Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2017 22:01 Sigríður Á. Andersen er nýr dómsmálaráðherra. vísir/pjetur „Þetta leggst bara mjög vel í mig,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýskipaður dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. Tilkynnt var í kvöld hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en Sigríður er ein sex þingmanna Sjálfstæðismanna sem taka sæti í stjórninni. Aðspurð segist Sigríður alveg eins hafa átt von á því að verða ráðherra en hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir ráðherraembætti. Hún er lögfræðingur að mennt og segist þekkja málaflokkinn ágætlega. Þá er hún ánægð með að innanríkisráðuneytinu skuli skipt upp þannig að nú fari sérstakur ráðherra með dómsmál og löggæslu. Sigríður segir af nógu að taka í ráðuneytinu. „Nú fer að hefjast undirbúningur fyrir millidómsstig sem taka á til starfa á næsta ári en þetta er mikil réttarbót sem við náðum í gegn á síðasta kjörtímabili. Það þarf því að fara að leggja drög að þeim undirbúningi,“ segir Sigríður. Lögreglumenn víða um land hafa gagnrýnt að ekki sé nægu fjármagni veitt til löggæslumála, ekki hvað síst úti á landi þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið hér á landi og verkefnin lögreglunnar aukist í takt við það. Býst Sigríður við að geta bætt í í þessum málaflokki? „Vonandi. Það þarf að svara eftirspurninni með því að auka framboðið þar sem eftirspurnin er. Að minnsta kosti yfir sumartímann virðist sem það þurfi að efla löggæslu úti á landi og jafnvel á hálendinu en það þarf að skoða það með hliðsjón af fjármagni sem er til staðar,“ segir Sigríður og bætir við að það hafi alltaf verið markmið og mikill vilji til þess hjá Sjálfstæðisflokknum að efla löggæsluna og tryggja að hún sé viðunandi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
„Þetta leggst bara mjög vel í mig,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýskipaður dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. Tilkynnt var í kvöld hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en Sigríður er ein sex þingmanna Sjálfstæðismanna sem taka sæti í stjórninni. Aðspurð segist Sigríður alveg eins hafa átt von á því að verða ráðherra en hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir ráðherraembætti. Hún er lögfræðingur að mennt og segist þekkja málaflokkinn ágætlega. Þá er hún ánægð með að innanríkisráðuneytinu skuli skipt upp þannig að nú fari sérstakur ráðherra með dómsmál og löggæslu. Sigríður segir af nógu að taka í ráðuneytinu. „Nú fer að hefjast undirbúningur fyrir millidómsstig sem taka á til starfa á næsta ári en þetta er mikil réttarbót sem við náðum í gegn á síðasta kjörtímabili. Það þarf því að fara að leggja drög að þeim undirbúningi,“ segir Sigríður. Lögreglumenn víða um land hafa gagnrýnt að ekki sé nægu fjármagni veitt til löggæslumála, ekki hvað síst úti á landi þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið hér á landi og verkefnin lögreglunnar aukist í takt við það. Býst Sigríður við að geta bætt í í þessum málaflokki? „Vonandi. Það þarf að svara eftirspurninni með því að auka framboðið þar sem eftirspurnin er. Að minnsta kosti yfir sumartímann virðist sem það þurfi að efla löggæslu úti á landi og jafnvel á hálendinu en það þarf að skoða það með hliðsjón af fjármagni sem er til staðar,“ segir Sigríður og bætir við að það hafi alltaf verið markmið og mikill vilji til þess hjá Sjálfstæðisflokknum að efla löggæsluna og tryggja að hún sé viðunandi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54
Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11
Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17