Stærsta jólaveisla Hjálpræðishersins hingað til Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. desember 2016 13:00 Gert er ráð fyrir að yfir þrjú hundruð manns komi á árlegan jólafögnuð Hjálpræðishersins í Ráðhúsi Reykjavíkur sídegis í dag, en það verður stærsta jólaveisla sem Hjálpræðisherinn hefur haldið hingað til. Jólaveislan fer fram í tjarnarsal Ráðhússins annað árið í röð. Hátíðarhöldin hefjast klukkan fjögur með jólatrésskemmtun og klukkan sex er boðið upp á jólamat. Að lokum verða allir leystir út með gjöfum. „Þetta eru hælisleitendur, heimilislausir, einmana fólk og ferðamenn. Bara allur skalinn. Mér finnst þetta yndislegt. Það er mikið af fólki allstaðar frá. Fólk er fólk, það skiptir ekki máli hvaðan það er,“ segir Sigurður Ingimarsson flokksleiðtogi í Hjálpræðishernum. Von á metfjölda barna Upphaflega var búist við um tvö hundruð manns í matinn en í gær bættist óvænt við sjötíu manna hópur, þar af þrjátíu börn. Metfjöldi barna sækir jólaveislu Hjálpræðishersins í ár, þau yngstu aðeins nokkurra mánaða gömul. „Það bættist við alveg hellingur af fólki. Það verður hellingur af fólki, alveg þrjú hundruð manns, alveg pottþétt. Plús kannski einhverjir ferðamenn sem komast ekki á veitingastaði og slíkt. Við erum að búast við öllu,“ segir Sigurður. Ásamt gestum verður stór hópur sjálfboðaliða á staðnum. Sigurður segir það alltaf koma sér á óvart hve margir vilji hjálpa. „Ég er bara hissa í hvert skipti, hvert ár, það bætist alltaf í. Núna eru komnir yfir sjötíu sjálfboðaliðar. Ég er bara eins og lítið barn núna, að upplifa jólin svona. Þetta eru jólin fyrir mér.“ Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Gert er ráð fyrir að yfir þrjú hundruð manns komi á árlegan jólafögnuð Hjálpræðishersins í Ráðhúsi Reykjavíkur sídegis í dag, en það verður stærsta jólaveisla sem Hjálpræðisherinn hefur haldið hingað til. Jólaveislan fer fram í tjarnarsal Ráðhússins annað árið í röð. Hátíðarhöldin hefjast klukkan fjögur með jólatrésskemmtun og klukkan sex er boðið upp á jólamat. Að lokum verða allir leystir út með gjöfum. „Þetta eru hælisleitendur, heimilislausir, einmana fólk og ferðamenn. Bara allur skalinn. Mér finnst þetta yndislegt. Það er mikið af fólki allstaðar frá. Fólk er fólk, það skiptir ekki máli hvaðan það er,“ segir Sigurður Ingimarsson flokksleiðtogi í Hjálpræðishernum. Von á metfjölda barna Upphaflega var búist við um tvö hundruð manns í matinn en í gær bættist óvænt við sjötíu manna hópur, þar af þrjátíu börn. Metfjöldi barna sækir jólaveislu Hjálpræðishersins í ár, þau yngstu aðeins nokkurra mánaða gömul. „Það bættist við alveg hellingur af fólki. Það verður hellingur af fólki, alveg þrjú hundruð manns, alveg pottþétt. Plús kannski einhverjir ferðamenn sem komast ekki á veitingastaði og slíkt. Við erum að búast við öllu,“ segir Sigurður. Ásamt gestum verður stór hópur sjálfboðaliða á staðnum. Sigurður segir það alltaf koma sér á óvart hve margir vilji hjálpa. „Ég er bara hissa í hvert skipti, hvert ár, það bætist alltaf í. Núna eru komnir yfir sjötíu sjálfboðaliðar. Ég er bara eins og lítið barn núna, að upplifa jólin svona. Þetta eru jólin fyrir mér.“
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira