Hvað býr að baki auglýsingu um að 65 dagar séu til jóla? Baldur Björnsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Finnst engum sérkennilegt að jólaskraut og jólaljós skuli seld með 25-40% afslætti þær sex vikur fyrir jól sem mest eftirspurn er eftir vörunni? Hvernig í ósköpunum getur verslunin hagnast ef öll salan á þessari árstíðabundnu vöru er með dúndrandi afslætti á aðal- og í raun eina sölutímanum? Staðreyndin er sú að verslanirnar eru ekki að gefa raunverulegan afslátt. Það er full álagning á jólavörunum. Verslanirnar eru einfaldlega að blekkja neytendur. Aðferðin er þessi: rúmum tveimur mánuðum fyrir jól taka þær fram jóladótið, verðmerkja það upp í topp og birta auglýsingu með „fyrra“ verði. Í auglýsingu einnar stórverslunarinnar stóð „65 dagar til jóla“ sem undirstrikar auðvitað fáránleikann. 65 dögum fyrir jól er enginn byrjaður að kaupa jólaskrautið. En nákvæmlega sex vikum fyrir jól byrja svo afsláttarauglýsingarnar að birtast. Tilgangurinn er auðvitað að fá viðskiptavini til að kaupa á þeim forsendum að verð hafi lækkað, að þeir séu að gera kjarakaup. Raunveruleikinn er allt annar.Spilað á sex vikna tímarammann Hvers vegna sex vikum fyrir jól? Jú, sex vikur er hámark þess tíma sem bjóða má afslátt áður en afsláttarverðið telst vera venjulegt verð vörunnar og má því ekki auglýsa lengur sem afsláttarverð. Þessi löglegi blekkingarleikur er meðal annars stundaður með árstíðabundnar vörur. Viðarvörn og grillvörur eru á háu verði yfir veturinn þegar enginn er að kaupa. En um leið og pallaeigendur og grillarar landsins fara á stjá á vorin spretta upp afsláttarauglýsingar. Ein grillbúðin lét sex vikur reyndar ekki nægja, heldur auglýsti afsláttarverð á grillvörum nánast allt síðasta sumar, og bauð síðan sömu vörur á haustútsölu á sama verði og hafði verið allt afsláttartímabilið. Neytendastofa greip í taumana, en aðeins eftir ábendingu og sektaði verslunina um 500 þúsund krónur fyrir blekkingarnar. Lengst af hefur venjan verið sú að selja vöru með afslætti eða á tilboði til að losna við birgðir, eða í lok sölutíma eða til að koma sölu af stað löngu áður en sölutímabilið hefst. Afsláttur hefur hefðbundið ekki verið í boði þegar eftirspurnin er sem mest. Núna er búið að snúa þessu á hvolf til að villa um fyrir neytendum. Sjálfsagt löglegt, en pottþétt siðlaust.Fleiri blekkingaraðferðir Enginn skortur er svo sem á ólöglegum aðferðum verslana við að blekkja neytendur. Algengast er að auglýsa nýja vöru með veglegum afslætti eða á tilboði. Sama dag og varan fer í sölu er hún merkt með „fyrra“ verði og afsláttarverði. En auðvitað er ekkert til sem heitir fyrra verð á vöru sem hefur aldrei verið seld á því verði. Hver kannast ekki við auglýsingar eins og „nýjar vörur, 25% afsláttur“. Meint afsláttarverð er því í raun fullt verð dulbúið til að villa um fyrir fólki. Lítið stoðar fyrir fólk að treysta á aðhald Neytendastofu. Hún lætur þessar blekkingar að mestu óátaldar. Reyndar er Neytendastofa svo fjársvelt og vanmáttug að hún hefur sjaldnast frumkvæði að eftirliti með markaðsaðgerðum. Fyrir vikið ræður frumskógarlögmálið gagnvart neytendum og verslanir spila miskunnarlaust á trúgirni þeirra eða sofandahátt. Þjóðfélagið fór á annan endann vegna upplýsinga um blekkingar eggjaframleiðanda. Útsölublekkingarnar eru af sama meiði. Látið er skína í að neytendur séu að fá eitthvað á betri kjörum en ella, þegar svo er í raun ekki. Og því miður ganga neytendur í gildruna, aftur og aftur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Tengdar fréttir Að skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. 3. desember 2016 07:00 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Finnst engum sérkennilegt að jólaskraut og jólaljós skuli seld með 25-40% afslætti þær sex vikur fyrir jól sem mest eftirspurn er eftir vörunni? Hvernig í ósköpunum getur verslunin hagnast ef öll salan á þessari árstíðabundnu vöru er með dúndrandi afslætti á aðal- og í raun eina sölutímanum? Staðreyndin er sú að verslanirnar eru ekki að gefa raunverulegan afslátt. Það er full álagning á jólavörunum. Verslanirnar eru einfaldlega að blekkja neytendur. Aðferðin er þessi: rúmum tveimur mánuðum fyrir jól taka þær fram jóladótið, verðmerkja það upp í topp og birta auglýsingu með „fyrra“ verði. Í auglýsingu einnar stórverslunarinnar stóð „65 dagar til jóla“ sem undirstrikar auðvitað fáránleikann. 65 dögum fyrir jól er enginn byrjaður að kaupa jólaskrautið. En nákvæmlega sex vikum fyrir jól byrja svo afsláttarauglýsingarnar að birtast. Tilgangurinn er auðvitað að fá viðskiptavini til að kaupa á þeim forsendum að verð hafi lækkað, að þeir séu að gera kjarakaup. Raunveruleikinn er allt annar.Spilað á sex vikna tímarammann Hvers vegna sex vikum fyrir jól? Jú, sex vikur er hámark þess tíma sem bjóða má afslátt áður en afsláttarverðið telst vera venjulegt verð vörunnar og má því ekki auglýsa lengur sem afsláttarverð. Þessi löglegi blekkingarleikur er meðal annars stundaður með árstíðabundnar vörur. Viðarvörn og grillvörur eru á háu verði yfir veturinn þegar enginn er að kaupa. En um leið og pallaeigendur og grillarar landsins fara á stjá á vorin spretta upp afsláttarauglýsingar. Ein grillbúðin lét sex vikur reyndar ekki nægja, heldur auglýsti afsláttarverð á grillvörum nánast allt síðasta sumar, og bauð síðan sömu vörur á haustútsölu á sama verði og hafði verið allt afsláttartímabilið. Neytendastofa greip í taumana, en aðeins eftir ábendingu og sektaði verslunina um 500 þúsund krónur fyrir blekkingarnar. Lengst af hefur venjan verið sú að selja vöru með afslætti eða á tilboði til að losna við birgðir, eða í lok sölutíma eða til að koma sölu af stað löngu áður en sölutímabilið hefst. Afsláttur hefur hefðbundið ekki verið í boði þegar eftirspurnin er sem mest. Núna er búið að snúa þessu á hvolf til að villa um fyrir neytendum. Sjálfsagt löglegt, en pottþétt siðlaust.Fleiri blekkingaraðferðir Enginn skortur er svo sem á ólöglegum aðferðum verslana við að blekkja neytendur. Algengast er að auglýsa nýja vöru með veglegum afslætti eða á tilboði. Sama dag og varan fer í sölu er hún merkt með „fyrra“ verði og afsláttarverði. En auðvitað er ekkert til sem heitir fyrra verð á vöru sem hefur aldrei verið seld á því verði. Hver kannast ekki við auglýsingar eins og „nýjar vörur, 25% afsláttur“. Meint afsláttarverð er því í raun fullt verð dulbúið til að villa um fyrir fólki. Lítið stoðar fyrir fólk að treysta á aðhald Neytendastofu. Hún lætur þessar blekkingar að mestu óátaldar. Reyndar er Neytendastofa svo fjársvelt og vanmáttug að hún hefur sjaldnast frumkvæði að eftirliti með markaðsaðgerðum. Fyrir vikið ræður frumskógarlögmálið gagnvart neytendum og verslanir spila miskunnarlaust á trúgirni þeirra eða sofandahátt. Þjóðfélagið fór á annan endann vegna upplýsinga um blekkingar eggjaframleiðanda. Útsölublekkingarnar eru af sama meiði. Látið er skína í að neytendur séu að fá eitthvað á betri kjörum en ella, þegar svo er í raun ekki. Og því miður ganga neytendur í gildruna, aftur og aftur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. 3. desember 2016 07:00
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun