Hvar er hugur þinn? Bjarni Gíslason skrifar 20. desember 2016 07:00 Ég er einn af þeim sem geta verið pínulítið utan við sig á stundum. Stundum segir konan mín við mig: „Bjarni ertu hérna? Halló!“ Þá er hugur minn einhvers staðar allt annars staðar og hún nær ekki sambandi þó að ég hafi jafnvel hummað við einhverju og þóst vera á staðnum. Við erum mörg sem þurfum að vera duglegri við að vera þar sem við erum með fulla einbeitingu á stund og stað og þeim manneskjum sem maður er með þar og þá.Saman í friði og sátt En þrátt fyrir að þetta sé satt ætla ég samt að færa rök fyrir því að stundum megi maður vera með hugann annars staðar. Ekki síst núna þegar jólin eru að koma og við ætlum öll að njóta þess að vera til, vera saman í friði og sátt. Þá er hollt að vera með hugann líka annars staðar, til dæmis hjá þeim sem lifa ekki við frið og sátt, velsæld og velmegun eins og við flest.Að leggja fram sinn skerf Flóttamenn frá Sýrlandi í flóttamannabúðum í Jórdaníu eða flóttamenn frá Suður-Súdan í Úganda eða fólkið í Jijiga-héraði í Eþíópíu þar sem úrkoma er af skornum skammti og vatn sömuleiðis. Það má vera annars hugar og vera með hugann hjá þeim OG leggja fram sinn skerf til þess að þau hafi það betra.Hagur náungans Oft er það ákveðin sjálflægni sem gerir það að verkum að maður er annars hugar, upptekinn við eigin hag. Það er allavega skárra að vera annars hugar af því að maður er að hugsa um hag náungans. Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er í fullum gangi. Vertu annars hugar og taktu þátt. Þá getur þú svarað: „Já, elskan, ég er hér, ég var bara að hugsa um náunga minn, en nú ætla ég að horfa í augun á þér öll jólin.“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ég er einn af þeim sem geta verið pínulítið utan við sig á stundum. Stundum segir konan mín við mig: „Bjarni ertu hérna? Halló!“ Þá er hugur minn einhvers staðar allt annars staðar og hún nær ekki sambandi þó að ég hafi jafnvel hummað við einhverju og þóst vera á staðnum. Við erum mörg sem þurfum að vera duglegri við að vera þar sem við erum með fulla einbeitingu á stund og stað og þeim manneskjum sem maður er með þar og þá.Saman í friði og sátt En þrátt fyrir að þetta sé satt ætla ég samt að færa rök fyrir því að stundum megi maður vera með hugann annars staðar. Ekki síst núna þegar jólin eru að koma og við ætlum öll að njóta þess að vera til, vera saman í friði og sátt. Þá er hollt að vera með hugann líka annars staðar, til dæmis hjá þeim sem lifa ekki við frið og sátt, velsæld og velmegun eins og við flest.Að leggja fram sinn skerf Flóttamenn frá Sýrlandi í flóttamannabúðum í Jórdaníu eða flóttamenn frá Suður-Súdan í Úganda eða fólkið í Jijiga-héraði í Eþíópíu þar sem úrkoma er af skornum skammti og vatn sömuleiðis. Það má vera annars hugar og vera með hugann hjá þeim OG leggja fram sinn skerf til þess að þau hafi það betra.Hagur náungans Oft er það ákveðin sjálflægni sem gerir það að verkum að maður er annars hugar, upptekinn við eigin hag. Það er allavega skárra að vera annars hugar af því að maður er að hugsa um hag náungans. Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er í fullum gangi. Vertu annars hugar og taktu þátt. Þá getur þú svarað: „Já, elskan, ég er hér, ég var bara að hugsa um náunga minn, en nú ætla ég að horfa í augun á þér öll jólin.“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar