Staffan Olsson: Lars er fyrirmyndin mín Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2016 13:15 vísir/getty/vilhelm stokstad Staffan Olsson verður í nýju hlutverki á HM í handbolta sem fer fram í Frakklandi í næsta mánuði. Olsson hætti sem þjálfari sænska landsliðsins eftir Ólympíuleikana í Ríó þar sem Svíar ollu miklum vonbrigðum og komust ekki upp úr sínum riðli. Við starfi hans og Ola Lindgren, sem þjálfaði sænska liðið í samvinnu við Olsson, tók Kristján Andrésson sem er á leið á sitt fyrsta stórmót með Svía. Í stað þess að vera á hliðarlínunni verður Olsson sérfræðingur í sjónvarpi ásamt Ljubomir Vranjes, fyrrverandi landsliðsmanni og núverandi þjálfara Flensburg. Í samtali við Aftonbladet segir Olsson að það verði ekki erfitt fyrir hann að fara í hlutverk sérfræðingsins og fjalla með gagnrýnum hætti um leikmenn sem hann þjálfaði í mörg ár. „Í fyrstu var ég efins en þú verður að vera tilbúinn að prófa nýja hluti. Ég er ekki feiminn að stökkva út í djúpu laugina,“ sagði Olsson. „Ég get séð hlutina út frá tveimur hliðum. Ég segi frá því sem ég sé og gæti verið gagnrýninn á köflum. Það er ekki vandamál að mínu mati. Ég hef áður gagnrýnt þessa leikmenn á bak við tjöldin.“ Olsson segir að fyrirmyndin hans í þessum efnum sé Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Hann er hann sjálfur og er ekkert að flækja hlutina að óþörfu. Hann drullar ekki yfir fólk hægri vinstri heldur getur hann verið jákvæður, jafnvel þegar hann er gagnrýninn. Hann er rólegur og yfirvegaður þegar hann tjáir sig.“ sagði Olsson um Lagerbäck. Svíar eru í riðli með Katar, Danmörku, Egyptalandi, Bahrein og Argentínu á HM í Frakklandi sem hefst 11. janúar næstkomandi. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira
Staffan Olsson verður í nýju hlutverki á HM í handbolta sem fer fram í Frakklandi í næsta mánuði. Olsson hætti sem þjálfari sænska landsliðsins eftir Ólympíuleikana í Ríó þar sem Svíar ollu miklum vonbrigðum og komust ekki upp úr sínum riðli. Við starfi hans og Ola Lindgren, sem þjálfaði sænska liðið í samvinnu við Olsson, tók Kristján Andrésson sem er á leið á sitt fyrsta stórmót með Svía. Í stað þess að vera á hliðarlínunni verður Olsson sérfræðingur í sjónvarpi ásamt Ljubomir Vranjes, fyrrverandi landsliðsmanni og núverandi þjálfara Flensburg. Í samtali við Aftonbladet segir Olsson að það verði ekki erfitt fyrir hann að fara í hlutverk sérfræðingsins og fjalla með gagnrýnum hætti um leikmenn sem hann þjálfaði í mörg ár. „Í fyrstu var ég efins en þú verður að vera tilbúinn að prófa nýja hluti. Ég er ekki feiminn að stökkva út í djúpu laugina,“ sagði Olsson. „Ég get séð hlutina út frá tveimur hliðum. Ég segi frá því sem ég sé og gæti verið gagnrýninn á köflum. Það er ekki vandamál að mínu mati. Ég hef áður gagnrýnt þessa leikmenn á bak við tjöldin.“ Olsson segir að fyrirmyndin hans í þessum efnum sé Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Hann er hann sjálfur og er ekkert að flækja hlutina að óþörfu. Hann drullar ekki yfir fólk hægri vinstri heldur getur hann verið jákvæður, jafnvel þegar hann er gagnrýninn. Hann er rólegur og yfirvegaður þegar hann tjáir sig.“ sagði Olsson um Lagerbäck. Svíar eru í riðli með Katar, Danmörku, Egyptalandi, Bahrein og Argentínu á HM í Frakklandi sem hefst 11. janúar næstkomandi.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira