Fjölskyldan átti hug Andy Murray á fyrsta deginum sem sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2016 22:30 Bræðurnir Andy Murray og Jamie Murray. Vísir/Getty Skoski tennisleikarinn Andy Murray er nú sá besti í heimi samkvæmt styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á topp heimslistans. Styrkleikalistinn var gefinn út í dag og Andy Murray varð þá fyrsti breski maðurinn frá stofnun heimslistans árið 1973 sem nær efsta sætinu. Þetta var því mjög stór stund fyrir bæði hann og tennisíþróttina í Bretlandi. Andy Murray er 26. tennisspilarinn sem kemst upp í efsta sæti heimslistans á þessum rúmu fjórum áratugum. Hann hefur spilað vel á síðustu misserum og komist í þrjá úrslitaleiki á risamótum ársins auk þess að vinna Ólympíugullið á öðrum leikunum í röð. Murray vann Wimbledon-mótið en tapaði í úrslitaleik á bæði opna ástralska og opna franska. Það kom ekki Andy Murray kannski ekki mikið á óvart að hann væri kominn á toppinn því það varð ljóst eftir árangur hans á Paribas Masters-mótinu sem lauk um helgina. Þar vann Murray Bandaríkjamanninn John Isner í úrslitaleik. Serbinn Novak Djokovic missti þá toppsætið á heimslistanum sem hann hafði haldið samfellt frá 7. júlí 2014 og alls í 377 vikur í þremur skorpum frá 2011. „Gærdagurinn var frábær. Dagurinn í dag hefur aftur á móti bara verið venjulegur dagur heima með fjölskyldunni,“ sagði Andy Murray. „Þegar ég er inn á vellinum þá er ég ekkert að hugsa um stöðuna inn á heimslistanum,“ bætti Murray við en framundan er ATP úrslitakeppnin milli bestu tennisleikara heims. Þar mætir hann í fyrsta sinn til leiks með pressuna að vera sá besti í heimi. Jamie Murray, bróðir Andy Murray, fagnaði árangri bróður síns á twitter með því að segja að tuttugu ára bið og stanslaus vinna hefði skilaði Andy á toppinn.Official Number 1 @andy_murray - incredible 12 months but even greater the level of hard work/commitment/dedication/sacrifice for 20yrs #1 pic.twitter.com/dQBsFa76a4— Jamie Murray (@jamie_murray) November 7, 2016 Fréttir ársins 2016 Tennis Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Skoski tennisleikarinn Andy Murray er nú sá besti í heimi samkvæmt styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á topp heimslistans. Styrkleikalistinn var gefinn út í dag og Andy Murray varð þá fyrsti breski maðurinn frá stofnun heimslistans árið 1973 sem nær efsta sætinu. Þetta var því mjög stór stund fyrir bæði hann og tennisíþróttina í Bretlandi. Andy Murray er 26. tennisspilarinn sem kemst upp í efsta sæti heimslistans á þessum rúmu fjórum áratugum. Hann hefur spilað vel á síðustu misserum og komist í þrjá úrslitaleiki á risamótum ársins auk þess að vinna Ólympíugullið á öðrum leikunum í röð. Murray vann Wimbledon-mótið en tapaði í úrslitaleik á bæði opna ástralska og opna franska. Það kom ekki Andy Murray kannski ekki mikið á óvart að hann væri kominn á toppinn því það varð ljóst eftir árangur hans á Paribas Masters-mótinu sem lauk um helgina. Þar vann Murray Bandaríkjamanninn John Isner í úrslitaleik. Serbinn Novak Djokovic missti þá toppsætið á heimslistanum sem hann hafði haldið samfellt frá 7. júlí 2014 og alls í 377 vikur í þremur skorpum frá 2011. „Gærdagurinn var frábær. Dagurinn í dag hefur aftur á móti bara verið venjulegur dagur heima með fjölskyldunni,“ sagði Andy Murray. „Þegar ég er inn á vellinum þá er ég ekkert að hugsa um stöðuna inn á heimslistanum,“ bætti Murray við en framundan er ATP úrslitakeppnin milli bestu tennisleikara heims. Þar mætir hann í fyrsta sinn til leiks með pressuna að vera sá besti í heimi. Jamie Murray, bróðir Andy Murray, fagnaði árangri bróður síns á twitter með því að segja að tuttugu ára bið og stanslaus vinna hefði skilaði Andy á toppinn.Official Number 1 @andy_murray - incredible 12 months but even greater the level of hard work/commitment/dedication/sacrifice for 20yrs #1 pic.twitter.com/dQBsFa76a4— Jamie Murray (@jamie_murray) November 7, 2016
Fréttir ársins 2016 Tennis Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira