Hvað býr að baki auglýsingu um að 65 dagar séu til jóla? Baldur Björnsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Finnst engum sérkennilegt að jólaskraut og jólaljós skuli seld með 25-40% afslætti þær sex vikur fyrir jól sem mest eftirspurn er eftir vörunni? Hvernig í ósköpunum getur verslunin hagnast ef öll salan á þessari árstíðabundnu vöru er með dúndrandi afslætti á aðal- og í raun eina sölutímanum? Staðreyndin er sú að verslanirnar eru ekki að gefa raunverulegan afslátt. Það er full álagning á jólavörunum. Verslanirnar eru einfaldlega að blekkja neytendur. Aðferðin er þessi: rúmum tveimur mánuðum fyrir jól taka þær fram jóladótið, verðmerkja það upp í topp og birta auglýsingu með „fyrra“ verði. Í auglýsingu einnar stórverslunarinnar stóð „65 dagar til jóla“ sem undirstrikar auðvitað fáránleikann. 65 dögum fyrir jól er enginn byrjaður að kaupa jólaskrautið. En nákvæmlega sex vikum fyrir jól byrja svo afsláttarauglýsingarnar að birtast. Tilgangurinn er auðvitað að fá viðskiptavini til að kaupa á þeim forsendum að verð hafi lækkað, að þeir séu að gera kjarakaup. Raunveruleikinn er allt annar.Spilað á sex vikna tímarammann Hvers vegna sex vikum fyrir jól? Jú, sex vikur er hámark þess tíma sem bjóða má afslátt áður en afsláttarverðið telst vera venjulegt verð vörunnar og má því ekki auglýsa lengur sem afsláttarverð. Þessi löglegi blekkingarleikur er meðal annars stundaður með árstíðabundnar vörur. Viðarvörn og grillvörur eru á háu verði yfir veturinn þegar enginn er að kaupa. En um leið og pallaeigendur og grillarar landsins fara á stjá á vorin spretta upp afsláttarauglýsingar. Ein grillbúðin lét sex vikur reyndar ekki nægja, heldur auglýsti afsláttarverð á grillvörum nánast allt síðasta sumar, og bauð síðan sömu vörur á haustútsölu á sama verði og hafði verið allt afsláttartímabilið. Neytendastofa greip í taumana, en aðeins eftir ábendingu og sektaði verslunina um 500 þúsund krónur fyrir blekkingarnar. Lengst af hefur venjan verið sú að selja vöru með afslætti eða á tilboði til að losna við birgðir, eða í lok sölutíma eða til að koma sölu af stað löngu áður en sölutímabilið hefst. Afsláttur hefur hefðbundið ekki verið í boði þegar eftirspurnin er sem mest. Núna er búið að snúa þessu á hvolf til að villa um fyrir neytendum. Sjálfsagt löglegt, en pottþétt siðlaust.Fleiri blekkingaraðferðir Enginn skortur er svo sem á ólöglegum aðferðum verslana við að blekkja neytendur. Algengast er að auglýsa nýja vöru með veglegum afslætti eða á tilboði. Sama dag og varan fer í sölu er hún merkt með „fyrra“ verði og afsláttarverði. En auðvitað er ekkert til sem heitir fyrra verð á vöru sem hefur aldrei verið seld á því verði. Hver kannast ekki við auglýsingar eins og „nýjar vörur, 25% afsláttur“. Meint afsláttarverð er því í raun fullt verð dulbúið til að villa um fyrir fólki. Lítið stoðar fyrir fólk að treysta á aðhald Neytendastofu. Hún lætur þessar blekkingar að mestu óátaldar. Reyndar er Neytendastofa svo fjársvelt og vanmáttug að hún hefur sjaldnast frumkvæði að eftirliti með markaðsaðgerðum. Fyrir vikið ræður frumskógarlögmálið gagnvart neytendum og verslanir spila miskunnarlaust á trúgirni þeirra eða sofandahátt. Þjóðfélagið fór á annan endann vegna upplýsinga um blekkingar eggjaframleiðanda. Útsölublekkingarnar eru af sama meiði. Látið er skína í að neytendur séu að fá eitthvað á betri kjörum en ella, þegar svo er í raun ekki. Og því miður ganga neytendur í gildruna, aftur og aftur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Tengdar fréttir Að skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. 3. desember 2016 07:00 Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Finnst engum sérkennilegt að jólaskraut og jólaljós skuli seld með 25-40% afslætti þær sex vikur fyrir jól sem mest eftirspurn er eftir vörunni? Hvernig í ósköpunum getur verslunin hagnast ef öll salan á þessari árstíðabundnu vöru er með dúndrandi afslætti á aðal- og í raun eina sölutímanum? Staðreyndin er sú að verslanirnar eru ekki að gefa raunverulegan afslátt. Það er full álagning á jólavörunum. Verslanirnar eru einfaldlega að blekkja neytendur. Aðferðin er þessi: rúmum tveimur mánuðum fyrir jól taka þær fram jóladótið, verðmerkja það upp í topp og birta auglýsingu með „fyrra“ verði. Í auglýsingu einnar stórverslunarinnar stóð „65 dagar til jóla“ sem undirstrikar auðvitað fáránleikann. 65 dögum fyrir jól er enginn byrjaður að kaupa jólaskrautið. En nákvæmlega sex vikum fyrir jól byrja svo afsláttarauglýsingarnar að birtast. Tilgangurinn er auðvitað að fá viðskiptavini til að kaupa á þeim forsendum að verð hafi lækkað, að þeir séu að gera kjarakaup. Raunveruleikinn er allt annar.Spilað á sex vikna tímarammann Hvers vegna sex vikum fyrir jól? Jú, sex vikur er hámark þess tíma sem bjóða má afslátt áður en afsláttarverðið telst vera venjulegt verð vörunnar og má því ekki auglýsa lengur sem afsláttarverð. Þessi löglegi blekkingarleikur er meðal annars stundaður með árstíðabundnar vörur. Viðarvörn og grillvörur eru á háu verði yfir veturinn þegar enginn er að kaupa. En um leið og pallaeigendur og grillarar landsins fara á stjá á vorin spretta upp afsláttarauglýsingar. Ein grillbúðin lét sex vikur reyndar ekki nægja, heldur auglýsti afsláttarverð á grillvörum nánast allt síðasta sumar, og bauð síðan sömu vörur á haustútsölu á sama verði og hafði verið allt afsláttartímabilið. Neytendastofa greip í taumana, en aðeins eftir ábendingu og sektaði verslunina um 500 þúsund krónur fyrir blekkingarnar. Lengst af hefur venjan verið sú að selja vöru með afslætti eða á tilboði til að losna við birgðir, eða í lok sölutíma eða til að koma sölu af stað löngu áður en sölutímabilið hefst. Afsláttur hefur hefðbundið ekki verið í boði þegar eftirspurnin er sem mest. Núna er búið að snúa þessu á hvolf til að villa um fyrir neytendum. Sjálfsagt löglegt, en pottþétt siðlaust.Fleiri blekkingaraðferðir Enginn skortur er svo sem á ólöglegum aðferðum verslana við að blekkja neytendur. Algengast er að auglýsa nýja vöru með veglegum afslætti eða á tilboði. Sama dag og varan fer í sölu er hún merkt með „fyrra“ verði og afsláttarverði. En auðvitað er ekkert til sem heitir fyrra verð á vöru sem hefur aldrei verið seld á því verði. Hver kannast ekki við auglýsingar eins og „nýjar vörur, 25% afsláttur“. Meint afsláttarverð er því í raun fullt verð dulbúið til að villa um fyrir fólki. Lítið stoðar fyrir fólk að treysta á aðhald Neytendastofu. Hún lætur þessar blekkingar að mestu óátaldar. Reyndar er Neytendastofa svo fjársvelt og vanmáttug að hún hefur sjaldnast frumkvæði að eftirliti með markaðsaðgerðum. Fyrir vikið ræður frumskógarlögmálið gagnvart neytendum og verslanir spila miskunnarlaust á trúgirni þeirra eða sofandahátt. Þjóðfélagið fór á annan endann vegna upplýsinga um blekkingar eggjaframleiðanda. Útsölublekkingarnar eru af sama meiði. Látið er skína í að neytendur séu að fá eitthvað á betri kjörum en ella, þegar svo er í raun ekki. Og því miður ganga neytendur í gildruna, aftur og aftur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. 3. desember 2016 07:00
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun