Aldrei fleiri ferðamenn komið til Íslands: Spyr hvort fjölgunin sé heppileg vegna álags á náttúruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2017 12:03 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er framkvæmdastjóri Landverndar. vísir Tæplega 1,8 milljónir erlendra ferðamanna komu um Leifsstöð á nýliðnu ári eða rúmlega 40 prósent fleiri en árið 2015. Þetta sýna nýjar tölur Ferðamálastofu en fjölgunin er langt umfram spár. Framkvæmdastjóri Landverndar hefur áhyggjur af þessari miklu fjölgun og spyr sig hvort hún sé heppileg til lengri tíma litið. Gera má ráð fyrir því að tölurnar nái til meira en 98 prósent ferðamanna sem hingað komu í fyrra en ekki eru taldir með þeir sem komu um aðra flugvelli en Leifsstöð og farþegar Norrænu. Þá eru farþegar skemmtiferðaskipa skilgreindir sem dagsferðamenn og eru því ekki inni í tölunum. Hins vegar ná talningar Ferðamálastofu yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð svo inni í tölunum eru erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hérlendis.Telur að heildarsýn skorti hjá stjórnvöldum þegar kemur að aðgangsstýringu Mikið hefur verið rætt um aðgangstakmarkanir að náttúruperlum landsins vegna þessa mikla fjölda ferðamanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir samtökin hafa vaxandi áhyggjur af fjölgun ferðamanna vegna aukins álags á náttúruna. Þá skorti heildarsýn hjá stjórnvöldum þegar kemur að aðgangsstýringu. „Það er reyndar margt gott sem kemur fram í stefnumótun hins opinbera í hinum svokallaða Vegvísi en að framfylgja því þykir okkur ganga og gerast alltof hægt. Við vitum að það er of mikið álag nú þegar á ýmsar náttúruperlur, það vantar fjármagn í að byggja upp innviðina þar til að vernda náttúruna en líka í fagþekkinguna við uppbygginguna. Þannig að allir innviðir, hvort sem það eru pallar eða klósetthús eða hvaða nafni það nefnist að það falli vel að náttúrunni,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Þá telur Landvernd að það eigi alvarlega að skoða það hvort takmarka þurfi aðgang að ákveðnum náttúruperlum þar sem þær tapa stundum eitthvað af sjarma sínum með uppbyggingu innviða. Þetta þurfi að kortleggja og segir Guðmundur að inn á þetta sé komið í Vegvísinum en hann viti ekki til þess að stjórnvöld hafi ráðist í þessa vinnu.Passa þurfi upp á að inniviðir séu ekki ofan í náttúruperlum Aðspurður hvort að Landvernd vilji sjá ákveðnar leiðir farnar varðandi aðgangsstýringu segir Guðmundur: „Það má líta til ýmissa fyrirmynda erlendis varðandi aðgangsstýringuna. Við getum nefnt til dæmis bara á Nýja-Sjálandi eða í Machu Picchu í Perú þar sem er bara ákveðinn fjöldi sem fær að fara inn á hverjum tíma. Þetta þarfnast yfirlegu í heild sinni og hvar þetta ætti að eiga við út frá því hversu viðkvæmar og verðmætar náttúruperlurnar eru.“ Guðmundur segir að ljóst að ekki sé verið að fara að ráðast í aðgangsstýringu á þeim náttúruperlum sem eru við hringveginn, að minnsta kosti ekki að svo komnu máli, heldur á viðkvæmari svæðum, til að mynda uppi á hálendi. „Svo þurfum við líka að huga að því að innviðir ferðaþjónustu, eins og til dæmis gisting, hótel og annað slíkt, að hún verði ekki ofan í náttúruperlum, ef svo má að orði komast, heldur verði í jaðrinum og hafi þannig ekki of mikil áhrif inni á náttúruverndarsvæðunum sjálfum,“ segir Guðmundur. Þá spyr hann hvort að þessi gríðarlega mikla fjölgun ferðamanna hér á landi seinustu ár sé endilega heppileg. „Bæði efnahagslega og hvað varðar álag á náttúruna, og þá erum við sérstaklega að velta fyrir okkur hinu síðarnefnda. Þarf að hægja á þessari fjölgun? Kannski hjálpar það okkur að Keflavíkurflugvöllur á næstu tveimur til þremur árum getur ekki tekið meira við en þetta eru þessi stefnumótandi atriði sem ný ríkisstjórn verður að huga að. Gengur þessi mikla fjölgun upp til lengdar og hvernig á að takast á við hana?“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna Líkja má helstu ferðamannastöðum Íslands við leikhús – ef ferðamenn eiga að njóta sýningarinnar verður að takmarka aðgengi að henni. Þeir sem ekki "fá miða“ verða að koma seinna enda sé uppselt. 6. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Tæplega 1,8 milljónir erlendra ferðamanna komu um Leifsstöð á nýliðnu ári eða rúmlega 40 prósent fleiri en árið 2015. Þetta sýna nýjar tölur Ferðamálastofu en fjölgunin er langt umfram spár. Framkvæmdastjóri Landverndar hefur áhyggjur af þessari miklu fjölgun og spyr sig hvort hún sé heppileg til lengri tíma litið. Gera má ráð fyrir því að tölurnar nái til meira en 98 prósent ferðamanna sem hingað komu í fyrra en ekki eru taldir með þeir sem komu um aðra flugvelli en Leifsstöð og farþegar Norrænu. Þá eru farþegar skemmtiferðaskipa skilgreindir sem dagsferðamenn og eru því ekki inni í tölunum. Hins vegar ná talningar Ferðamálastofu yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð svo inni í tölunum eru erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hérlendis.Telur að heildarsýn skorti hjá stjórnvöldum þegar kemur að aðgangsstýringu Mikið hefur verið rætt um aðgangstakmarkanir að náttúruperlum landsins vegna þessa mikla fjölda ferðamanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir samtökin hafa vaxandi áhyggjur af fjölgun ferðamanna vegna aukins álags á náttúruna. Þá skorti heildarsýn hjá stjórnvöldum þegar kemur að aðgangsstýringu. „Það er reyndar margt gott sem kemur fram í stefnumótun hins opinbera í hinum svokallaða Vegvísi en að framfylgja því þykir okkur ganga og gerast alltof hægt. Við vitum að það er of mikið álag nú þegar á ýmsar náttúruperlur, það vantar fjármagn í að byggja upp innviðina þar til að vernda náttúruna en líka í fagþekkinguna við uppbygginguna. Þannig að allir innviðir, hvort sem það eru pallar eða klósetthús eða hvaða nafni það nefnist að það falli vel að náttúrunni,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Þá telur Landvernd að það eigi alvarlega að skoða það hvort takmarka þurfi aðgang að ákveðnum náttúruperlum þar sem þær tapa stundum eitthvað af sjarma sínum með uppbyggingu innviða. Þetta þurfi að kortleggja og segir Guðmundur að inn á þetta sé komið í Vegvísinum en hann viti ekki til þess að stjórnvöld hafi ráðist í þessa vinnu.Passa þurfi upp á að inniviðir séu ekki ofan í náttúruperlum Aðspurður hvort að Landvernd vilji sjá ákveðnar leiðir farnar varðandi aðgangsstýringu segir Guðmundur: „Það má líta til ýmissa fyrirmynda erlendis varðandi aðgangsstýringuna. Við getum nefnt til dæmis bara á Nýja-Sjálandi eða í Machu Picchu í Perú þar sem er bara ákveðinn fjöldi sem fær að fara inn á hverjum tíma. Þetta þarfnast yfirlegu í heild sinni og hvar þetta ætti að eiga við út frá því hversu viðkvæmar og verðmætar náttúruperlurnar eru.“ Guðmundur segir að ljóst að ekki sé verið að fara að ráðast í aðgangsstýringu á þeim náttúruperlum sem eru við hringveginn, að minnsta kosti ekki að svo komnu máli, heldur á viðkvæmari svæðum, til að mynda uppi á hálendi. „Svo þurfum við líka að huga að því að innviðir ferðaþjónustu, eins og til dæmis gisting, hótel og annað slíkt, að hún verði ekki ofan í náttúruperlum, ef svo má að orði komast, heldur verði í jaðrinum og hafi þannig ekki of mikil áhrif inni á náttúruverndarsvæðunum sjálfum,“ segir Guðmundur. Þá spyr hann hvort að þessi gríðarlega mikla fjölgun ferðamanna hér á landi seinustu ár sé endilega heppileg. „Bæði efnahagslega og hvað varðar álag á náttúruna, og þá erum við sérstaklega að velta fyrir okkur hinu síðarnefnda. Þarf að hægja á þessari fjölgun? Kannski hjálpar það okkur að Keflavíkurflugvöllur á næstu tveimur til þremur árum getur ekki tekið meira við en þetta eru þessi stefnumótandi atriði sem ný ríkisstjórn verður að huga að. Gengur þessi mikla fjölgun upp til lengdar og hvernig á að takast á við hana?“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna Líkja má helstu ferðamannastöðum Íslands við leikhús – ef ferðamenn eiga að njóta sýningarinnar verður að takmarka aðgengi að henni. Þeir sem ekki "fá miða“ verða að koma seinna enda sé uppselt. 6. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna Líkja má helstu ferðamannastöðum Íslands við leikhús – ef ferðamenn eiga að njóta sýningarinnar verður að takmarka aðgengi að henni. Þeir sem ekki "fá miða“ verða að koma seinna enda sé uppselt. 6. janúar 2017 07:00