnesjum og auka þarf verulega fjárframlög til heilbrigðisumdæmisins,“ segir Berglind og vísar til fréttar Víkurfrétta þar sem segir að komum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi fjölgað um 30 prósent á þessu ári, án þess að nokkurt fjármagn hafi fylgt með, auk þess sem met hefur verið í sjúkraflutningum. „Það er því ljóst að allir aðilar, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög eða ríkisvald, verða að koma að þessu og vinna þetta verkefni þétt saman svo útkoman verði sem best fyrir alla hlutaðeigandi aðila,“ segir Berglind. Á fyrrnefndum aðalfundi SSS fjallaði Karl Friðriksson, stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands, um hugsanlega búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030 – og þá með tilliti til fjölgunar ferðamanna. Um er að ræða niðurstöður rannsóknar sem tengist gerð byggðaáætlunar fyrir árin 2017 til 2023 og var birt áður en spá Isavia lá fyrir. Samkvæmt henni fjölgar íbúum á Suðurnesjum úr 22.500 í 35.000 á fjórtán árum. Til samanburðar verður annað þéttbýlasta svæði landsins – Norðausturland – þá byggt svipuðum fjölda íbúa, en þeir eru í dag 29.400.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira