MALM-glerplata sprakk með hvelli í svefnherbergi í Garðabæ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2016 12:00 Glerbrotin dreifðust víða. Mynd/Margrét Rósa Bergmann Malm-glerplata frá IKEA sprakk með hvelli í gærkvöldi á heimili Margrétar Rósu Bergmann í Garðabæ. Hún þakkar fyrir að dóttir sín hafi ekki verið í herberginu. Er þetta annað tilvikið á skömmum tíma sem Malm-glerplata springur með látum hér á landi. Framkvæmdastjóri IKEA segir ljóst að skoða þurfi hvað veldur. „Ég er á leiðinni í háttinn þegar það heyrist rosa hvellur,“ segir Margrét í samtali við Vísi. „Ég þori varla að standa úr stressi, labba inn í herbergi hjá dóttur minni og það eru glerbrot út um allt.“Glerbrotin fóru víða.Mynd/Margrét Rósa BergmannRúmlega ársgömul glerplatan var ofan á Malm-kommóðu og þaðan dreifðust glerbrotin um herbergið. Með glerplötunni fylgja leiðbeiningar þar sem segir að brotni platan eigi hún að brotna í litla bita en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru sumir bitarnir í stærri kantinum. Nítján ára gömul dóttir Margrétar var að læra fyrir próf og var því ekki inn í herberginu líkt og Margrét taldi í fyrstu. „Ég hefði ekki boðið í það ef hún hefði verið í herberginu. Hún hefði stórslasast og skorið sig,“ segir Margrét. „Ég myndi ekki hafa þetta í herberginu hjá barninu mínu aftur.“ Hvellurinn var svo hávær að sextán ára sonur hennar vaknaði. Hún telur víst að glerplatan, úr svokölluðu hertu gleri, hafi ekki orðið fyrir höggi en í fyrrgreindum leiðbeiningum er varað við því að rispað yfirborð geti valdið því að glerið brotni skyndilega.Annað svipað tilvik kom upp fyrir skömmu hér á landi Þetta er ekki einangrað atvik en á vef Neytendaeftirlits Bandaríkjanna er greint frá samskonar atviki í Bandaríkjunum árið 2013. Malm-glerplata hafi sprungið með hvelli og glerbrotin dreifst um herbergið.Sum molarnir eru smáir, aðrir stærri.Mynd/Margrét Rósa BergmannÍ samtali við Vísi segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, að svipað atvik og lýst er hér að ofan hafi komið upp fyrir skömmu hér á landi. Skoða þurfi hvað veldur en platan sé hönnuð þannig að hún eigi að brotna á sem öruggastan hátt. „Það getur allt gler sprungið,“ segir Þórarinn. Því sé öryggisgler í plötunum sem eigi að brotna í smáperlur en að glerið geti sprungið löngu eftir að rispur eða högg komi á plötuna. Hann segir að IKEA hér á landi hafi tilkynnt samskonar tilvik og átti sér stað í gær á heimili Margrétar en að fyrirtækið úti telji ekki tilefni til þess að láta innkalla vöruna. „IKEA er með ákveðið kerfi sem býður manni að tilkynna þegar eitthvað svona kemur upp á. Þeir hafa tekið á móti þessum ábendingum og bent okkur á að þetta geti gerst við hitastigsbreytingar eða högg eða sprungur en hafa ekki viljað gera neitt meira í þessu. Að þeirra mati hefur ekki komið til tals að kalla þetta inn,“ segir Þórarinn.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.Vísir„Vekur mann til umhugsunar“ Þórarinn segir þó að miðað við lýsingar af atvikinu í gærkvöldi og því sem átti sér stað fyrr á árinu að ljóst sé að kanna þurfi hvað sé að valda. „Auðvitað er þetta óhugnanlegt. Nú er þetta dæmi að koma upp í hendurnar á mér ekki mörgum vikum eftir að annað svipað gerðist og það vekur mann til umhugsunar. Ég er ekki í neinni afneitun um það að þetta þurfi að skoða ef þetta er að aukast.“ Þórarinn segir það á hreinu að hann muni hafa samband við Margréti til að fá nánari upplýsingar um vöruna. Hún muni jafnframt frá endurgreitt og aðra aðstoð eftir atvikum. „Að sjálfsögðu fær hún endurgreitt, það er alveg lágmarkið.“ Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Malm-glerplata frá IKEA sprakk með hvelli í gærkvöldi á heimili Margrétar Rósu Bergmann í Garðabæ. Hún þakkar fyrir að dóttir sín hafi ekki verið í herberginu. Er þetta annað tilvikið á skömmum tíma sem Malm-glerplata springur með látum hér á landi. Framkvæmdastjóri IKEA segir ljóst að skoða þurfi hvað veldur. „Ég er á leiðinni í háttinn þegar það heyrist rosa hvellur,“ segir Margrét í samtali við Vísi. „Ég þori varla að standa úr stressi, labba inn í herbergi hjá dóttur minni og það eru glerbrot út um allt.“Glerbrotin fóru víða.Mynd/Margrét Rósa BergmannRúmlega ársgömul glerplatan var ofan á Malm-kommóðu og þaðan dreifðust glerbrotin um herbergið. Með glerplötunni fylgja leiðbeiningar þar sem segir að brotni platan eigi hún að brotna í litla bita en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru sumir bitarnir í stærri kantinum. Nítján ára gömul dóttir Margrétar var að læra fyrir próf og var því ekki inn í herberginu líkt og Margrét taldi í fyrstu. „Ég hefði ekki boðið í það ef hún hefði verið í herberginu. Hún hefði stórslasast og skorið sig,“ segir Margrét. „Ég myndi ekki hafa þetta í herberginu hjá barninu mínu aftur.“ Hvellurinn var svo hávær að sextán ára sonur hennar vaknaði. Hún telur víst að glerplatan, úr svokölluðu hertu gleri, hafi ekki orðið fyrir höggi en í fyrrgreindum leiðbeiningum er varað við því að rispað yfirborð geti valdið því að glerið brotni skyndilega.Annað svipað tilvik kom upp fyrir skömmu hér á landi Þetta er ekki einangrað atvik en á vef Neytendaeftirlits Bandaríkjanna er greint frá samskonar atviki í Bandaríkjunum árið 2013. Malm-glerplata hafi sprungið með hvelli og glerbrotin dreifst um herbergið.Sum molarnir eru smáir, aðrir stærri.Mynd/Margrét Rósa BergmannÍ samtali við Vísi segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, að svipað atvik og lýst er hér að ofan hafi komið upp fyrir skömmu hér á landi. Skoða þurfi hvað veldur en platan sé hönnuð þannig að hún eigi að brotna á sem öruggastan hátt. „Það getur allt gler sprungið,“ segir Þórarinn. Því sé öryggisgler í plötunum sem eigi að brotna í smáperlur en að glerið geti sprungið löngu eftir að rispur eða högg komi á plötuna. Hann segir að IKEA hér á landi hafi tilkynnt samskonar tilvik og átti sér stað í gær á heimili Margrétar en að fyrirtækið úti telji ekki tilefni til þess að láta innkalla vöruna. „IKEA er með ákveðið kerfi sem býður manni að tilkynna þegar eitthvað svona kemur upp á. Þeir hafa tekið á móti þessum ábendingum og bent okkur á að þetta geti gerst við hitastigsbreytingar eða högg eða sprungur en hafa ekki viljað gera neitt meira í þessu. Að þeirra mati hefur ekki komið til tals að kalla þetta inn,“ segir Þórarinn.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.Vísir„Vekur mann til umhugsunar“ Þórarinn segir þó að miðað við lýsingar af atvikinu í gærkvöldi og því sem átti sér stað fyrr á árinu að ljóst sé að kanna þurfi hvað sé að valda. „Auðvitað er þetta óhugnanlegt. Nú er þetta dæmi að koma upp í hendurnar á mér ekki mörgum vikum eftir að annað svipað gerðist og það vekur mann til umhugsunar. Ég er ekki í neinni afneitun um það að þetta þurfi að skoða ef þetta er að aukast.“ Þórarinn segir það á hreinu að hann muni hafa samband við Margréti til að fá nánari upplýsingar um vöruna. Hún muni jafnframt frá endurgreitt og aðra aðstoð eftir atvikum. „Að sjálfsögðu fær hún endurgreitt, það er alveg lágmarkið.“
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira