Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar Þórir Garðarsson skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Áður en ný ríkisstjórn fer að huga að „stóru“ málunum svokölluðu, þá er eitt verkefni sem þarf að afgreiða í hvelli. Aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar þola enga bið, því von er á fleiri ferðamönnum hingað til lands á næsta ári en nokkru sinni fyrr. Þessar aðgerðir þurfa undirbúning og taka tíma. Þær snúast um að innviðir, náttúran og fólkið í landinu séu í stakk búin til að taka við gestunum og stuðla að ánægjulegri upplifun þeirra.Fjárfesting skynsamleg Í Vegvísi í ferðaþjónustu liggur fyrir hvað þarf að gera og hvað það kostar. Ný ríkisstjórn þarf einfaldlega að ganga í málið. Ef ekkert verður gert, þá heldur álagið á vegakerfið áfram að vaxa með tilheyrandi skemmdum og aukinni slysahættu. Vinsælir ferðamannastaðir halda áfram að troðast niður og ferðamenn fara heim ósáttir við skort á þjónustu og aðstöðu. Þjóðarbúið hefur gríðarlega miklar tekjur af ferðamönnum og því er fjárfesting í innviðum ferðaþjónustunnar skynsamleg. Reiknað hefur verið út að ríkið þurfi aðeins að verja um 7% af tekjum sínum af ferðamönnum næstu árin í úrbætur á ferðamannastöðum og uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Ferðamenn á Íslandi eru síst of margir. Á fjölda minni staða og landsvæða um allan heim eru margfalt fleiri ferðamenn án teljandi vandræða, einfaldlega vegna þess að innviðirnir ráða við fjöldann.Sérstakt ráðuneyti ferðamála Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé orðin stærsta atvinnugrein landsins, þá sætir hún algjörum afgangi í stjórnsýslunni. Nauðsynlegt er að fá sérstakt ráðuneyti ferðamála í nýrri ríkisstjórn til að koma málunum áfram. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa staðið sig frábærlega við að mæta aukinni ásókn ferðamanna hingað til lands. Ef ríkisvaldið ræðst ekki aðgerðir sem til þess heyra, þá er mikil hætta á afturför í atvinnugreininni - algjörlega að óþörfu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Áður en ný ríkisstjórn fer að huga að „stóru“ málunum svokölluðu, þá er eitt verkefni sem þarf að afgreiða í hvelli. Aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar þola enga bið, því von er á fleiri ferðamönnum hingað til lands á næsta ári en nokkru sinni fyrr. Þessar aðgerðir þurfa undirbúning og taka tíma. Þær snúast um að innviðir, náttúran og fólkið í landinu séu í stakk búin til að taka við gestunum og stuðla að ánægjulegri upplifun þeirra.Fjárfesting skynsamleg Í Vegvísi í ferðaþjónustu liggur fyrir hvað þarf að gera og hvað það kostar. Ný ríkisstjórn þarf einfaldlega að ganga í málið. Ef ekkert verður gert, þá heldur álagið á vegakerfið áfram að vaxa með tilheyrandi skemmdum og aukinni slysahættu. Vinsælir ferðamannastaðir halda áfram að troðast niður og ferðamenn fara heim ósáttir við skort á þjónustu og aðstöðu. Þjóðarbúið hefur gríðarlega miklar tekjur af ferðamönnum og því er fjárfesting í innviðum ferðaþjónustunnar skynsamleg. Reiknað hefur verið út að ríkið þurfi aðeins að verja um 7% af tekjum sínum af ferðamönnum næstu árin í úrbætur á ferðamannastöðum og uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Ferðamenn á Íslandi eru síst of margir. Á fjölda minni staða og landsvæða um allan heim eru margfalt fleiri ferðamenn án teljandi vandræða, einfaldlega vegna þess að innviðirnir ráða við fjöldann.Sérstakt ráðuneyti ferðamála Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé orðin stærsta atvinnugrein landsins, þá sætir hún algjörum afgangi í stjórnsýslunni. Nauðsynlegt er að fá sérstakt ráðuneyti ferðamála í nýrri ríkisstjórn til að koma málunum áfram. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa staðið sig frábærlega við að mæta aukinni ásókn ferðamanna hingað til lands. Ef ríkisvaldið ræðst ekki aðgerðir sem til þess heyra, þá er mikil hætta á afturför í atvinnugreininni - algjörlega að óþörfu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun