Hugsun í höftum Þröstur Ólafsson skrifar 18. janúar 2017 07:00 Íslendingar á eftirlaunaaldri eru aldir upp í samfélagi sem þar sem haftahugsun var ríkjandi. Þjóðfélagið var að feta sig út úr einþættu, fátæku og harðneskjulegu bændasamfélagi, þar sem starfsstéttum var markaður bás. Mektugri bændur ásamt embættismönnum höfðu tögl og hagldir, meðan leiguliðar og vinnufólk bjó við áhrifa- og valdaleysi. Þeir síðarnefndu sem ánauðugir í vistabandi. Persónulegt frelsi var framandi og mörgum ógnvekjandi. Þar sem við vorum hluti af danska ríkinu lutum við þeim viðskiptareglum sem þar giltu. Fyrra stríðið og kreppan mikla ýttu undir hugmyndir sem treystu flóknu haftakerfi fyrir velferð þjóðarinnar. Við komum á fót bæði inn- sem og útflutningshöftum. Á framleiðslu og sölu búvara voru sett ströng boð og bönn, þar sem hvers konar samkeppni var úthýst. Þetta fyrirkomulag lifir enn góðu lífi. Viðskipti með gjaldmiðla sem nothæfir voru erlendis voru í ströngum höftum. Verðlagshöft voru innanlands. Atvinnusvæðum innanlands var skipt upp eftir sveita- og bæjarmörkum. Á flestum sviðum samfélagsins ríkti hugsun takmarkana, boða, banna og hafta. Höftin linuð Eftir það umrót sem kom á íslenskt samfélag í seinna stríði og með langvarandi dvöl fjölmenns bandarísks hers var brugðist við efnahagserfiðleikum þess tíma með hertri haftastefnu. Meðan nágrannaþjóðir losuðu haftaskrúfur stríðstímans, tókum við að herða þær. Það var eins og sú hugsun væri nærtækust og okkur eðlislæg. Það var í reynd ekki fyrr en með inngöngunni í EFTA sem fer að örla fyrir opnara hugarfari hvað viðskipti snerti. Þar ruddi brautina Alþýðuflokkur Gylfa Þ. Inngangan átti mjög á brattann að sækja ekki hvað síst – en þó ekki bara – hjá stjórnmálaflokkum, sem í hugmyndavopnabúri sínu litu á lokað hagkerfi sem meginviðmiðun. Þeir töldu og telja enn að lokun sé árangursríkari aðgerð en opnun. Það er svo ekki fyrr en með samningnum um EES sem þjóðin horfir framan í og tekst á við opið fjölþjóðlegt viðskiptaumhverfi sem grundvallast á frjálsri samkeppni á markaði með samræmdar reglur. Mikil andstaða var innanlands við þessa opnun. Hún var talin fela í sér upphaf glötunar fullveldis þjóðarinnar. Landráð lágu í loftinu. Fyrirfram gefnar niðurstöður Samningurinn um EES var fjarri því að vera fullkominn. Þar vantaði bæði skýrari ákvæði um fjármagnsflutninga og alþjóðlega bankastarfsemi; viðskiptasvið sem ekki knúðu dyra hérlendis þá. Stærsti annmarki samningsins var þó sá, að undanþiggja landbúnað og skylda starfsemi. Samtímis við EES-samninginn, var viðræðulota í Doha um lækkun innflutningstolla og linun hafta í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. Það hefði breytt miklu bæði fyrir neytendur og framleiðendur, ef tekið hefði verið skref í þá átt að opna fyrir samkeppni með iðnaðartengda framleiðslu s.s. alifugla og svín. Áframhaldandi innflutningsbann leiddi til stöðnunar í greinunum. Afleiðing þess veldur hærra verði og kallar sífellt á meiri opinbera styrki. Það eru dapurleg örlög íslensks landbúnaðar að lifa á ríkisframfæri. Jón Baldvin hafði gert það að skilyrði til myndunar nýrrar ríkisstjórnar 1991 að EES-samningurinn yrði samþykktur. Sjálfstæðisflokkurinn féllst á það. Jafnframt þvertók flokkurinn fyrir nokkra opnun eða tilslökun, sem máli skipti í landbúnaðarviðræðunum í Doha. Trú flokksins á getu og lífseiglu íslensks landbúnaðar var ekki meiri en svo, að þeir gáfu sér það að óreyndu, að bæði iðnaðartengdur sem og hefðbundinn landbúnaður myndu líða undir lok, ef opnað yrði fyrir samkeppni. Þar skyldu höftin ríkja áfram. Þessi rótgróna trú á græðimögn hafta og fyrirfram gefnar skaðvænar niðurstöður er arfur fortíðar, sem enn er bæði sprelllifandi og mótar pólitíska stefnumótun, svo sem þegar fyrrverandi stjórnarflokkar gefa sér fyrirfram háskalegar lyktir úr samningaviðræðunum við ESB. Ályktunarhæfni í álögum. Hræðslan er slæmur ráðgjafi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Íslendingar á eftirlaunaaldri eru aldir upp í samfélagi sem þar sem haftahugsun var ríkjandi. Þjóðfélagið var að feta sig út úr einþættu, fátæku og harðneskjulegu bændasamfélagi, þar sem starfsstéttum var markaður bás. Mektugri bændur ásamt embættismönnum höfðu tögl og hagldir, meðan leiguliðar og vinnufólk bjó við áhrifa- og valdaleysi. Þeir síðarnefndu sem ánauðugir í vistabandi. Persónulegt frelsi var framandi og mörgum ógnvekjandi. Þar sem við vorum hluti af danska ríkinu lutum við þeim viðskiptareglum sem þar giltu. Fyrra stríðið og kreppan mikla ýttu undir hugmyndir sem treystu flóknu haftakerfi fyrir velferð þjóðarinnar. Við komum á fót bæði inn- sem og útflutningshöftum. Á framleiðslu og sölu búvara voru sett ströng boð og bönn, þar sem hvers konar samkeppni var úthýst. Þetta fyrirkomulag lifir enn góðu lífi. Viðskipti með gjaldmiðla sem nothæfir voru erlendis voru í ströngum höftum. Verðlagshöft voru innanlands. Atvinnusvæðum innanlands var skipt upp eftir sveita- og bæjarmörkum. Á flestum sviðum samfélagsins ríkti hugsun takmarkana, boða, banna og hafta. Höftin linuð Eftir það umrót sem kom á íslenskt samfélag í seinna stríði og með langvarandi dvöl fjölmenns bandarísks hers var brugðist við efnahagserfiðleikum þess tíma með hertri haftastefnu. Meðan nágrannaþjóðir losuðu haftaskrúfur stríðstímans, tókum við að herða þær. Það var eins og sú hugsun væri nærtækust og okkur eðlislæg. Það var í reynd ekki fyrr en með inngöngunni í EFTA sem fer að örla fyrir opnara hugarfari hvað viðskipti snerti. Þar ruddi brautina Alþýðuflokkur Gylfa Þ. Inngangan átti mjög á brattann að sækja ekki hvað síst – en þó ekki bara – hjá stjórnmálaflokkum, sem í hugmyndavopnabúri sínu litu á lokað hagkerfi sem meginviðmiðun. Þeir töldu og telja enn að lokun sé árangursríkari aðgerð en opnun. Það er svo ekki fyrr en með samningnum um EES sem þjóðin horfir framan í og tekst á við opið fjölþjóðlegt viðskiptaumhverfi sem grundvallast á frjálsri samkeppni á markaði með samræmdar reglur. Mikil andstaða var innanlands við þessa opnun. Hún var talin fela í sér upphaf glötunar fullveldis þjóðarinnar. Landráð lágu í loftinu. Fyrirfram gefnar niðurstöður Samningurinn um EES var fjarri því að vera fullkominn. Þar vantaði bæði skýrari ákvæði um fjármagnsflutninga og alþjóðlega bankastarfsemi; viðskiptasvið sem ekki knúðu dyra hérlendis þá. Stærsti annmarki samningsins var þó sá, að undanþiggja landbúnað og skylda starfsemi. Samtímis við EES-samninginn, var viðræðulota í Doha um lækkun innflutningstolla og linun hafta í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. Það hefði breytt miklu bæði fyrir neytendur og framleiðendur, ef tekið hefði verið skref í þá átt að opna fyrir samkeppni með iðnaðartengda framleiðslu s.s. alifugla og svín. Áframhaldandi innflutningsbann leiddi til stöðnunar í greinunum. Afleiðing þess veldur hærra verði og kallar sífellt á meiri opinbera styrki. Það eru dapurleg örlög íslensks landbúnaðar að lifa á ríkisframfæri. Jón Baldvin hafði gert það að skilyrði til myndunar nýrrar ríkisstjórnar 1991 að EES-samningurinn yrði samþykktur. Sjálfstæðisflokkurinn féllst á það. Jafnframt þvertók flokkurinn fyrir nokkra opnun eða tilslökun, sem máli skipti í landbúnaðarviðræðunum í Doha. Trú flokksins á getu og lífseiglu íslensks landbúnaðar var ekki meiri en svo, að þeir gáfu sér það að óreyndu, að bæði iðnaðartengdur sem og hefðbundinn landbúnaður myndu líða undir lok, ef opnað yrði fyrir samkeppni. Þar skyldu höftin ríkja áfram. Þessi rótgróna trú á græðimögn hafta og fyrirfram gefnar skaðvænar niðurstöður er arfur fortíðar, sem enn er bæði sprelllifandi og mótar pólitíska stefnumótun, svo sem þegar fyrrverandi stjórnarflokkar gefa sér fyrirfram háskalegar lyktir úr samningaviðræðunum við ESB. Ályktunarhæfni í álögum. Hræðslan er slæmur ráðgjafi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun