Gríðarlegt álag á björgunarsveitarmönnum fyrir austan fjall Ásgeir Erlendsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. desember 2016 14:27 Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi stóðu í ströngu langt fram á nótt vegna slæms veðurs. Formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir gríðarlegt álag vera á björgunarsveitum og mikið af óþarfa útköllum. Veðurstofan hefur varað við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Slæm færð og vont veður hefur verið víða um land undanfarinn sólahring og björgunarsveitarmenn á suðurlandi höfðu í nægu að snúast. Þeir aðstoðuðu tugi ökumanna og voru að til tvö í nótt. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir að mikið álag sé búið að vera á sveitinni nú um helgina. „Þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur, það voru svona erfiðustu ferðirnar seint í gærkvöldi og fram á nótt. Það var orðin stórhríð og mikið rok,“ segir Orri. Hálka eða snjóþekja er víða á vegum á Suðurlandi og þungfært eða þæfingur er á nokkrum vegum í uppsveitum og útvegum. Orri segir mikið um illa útbúna bíla og töluvert sé búið að vera af óþarfa útköllum. „Við fórum til dæmis á Sólheimasand í gærkvöldi að sækja ferðamenn sem voru að labba niður að flugvélinni en það amaði ekkert að þeim. Þetta var hálfgerður leigubílaakstur en það þurfti að senda 10 menn og þrjá bíla þannig að það er fullt af óþarfa útköllum sem væri gott að vera laus við.“Og hvað finnst ykkur um útköll sem þessi? „Þetta er náttúrulega mjög vont að fá svona þar sem við erum að nota mannskap sem þyrfti að nota í annað og hefði getað sleppt því. Mikið af þessu ferðafólki hefur aldrei séð snjó eða svoleiðis þannig að það veit náttúrulega ekki hvað það er að fara út í og fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Veðurstofan sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Búast megi við talsverðri rigningu og asahláku en spáð er 5 til 12 stiga hita síðdegis. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. „Sem betur fer er aðeins farið að bleyta í þannig að það verður ekki mikill skafrenningur eða svoleiðis en það er mikil hálka á vegum þannig maður býst við hinu versta.“ Á Vesturlandi er snjóþekja eða hálka og eitthvað um éljagang. Hálka og skafrenningur í Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á láglendi en þæfingsfærð á fjallvegum og í Ísafjarðardjúpi og verið að hreinsa. Á Norðurlandi og Austurlandi er snjóþekja eða hálka. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi. Hálka eða hálkublettir er með suðausturströndinni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þriggja bíla árekstur í brekkunni niður að Vík Mikil hálka er nú á vegum á Suðurlandi. 26. desember 2016 12:34 Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Margir þessara ökumanna erlendir ferðamenn sem hafa aldrei séð snjó 25. desember 2016 18:45 Fjörutíu bílar fastir á Reynisfjalli Veginum verið lokað. 25. desember 2016 12:02 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi stóðu í ströngu langt fram á nótt vegna slæms veðurs. Formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir gríðarlegt álag vera á björgunarsveitum og mikið af óþarfa útköllum. Veðurstofan hefur varað við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Slæm færð og vont veður hefur verið víða um land undanfarinn sólahring og björgunarsveitarmenn á suðurlandi höfðu í nægu að snúast. Þeir aðstoðuðu tugi ökumanna og voru að til tvö í nótt. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir að mikið álag sé búið að vera á sveitinni nú um helgina. „Þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur, það voru svona erfiðustu ferðirnar seint í gærkvöldi og fram á nótt. Það var orðin stórhríð og mikið rok,“ segir Orri. Hálka eða snjóþekja er víða á vegum á Suðurlandi og þungfært eða þæfingur er á nokkrum vegum í uppsveitum og útvegum. Orri segir mikið um illa útbúna bíla og töluvert sé búið að vera af óþarfa útköllum. „Við fórum til dæmis á Sólheimasand í gærkvöldi að sækja ferðamenn sem voru að labba niður að flugvélinni en það amaði ekkert að þeim. Þetta var hálfgerður leigubílaakstur en það þurfti að senda 10 menn og þrjá bíla þannig að það er fullt af óþarfa útköllum sem væri gott að vera laus við.“Og hvað finnst ykkur um útköll sem þessi? „Þetta er náttúrulega mjög vont að fá svona þar sem við erum að nota mannskap sem þyrfti að nota í annað og hefði getað sleppt því. Mikið af þessu ferðafólki hefur aldrei séð snjó eða svoleiðis þannig að það veit náttúrulega ekki hvað það er að fara út í og fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Veðurstofan sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Búast megi við talsverðri rigningu og asahláku en spáð er 5 til 12 stiga hita síðdegis. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. „Sem betur fer er aðeins farið að bleyta í þannig að það verður ekki mikill skafrenningur eða svoleiðis en það er mikil hálka á vegum þannig maður býst við hinu versta.“ Á Vesturlandi er snjóþekja eða hálka og eitthvað um éljagang. Hálka og skafrenningur í Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á láglendi en þæfingsfærð á fjallvegum og í Ísafjarðardjúpi og verið að hreinsa. Á Norðurlandi og Austurlandi er snjóþekja eða hálka. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi. Hálka eða hálkublettir er með suðausturströndinni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þriggja bíla árekstur í brekkunni niður að Vík Mikil hálka er nú á vegum á Suðurlandi. 26. desember 2016 12:34 Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Margir þessara ökumanna erlendir ferðamenn sem hafa aldrei séð snjó 25. desember 2016 18:45 Fjörutíu bílar fastir á Reynisfjalli Veginum verið lokað. 25. desember 2016 12:02 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Þriggja bíla árekstur í brekkunni niður að Vík Mikil hálka er nú á vegum á Suðurlandi. 26. desember 2016 12:34
Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Margir þessara ökumanna erlendir ferðamenn sem hafa aldrei séð snjó 25. desember 2016 18:45