Sláandi myndband frá slysstaðnum í gær Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2017 17:00 Einn fórst og má telja mildi að enn verr hafi ekki farið í Kirkjufjöru, Reynisfjöru og Víkurfjöru í gær þegar ferðamenn komust í lífsháska. Íbúi í Vík í Mýrdal hefur birt myndband úr Kirkjufjöru í gær, sama stað og erlendan ferðamann tók út með briminu í gær, þar sem sjá má lítið barn á leik í afar háu brimi. Myndbandið var tekið aðeins einni til tveimur klukkustundum eftir að þýsku konuna tók út. Ítarlega hefur verið fjallað um þýska móður sem lenti í briminu við Dyrhólaey í gær ásamt fjölskyldu sinni. Faðirinn og tvö börn, annað uppkomið en hitt á táningsaldri, náðu að komast í land en konan fannst þar sem hana rak á land um klukkustund síðar. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og var hún úrskurðuð látin í kjölfarið.Um er að ræða þriðja banaslysið á áratug í fjörunni en í öllum tilfellum hafa erlendir ferðamenn látist.Bjargað á seinustu stunduVísir fjallaði í gær um ungt barn frá Austurlöndum sem var hætt komið við stuðlabergið í Reynisfjöru. Leiðsögumaðurinn Hugi R. Ingibjartsson hafði nokkrum mínútum fyrr verið í beinni útsendingu á Facebook og myndað konu með börn sín tvö. Rétt eftir að hann lauk upptöku sá hann hvar fullorðinn maður náði á síðustu stundu að grípa í handlegg unga barnsins þar sem það var hætt komið í ölduganginum.Líklega var þar á ferðinni Ívar Guðnason, björgunarsveitarmaður hjá Víkverja, sem hafði varað föðurinn við öldunum áður en þær náðu til dætra hans. RÚV ræddi við Ívar í gær sem fór á bólakaf í sjónum við björgunaraðgerðirnar.Móðir Ívars, sem rekur Svörtu Perluna í Reynisfjöru, kom sömuleiðis fullorðinni konu til bjargar í fjörunni í gær en konan var hætt komin. Vera má að enn fleiri tilvik hafi komið upp í fjörunni í gærdag en þetta eru þau sem fréttastofa hefur upplýsingar um. Alla jafna er engin vakt með fólki í fjörunni. Hætti upptöku af ótta við slysÞórir Kjartansson, íbúi í Vík í Mýrdal, var við Dyrhólaey í gær, rétt austan við Kirkjufjöru. Þar náði hann myndbandi af fjölskyldu í fjörunni þar sem eitt barn var sannarlega hætt komið. Svo hætt komið að Þórir hætti upptöku því hann ætlaði að stökkva til og reyna að koma barninu til bjargar.„Ég var að leggja af stað en þá stökk pabbinn til. Hann fattaði loksins að það væri ekki allt í góðu lagi,“ segir Þórir í samtali við Vísi.Kirkjufjöru hefur verið lokað eins og Vísir greindi frá í dag en þar er þó ekkert eftirlit með mannaferðum. Fjallað var ítarlega um stöðu mála í Kirkjufjöru og Reynisfjöru í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Einn fórst og má telja mildi að enn verr hafi ekki farið í Kirkjufjöru, Reynisfjöru og Víkurfjöru í gær þegar ferðamenn komust í lífsháska. Íbúi í Vík í Mýrdal hefur birt myndband úr Kirkjufjöru í gær, sama stað og erlendan ferðamann tók út með briminu í gær, þar sem sjá má lítið barn á leik í afar háu brimi. Myndbandið var tekið aðeins einni til tveimur klukkustundum eftir að þýsku konuna tók út. Ítarlega hefur verið fjallað um þýska móður sem lenti í briminu við Dyrhólaey í gær ásamt fjölskyldu sinni. Faðirinn og tvö börn, annað uppkomið en hitt á táningsaldri, náðu að komast í land en konan fannst þar sem hana rak á land um klukkustund síðar. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og var hún úrskurðuð látin í kjölfarið.Um er að ræða þriðja banaslysið á áratug í fjörunni en í öllum tilfellum hafa erlendir ferðamenn látist.Bjargað á seinustu stunduVísir fjallaði í gær um ungt barn frá Austurlöndum sem var hætt komið við stuðlabergið í Reynisfjöru. Leiðsögumaðurinn Hugi R. Ingibjartsson hafði nokkrum mínútum fyrr verið í beinni útsendingu á Facebook og myndað konu með börn sín tvö. Rétt eftir að hann lauk upptöku sá hann hvar fullorðinn maður náði á síðustu stundu að grípa í handlegg unga barnsins þar sem það var hætt komið í ölduganginum.Líklega var þar á ferðinni Ívar Guðnason, björgunarsveitarmaður hjá Víkverja, sem hafði varað föðurinn við öldunum áður en þær náðu til dætra hans. RÚV ræddi við Ívar í gær sem fór á bólakaf í sjónum við björgunaraðgerðirnar.Móðir Ívars, sem rekur Svörtu Perluna í Reynisfjöru, kom sömuleiðis fullorðinni konu til bjargar í fjörunni í gær en konan var hætt komin. Vera má að enn fleiri tilvik hafi komið upp í fjörunni í gærdag en þetta eru þau sem fréttastofa hefur upplýsingar um. Alla jafna er engin vakt með fólki í fjörunni. Hætti upptöku af ótta við slysÞórir Kjartansson, íbúi í Vík í Mýrdal, var við Dyrhólaey í gær, rétt austan við Kirkjufjöru. Þar náði hann myndbandi af fjölskyldu í fjörunni þar sem eitt barn var sannarlega hætt komið. Svo hætt komið að Þórir hætti upptöku því hann ætlaði að stökkva til og reyna að koma barninu til bjargar.„Ég var að leggja af stað en þá stökk pabbinn til. Hann fattaði loksins að það væri ekki allt í góðu lagi,“ segir Þórir í samtali við Vísi.Kirkjufjöru hefur verið lokað eins og Vísir greindi frá í dag en þar er þó ekkert eftirlit með mannaferðum. Fjallað var ítarlega um stöðu mála í Kirkjufjöru og Reynisfjöru í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47
Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30
Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46