Hefði ekki getað fyrirgefið sjálfum sér ef dómarinn sem hann þrumaði í hefði slasast illa Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2017 11:30 Denis Shapovalov negldi bolta í andlitið á Arnaud Gabas. vísir/afp Kanadíski tenniskappinn Denis Shapovalov segir að hann hefði aldrei getað fyrirgefið sjálfum sér ef dómarinn sem hann þrumaði tennisbolta í andlitið á hefði slasast illa. Hinn sautján ára Shapovalov var dæmdur úr leik fyrir að slá tennisbolta af miklum krafti í andlit dómara í viðureign Bretlands og Kanada í Davis-bikarnum á sunnudaginn. Þetta var óviljaverk hjá Kanadamanninum en hann var engu að síður dæmdur úr leik. Dómarinn slasaðist ekki alvarlega og fékk einlæga afsökunarbeiðni frá Shapovalov eftir viðureignina. Svo fór að Bretar fögnuðu sigri í viðureigninni á móti Kanada vegna þessa, 3-2. Shapovalov skammaðist sín mjög. „Ég veit hversu hættulegt þetta getur verið. Mín fyrstu viðbrögð voru að athuga hvort dómarinn væri í lagi,“ segir Shapovalov í viðtali við BBC.„Ég leit á dómarann og sá að hann hélt um augað. Eftir það var ég í áfalli. Ég man eiginlega ekki hvað gerðist næstu tíu mínúturnar. Ég man bara eftir því að hafa farið að bekknum og spurt dómarann hvort það væri í lagi með hann.“ Shapovalov slapp við þyngstu refsingu sem er sekt upp á 12.000 dali en hann var sektaður um 7.000 dali þar sem augljóslega var um óviljaverk að ræða. Kanadamaðurinn segir að dómarinn hafi verið hressari skömmu eftir leikinn og sló á létta strengi þegar hann fór og bað hann afsökunar. Dómarinn er franskur og heitir Arnaud Gabas. Farið var með hann á sjúkrahús til skoðunnar en sem betur fer kom í ljós að augað á honum var í lagi. „Ég hef fengið bolta í mig á marga staði líkamans og veit hversu hættulegt þetta er. Ég er bara heppinn að það er allt í lagi með hann. Ef hann hefði slasast illa hefði ég aldrei getað fyrirgefið sjálfum mér. Ég hefði bara ekki komist yfir það,“ segir Denis Shapovalov.Shapovalov athuga hvort í lagi sé með Gabas.vísir/afp Tennis Tengdar fréttir Tenniskappinn slapp með sekt Denis Shapovalov sló tennisbolta í andlit dómara af miklum krafti um helgina. 7. febrúar 2017 08:30 Þrumaði tennisbolta í andlit dómara og var dæmdur úr leik Ótrúleg uppákoma í viðureign Kanada og Bretlands í Davis-bikarnum í gær. 6. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Kanadíski tenniskappinn Denis Shapovalov segir að hann hefði aldrei getað fyrirgefið sjálfum sér ef dómarinn sem hann þrumaði tennisbolta í andlitið á hefði slasast illa. Hinn sautján ára Shapovalov var dæmdur úr leik fyrir að slá tennisbolta af miklum krafti í andlit dómara í viðureign Bretlands og Kanada í Davis-bikarnum á sunnudaginn. Þetta var óviljaverk hjá Kanadamanninum en hann var engu að síður dæmdur úr leik. Dómarinn slasaðist ekki alvarlega og fékk einlæga afsökunarbeiðni frá Shapovalov eftir viðureignina. Svo fór að Bretar fögnuðu sigri í viðureigninni á móti Kanada vegna þessa, 3-2. Shapovalov skammaðist sín mjög. „Ég veit hversu hættulegt þetta getur verið. Mín fyrstu viðbrögð voru að athuga hvort dómarinn væri í lagi,“ segir Shapovalov í viðtali við BBC.„Ég leit á dómarann og sá að hann hélt um augað. Eftir það var ég í áfalli. Ég man eiginlega ekki hvað gerðist næstu tíu mínúturnar. Ég man bara eftir því að hafa farið að bekknum og spurt dómarann hvort það væri í lagi með hann.“ Shapovalov slapp við þyngstu refsingu sem er sekt upp á 12.000 dali en hann var sektaður um 7.000 dali þar sem augljóslega var um óviljaverk að ræða. Kanadamaðurinn segir að dómarinn hafi verið hressari skömmu eftir leikinn og sló á létta strengi þegar hann fór og bað hann afsökunar. Dómarinn er franskur og heitir Arnaud Gabas. Farið var með hann á sjúkrahús til skoðunnar en sem betur fer kom í ljós að augað á honum var í lagi. „Ég hef fengið bolta í mig á marga staði líkamans og veit hversu hættulegt þetta er. Ég er bara heppinn að það er allt í lagi með hann. Ef hann hefði slasast illa hefði ég aldrei getað fyrirgefið sjálfum mér. Ég hefði bara ekki komist yfir það,“ segir Denis Shapovalov.Shapovalov athuga hvort í lagi sé með Gabas.vísir/afp
Tennis Tengdar fréttir Tenniskappinn slapp með sekt Denis Shapovalov sló tennisbolta í andlit dómara af miklum krafti um helgina. 7. febrúar 2017 08:30 Þrumaði tennisbolta í andlit dómara og var dæmdur úr leik Ótrúleg uppákoma í viðureign Kanada og Bretlands í Davis-bikarnum í gær. 6. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Tenniskappinn slapp með sekt Denis Shapovalov sló tennisbolta í andlit dómara af miklum krafti um helgina. 7. febrúar 2017 08:30
Þrumaði tennisbolta í andlit dómara og var dæmdur úr leik Ótrúleg uppákoma í viðureign Kanada og Bretlands í Davis-bikarnum í gær. 6. febrúar 2017 13:00