Vonbrigði að verða ekki nýir ráðherrar Snærós Sindradóttir skrifar 12. janúar 2017 07:00 Oddvitar nýrrar ríkisstjórnar tóku höndum saman er ráðherrarnir stigu fram á tröppur Bessastaða. vísir/Anton Brink Nokkurra vonbrigða gætir með nýja ráðherraskipan innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, segist hafa gert miklar athugasemdir við að atvinnuvegaráðuneytið sé komið úr höndum Sjálfstæðisflokksins og til Viðreisnar.Haraldur Benediktsson Haraldur er fyrrverandi formaður Bændasamtakanna og horfði sérstaklega til þess ráðuneytis í aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að kannski hafi, í ljósi þessarar fyrri stöðu hans, verið horft sérstaklega til þess hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að hann hlyti ekki það embætti. Ljóst er að bæði Viðreisn og Björt framtíð stefna að kerfisbreytingum í landbúnaði en Haraldur hefur í fyrri störfum sett fingraför sín á það landbúnaðarkerfi sem nú er við lýði. Haraldur segist þó ekki vilja í bollaleggingar um hvað annað hefði mátt víkja fyrir atvinnumálunum. „Nei, það er alveg tilgangslaust að tala um það núna. Utanríkismál eru ekki þungavigtarmál fyrir landsbyggðarfólk en þau eru mikilvæg fyrir Reykvíkinga,“ segir Haraldur. Hann bendir þó á að utanríkismálin séu orðin léttvægari en áður þótti.Brynjar Níelsson„En þetta er ekki mikið mál. Það vantaði konur og ég átti frumkvæði að því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gæti verið góður kostur. Þetta segir ekkert um að ég hafi yfirgefið dyggan stuðning minn við landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin. Ég hef bara mun frjálsari hendur til að slást í því eftir þetta,“ segir Haraldur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, varð fyrir nokkrum vonbrigðum með að vera ekki skipaður í nýtt dómsmálaráðuneyti. Hann sóttist eftir því í aðdraganda skipunarinnar en Sigríður Á. Andersen, sem situr sæti neðar en hann á lista í kjördæminu, hlaut embættið. „Auðvitað eru það vonbrigði. Það eru vonbrigði hjá mér og fleirum sem vildu fá ráðherraembætti. Ég lýsti því í útvarpi hvaða sjónarmið ég teldi að yrðu höfð til hliðsjónar við þetta en þau urðu ekki ofan á og maður situr bara uppi með það. Það er bara svona.“Páll MagnússonBrynjar segir þó að hann haldi bara áfram þar sem frá var horfið. „Ég fer ekki í fýlu eða í burtu, sko. Það þýðir ekkert. Maður lýsir bara yfir vonbrigðum og svo er það búið.“ Brynjari hefur ekki verið tjáð hvort til standi að hann taki við formennsku í fastanefnd á Alþingi þegar það kemur saman. „Það er ekkert sjálfgefið að ég verði formaður í nefnd. Það kemur bara í ljós síðar.“ Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og nýliði á Alþingi, skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann opinberaði vonbrigði sín og að hann hefði ekki stutt þá ráðherraskipan sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, lagði til á þingflokksfundi á mánudag. „Í fyrsta lagi gengi þessi skipan í veigamiklum atriðum gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum og síðan kosningum í haust. Í öðru lagi fæli hún í sér lítilsvirðingu gagnvart Suðurkjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningunum.“ Páll og Haraldur eru einu oddvitar Sjálfstæðisflokksins sem ekki fengu ráðherraembætti, ef frá er talin Ólöf Nordal sem vegna veikinda baðst undan því að hljóta ráðherraembætti, þar til hún hefur náð fullu starfsþreki. Formaður flokksins sagði á mánudag að Ólöf Nordal kæmi inn í ríkisstjórn um leið og hún hefði þrek til. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Nokkurra vonbrigða gætir með nýja ráðherraskipan innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, segist hafa gert miklar athugasemdir við að atvinnuvegaráðuneytið sé komið úr höndum Sjálfstæðisflokksins og til Viðreisnar.Haraldur Benediktsson Haraldur er fyrrverandi formaður Bændasamtakanna og horfði sérstaklega til þess ráðuneytis í aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að kannski hafi, í ljósi þessarar fyrri stöðu hans, verið horft sérstaklega til þess hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að hann hlyti ekki það embætti. Ljóst er að bæði Viðreisn og Björt framtíð stefna að kerfisbreytingum í landbúnaði en Haraldur hefur í fyrri störfum sett fingraför sín á það landbúnaðarkerfi sem nú er við lýði. Haraldur segist þó ekki vilja í bollaleggingar um hvað annað hefði mátt víkja fyrir atvinnumálunum. „Nei, það er alveg tilgangslaust að tala um það núna. Utanríkismál eru ekki þungavigtarmál fyrir landsbyggðarfólk en þau eru mikilvæg fyrir Reykvíkinga,“ segir Haraldur. Hann bendir þó á að utanríkismálin séu orðin léttvægari en áður þótti.Brynjar Níelsson„En þetta er ekki mikið mál. Það vantaði konur og ég átti frumkvæði að því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gæti verið góður kostur. Þetta segir ekkert um að ég hafi yfirgefið dyggan stuðning minn við landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin. Ég hef bara mun frjálsari hendur til að slást í því eftir þetta,“ segir Haraldur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, varð fyrir nokkrum vonbrigðum með að vera ekki skipaður í nýtt dómsmálaráðuneyti. Hann sóttist eftir því í aðdraganda skipunarinnar en Sigríður Á. Andersen, sem situr sæti neðar en hann á lista í kjördæminu, hlaut embættið. „Auðvitað eru það vonbrigði. Það eru vonbrigði hjá mér og fleirum sem vildu fá ráðherraembætti. Ég lýsti því í útvarpi hvaða sjónarmið ég teldi að yrðu höfð til hliðsjónar við þetta en þau urðu ekki ofan á og maður situr bara uppi með það. Það er bara svona.“Páll MagnússonBrynjar segir þó að hann haldi bara áfram þar sem frá var horfið. „Ég fer ekki í fýlu eða í burtu, sko. Það þýðir ekkert. Maður lýsir bara yfir vonbrigðum og svo er það búið.“ Brynjari hefur ekki verið tjáð hvort til standi að hann taki við formennsku í fastanefnd á Alþingi þegar það kemur saman. „Það er ekkert sjálfgefið að ég verði formaður í nefnd. Það kemur bara í ljós síðar.“ Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og nýliði á Alþingi, skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann opinberaði vonbrigði sín og að hann hefði ekki stutt þá ráðherraskipan sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, lagði til á þingflokksfundi á mánudag. „Í fyrsta lagi gengi þessi skipan í veigamiklum atriðum gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum og síðan kosningum í haust. Í öðru lagi fæli hún í sér lítilsvirðingu gagnvart Suðurkjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningunum.“ Páll og Haraldur eru einu oddvitar Sjálfstæðisflokksins sem ekki fengu ráðherraembætti, ef frá er talin Ólöf Nordal sem vegna veikinda baðst undan því að hljóta ráðherraembætti, þar til hún hefur náð fullu starfsþreki. Formaður flokksins sagði á mánudag að Ólöf Nordal kæmi inn í ríkisstjórn um leið og hún hefði þrek til. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira