NBA: New York Knicks endaði mjög erfiða viku í MSG með sigri á Spurs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2017 07:00 New York Knicks hefur verið mikið í fréttum í bandarískum fjölmiðlum að undanförum og ekki fyrir góða frammistöðu inn á vellinum. Sigur á San Antonio Spurs í nótt gaf mönnum þar á bæ loksins tækifæri til að brosa.Carmelo Anthony skoraði 25 stig í 94-90 sigri New York Knicks á San Antonio Spurs í Madison Square Garden. Anthony skoraði tvær mikilvægar körfur í lokin sem áttu mikinn þátt í því að liðinu tókst að landa sigri. Þetta var fimmti heimaleikur New York Knicks í röð og allir hinir fjórir höfðu tapast. Inn í það blandaðist að goðsögninni Charles Oakley var hent út úr Madison Square Garden í einum þeirra og seinna settur í bann sem og að forseti félagsins, Phil Jackson, hefur skotið grimmt á aðalstjörnuna, Carmelo Anthony, á opinberum vettvangi. Kawhi Leonard skoraði 36 stig fyrir San Antonio Spurs sem átti möguleika með sigri að tryggja sér að vera meira fleiri sigra en töp á tuttugasta tímabilinu í röð. Spurs fær nóg af tækifærum til að ná því í næstu leikjum en liðið hefur unnið 41 af 54 leikjum sínum.Tobias Harris kom með 24 stig inn af bekknum og Kentavious Caldwell-Pope bætti við 21 stigi þegar Detroit Pistons vann 102-101 útisigur á Toronto Raptors. Tobias Harris skoraði líka sigurkörfuna 13,2 sekúndum fyrir leikslok. Andre Drummond var með 10 stig og 18 fráköst fyrir Detroit en hjá Toronto skoraði DeMar DeRozan 26 stig og Jonas Valanciunas var með 17 stig og 9 fráköst. Þetta var tíunda tap Toronto-liðsins í síðustu fjórtán leikjum en eitt besta lið Austurdeildarinnar hefur gefið mikið eftir að undanförnu.Andrew Wiggins skoraði 27 stig þegar Minnesota Timberwolves vann öruggan 117-89 sigur á vængbrotnu liði Chicago Bulls. Karl-Anthony Towns bætti við 22 stigum fyrir Úlfanna og Ricky Rubio var með 17 stig, 11 stoðsendingar og 6 fráköst. Doug McDermott skoraði 16 stig fyrir Chicago sem lék án þeirra Jimmy Butler, Dwyane Wade, Nikola Mirotic og Paul Zipser.DeMarcus Cousins átti stórleik þegar Sacramento Kings vann 105-99 sigur á New Orleans Pelicans og fangaði um leið sínum þriðja sigri í röð. Cousins var með 28 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Darren Collison bætti við 20 stigum og 8 stoðsendingum fyrir Kings-liðið en hjá Pelíkönunum var Anthony Davis með 32 stig og 10 fráköst. New Orleans tapaði þarna í áttunda skiptið í síðustu tíu leikjum.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 105-99 Toronto Raptors - Detroit Pistons 101-102 Minnesota Timberwolves - Chicago Bulls 117-89 New York Knicks - San Antonio Spurs 94-90Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira
New York Knicks hefur verið mikið í fréttum í bandarískum fjölmiðlum að undanförum og ekki fyrir góða frammistöðu inn á vellinum. Sigur á San Antonio Spurs í nótt gaf mönnum þar á bæ loksins tækifæri til að brosa.Carmelo Anthony skoraði 25 stig í 94-90 sigri New York Knicks á San Antonio Spurs í Madison Square Garden. Anthony skoraði tvær mikilvægar körfur í lokin sem áttu mikinn þátt í því að liðinu tókst að landa sigri. Þetta var fimmti heimaleikur New York Knicks í röð og allir hinir fjórir höfðu tapast. Inn í það blandaðist að goðsögninni Charles Oakley var hent út úr Madison Square Garden í einum þeirra og seinna settur í bann sem og að forseti félagsins, Phil Jackson, hefur skotið grimmt á aðalstjörnuna, Carmelo Anthony, á opinberum vettvangi. Kawhi Leonard skoraði 36 stig fyrir San Antonio Spurs sem átti möguleika með sigri að tryggja sér að vera meira fleiri sigra en töp á tuttugasta tímabilinu í röð. Spurs fær nóg af tækifærum til að ná því í næstu leikjum en liðið hefur unnið 41 af 54 leikjum sínum.Tobias Harris kom með 24 stig inn af bekknum og Kentavious Caldwell-Pope bætti við 21 stigi þegar Detroit Pistons vann 102-101 útisigur á Toronto Raptors. Tobias Harris skoraði líka sigurkörfuna 13,2 sekúndum fyrir leikslok. Andre Drummond var með 10 stig og 18 fráköst fyrir Detroit en hjá Toronto skoraði DeMar DeRozan 26 stig og Jonas Valanciunas var með 17 stig og 9 fráköst. Þetta var tíunda tap Toronto-liðsins í síðustu fjórtán leikjum en eitt besta lið Austurdeildarinnar hefur gefið mikið eftir að undanförnu.Andrew Wiggins skoraði 27 stig þegar Minnesota Timberwolves vann öruggan 117-89 sigur á vængbrotnu liði Chicago Bulls. Karl-Anthony Towns bætti við 22 stigum fyrir Úlfanna og Ricky Rubio var með 17 stig, 11 stoðsendingar og 6 fráköst. Doug McDermott skoraði 16 stig fyrir Chicago sem lék án þeirra Jimmy Butler, Dwyane Wade, Nikola Mirotic og Paul Zipser.DeMarcus Cousins átti stórleik þegar Sacramento Kings vann 105-99 sigur á New Orleans Pelicans og fangaði um leið sínum þriðja sigri í röð. Cousins var með 28 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Darren Collison bætti við 20 stigum og 8 stoðsendingum fyrir Kings-liðið en hjá Pelíkönunum var Anthony Davis með 32 stig og 10 fráköst. New Orleans tapaði þarna í áttunda skiptið í síðustu tíu leikjum.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 105-99 Toronto Raptors - Detroit Pistons 101-102 Minnesota Timberwolves - Chicago Bulls 117-89 New York Knicks - San Antonio Spurs 94-90Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira