Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hafliði Helgason skrifar 14. nóvember 2016 13:30 Þórhallur Arason, stjórnaformaður Lindarhvols og skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Engin svör fást frá Lindarhvoli um gagnrýni á söluferli Lindarhvols á eignum ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Á heimasíðu Lindarhvols birtist á föstudag tilkynning um að sölu væri lokið og félagið selt BLM fjárfestingum. BLM er í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management. Veruleg óánægja er með framkvæmd sölunnar meðal umbjóðenda Kviku sem sendu tilboð í félagið. BLM höfðu áður reynt að kaupa hlutinn í Klakka á 428 milljónir króna í lok september. Félagið var auglýst til sölu og 14. október sendi Kvika tilboð fyrir hönd viðskiptavina sem hljóðaði upp á 501 milljón króna. BLM reyndist svo eiga tilboð upp á 505 milljónir króna í hlutinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur meðal annarra bjóðenda á að trúnaðargögnum hafi verið lekið. Í útboðsreglum ríkisins er gert ráð fyrir að tilboð séu opnuð í viðurvist bjóðenda, en í tilviki sölunnar nú voru tilboð send í tölvupósti og því virðist ferlið ekki hafa tryggt jafnræði bjóðenda. Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður og Íslög sjá um daglegan rekstur Lindarhvols. Ekki er hægt að sjá á heimasíðu Lindarhvols að sú þjónusta hafi verið boðin út. Steinar er stjórnarmaður í Klakka, en forstjóri félagsins er Magnús Scheving Thorsteinsson en gagnrýnendur söluferlisins telja að hann hafi gert tilboðið fyrir hönd BLM sem er fyrir stærsti eigandi Klakka, þar sem hann er eini stjórnarmaður félagsins. Lindarhvoll ehf. er með samning við fjármálaráðuneytið um sölu ríkiseigna. Utanaðkomandi ráðgjafar hafa verið fengnir í önnur verkefni, en svo virðist ekki vera um sölu þessa hlutar. Á heimasíðu Lindarhvols er gefið upp símanúmer til að hringja í á skrifstofutíma. Ekki virðist svarað í þann síma. Þá hefur Fréttablaðið komið skilaboðum á stjórnarformann Lindarhvols, Þórhall Arason, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, og Steinar Þór Guðgeirsson, en hvorugur hefur svarað skilaboðum. Sigurður Valtýsson er framkvæmdastjóri félags í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem Kvika gerði tilboð fyrir. Hann segir stjórnarhætti Lindarhvols fyrir neðan allar hellur. „Við teljum að þessi vinnubrögð séu brot á samningi Lindarhvols við fjármálaráðuneytið og ef ekkert verði að gert hljóti ábyrgðin á endanum að vera fjármálaráðherrans.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Starfsemi Lindarhvols Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Engin svör fást frá Lindarhvoli um gagnrýni á söluferli Lindarhvols á eignum ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Á heimasíðu Lindarhvols birtist á föstudag tilkynning um að sölu væri lokið og félagið selt BLM fjárfestingum. BLM er í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management. Veruleg óánægja er með framkvæmd sölunnar meðal umbjóðenda Kviku sem sendu tilboð í félagið. BLM höfðu áður reynt að kaupa hlutinn í Klakka á 428 milljónir króna í lok september. Félagið var auglýst til sölu og 14. október sendi Kvika tilboð fyrir hönd viðskiptavina sem hljóðaði upp á 501 milljón króna. BLM reyndist svo eiga tilboð upp á 505 milljónir króna í hlutinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur meðal annarra bjóðenda á að trúnaðargögnum hafi verið lekið. Í útboðsreglum ríkisins er gert ráð fyrir að tilboð séu opnuð í viðurvist bjóðenda, en í tilviki sölunnar nú voru tilboð send í tölvupósti og því virðist ferlið ekki hafa tryggt jafnræði bjóðenda. Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður og Íslög sjá um daglegan rekstur Lindarhvols. Ekki er hægt að sjá á heimasíðu Lindarhvols að sú þjónusta hafi verið boðin út. Steinar er stjórnarmaður í Klakka, en forstjóri félagsins er Magnús Scheving Thorsteinsson en gagnrýnendur söluferlisins telja að hann hafi gert tilboðið fyrir hönd BLM sem er fyrir stærsti eigandi Klakka, þar sem hann er eini stjórnarmaður félagsins. Lindarhvoll ehf. er með samning við fjármálaráðuneytið um sölu ríkiseigna. Utanaðkomandi ráðgjafar hafa verið fengnir í önnur verkefni, en svo virðist ekki vera um sölu þessa hlutar. Á heimasíðu Lindarhvols er gefið upp símanúmer til að hringja í á skrifstofutíma. Ekki virðist svarað í þann síma. Þá hefur Fréttablaðið komið skilaboðum á stjórnarformann Lindarhvols, Þórhall Arason, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, og Steinar Þór Guðgeirsson, en hvorugur hefur svarað skilaboðum. Sigurður Valtýsson er framkvæmdastjóri félags í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem Kvika gerði tilboð fyrir. Hann segir stjórnarhætti Lindarhvols fyrir neðan allar hellur. „Við teljum að þessi vinnubrögð séu brot á samningi Lindarhvols við fjármálaráðuneytið og ef ekkert verði að gert hljóti ábyrgðin á endanum að vera fjármálaráðherrans.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Starfsemi Lindarhvols Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira