McMaster: Versta martröð þeirra sem haldnir eru andúð á Íslam innan Hvíta hússins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 23:30 HR McMaster, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. Visir/AFP Helstu áhrifamenn innan ríkisstjórnar Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eru áhyggjufullir, vegna þess að H.R. McMaster, hinn nýi þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, er þeim ósammála þegar kemur að andúð í garð Íslam. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Politico.„Í hvert sinn sem þú vanvirðir Íraka, ertu að vinna fyrir óvininn,“ hefur McMaster meðal annars sagt en hann var skipaður í stöðuna síðastliðinn mánudag, eftir að Michael Flynn hrökklaðist úr starfi fyrir samskipti sín við Rússa.Trú fólksins ekki orsök hryðjuverkaMcMaster er reyndur hershöfðingi og hermaður. Hann tók meðal annars þátt í Íraksstríðinu á sínum tíma og leiddi aðgerðir Bandaríkjamanna sem miðuðu að því að vinna að stöðugleika í landinu. Að því leytinu til hefur hann reynslu af því að vinna með múslímum og vegna starfa sinna telur hann ljóst að trú fólksins er ekki vandamálið. „Hann lítur alls ekki á Íslam sem óvininn,“ sagði Pete Mansoor, einn þeirra hermanna sem unnu með McMaster í Írak. „Hann áttar sig á því að heimurinn er ekki svona einfaldur, hann skilur að heimur múslíma er ekki bara eitt lag, heldur marglaga,“ sagði John Nagl, annar hermaður sem vann með McMaster í Írak. Með öðrum orðum, þá skilur McMaster að ástæður hryðjuverka eru margslungnar og flóknar.Hefur skoðanir á öndverðu meiði við BannonBent hefur verið á að þessi heimssýn McMaster skarist mjög á við skoðanir innan starfsliðs Trump, þar á meðal Steve Bannon, aðalráðgjafa forsetans. Bannon telur að tilvera jihadisma og íslamskra trúarofstækishryðjuverkamanna, sé um að kenna hugmyndafræði innan Íslamstrúar, í bland við uppgjöf vesturlanda. Hugmyndin um að trú sé ekki orsök hryðjuverka þykir honum fáránleg. Forveri McMaster í starfi, Michael Flynn, var Steve Bannon hins vegar sammála og dróg jafnan í efa þær greiningar sem bárúst frá bandarísku leyniþjónustunni um hryðjuverkamenn í miðausturlöndum, sem hann taldi að hundsuðu trúarbrögð sem orsakavald. Samkvæmt upplýsingum innan leyniþjónustunnar var þessum áhyggjum Flynn hafnað alfarið og bent á að greiningar hennar ættu að taka mið af öllum upplýsingum en ekki leggja áherslu á einhverja eina breytu sem orsök hryðjuverka.Reynslan mun koma honum velMcMaster hefur verið mærður sem hernaðarlegur frumkvöðull sem hlustar, tekur mið af þeim upplýsingum sem honum eru gefnar og tekur ákvarðanir eftir því. „Þið verðið að hafa eyrun opin. Þið verðið raunverulega að hlusta á hvað fólk hefur að segja,“ sagði McMaster sem liðþjálfi við hermenn undir sinni stjórn í Írak. Slíkur sveigjanleiki ætti að reynast honum vel í hlutverki þjóðaröryggisráðgjafa. Það er hins vegar ljóst að McMaster mun þurfa að keppast við Bannon um athygli forsetans. Trump hefur skipað Bannon í æðstu stöður innan þjóðaröyggisráðs Bandaríkjanna en enginn forseti hefur áður skipað sinn eigin ráðgjafa í þá stöðu. Reynsla McMaster innan hersins mun að öllum líkindum þó koma honum vel innan Hvíta hússins og ljóst að þar fer enginn aukvisi sem mun láta aðra starfsmenn segja sér fyrir verkum. Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Helstu áhrifamenn innan ríkisstjórnar Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eru áhyggjufullir, vegna þess að H.R. McMaster, hinn nýi þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, er þeim ósammála þegar kemur að andúð í garð Íslam. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Politico.„Í hvert sinn sem þú vanvirðir Íraka, ertu að vinna fyrir óvininn,“ hefur McMaster meðal annars sagt en hann var skipaður í stöðuna síðastliðinn mánudag, eftir að Michael Flynn hrökklaðist úr starfi fyrir samskipti sín við Rússa.Trú fólksins ekki orsök hryðjuverkaMcMaster er reyndur hershöfðingi og hermaður. Hann tók meðal annars þátt í Íraksstríðinu á sínum tíma og leiddi aðgerðir Bandaríkjamanna sem miðuðu að því að vinna að stöðugleika í landinu. Að því leytinu til hefur hann reynslu af því að vinna með múslímum og vegna starfa sinna telur hann ljóst að trú fólksins er ekki vandamálið. „Hann lítur alls ekki á Íslam sem óvininn,“ sagði Pete Mansoor, einn þeirra hermanna sem unnu með McMaster í Írak. „Hann áttar sig á því að heimurinn er ekki svona einfaldur, hann skilur að heimur múslíma er ekki bara eitt lag, heldur marglaga,“ sagði John Nagl, annar hermaður sem vann með McMaster í Írak. Með öðrum orðum, þá skilur McMaster að ástæður hryðjuverka eru margslungnar og flóknar.Hefur skoðanir á öndverðu meiði við BannonBent hefur verið á að þessi heimssýn McMaster skarist mjög á við skoðanir innan starfsliðs Trump, þar á meðal Steve Bannon, aðalráðgjafa forsetans. Bannon telur að tilvera jihadisma og íslamskra trúarofstækishryðjuverkamanna, sé um að kenna hugmyndafræði innan Íslamstrúar, í bland við uppgjöf vesturlanda. Hugmyndin um að trú sé ekki orsök hryðjuverka þykir honum fáránleg. Forveri McMaster í starfi, Michael Flynn, var Steve Bannon hins vegar sammála og dróg jafnan í efa þær greiningar sem bárúst frá bandarísku leyniþjónustunni um hryðjuverkamenn í miðausturlöndum, sem hann taldi að hundsuðu trúarbrögð sem orsakavald. Samkvæmt upplýsingum innan leyniþjónustunnar var þessum áhyggjum Flynn hafnað alfarið og bent á að greiningar hennar ættu að taka mið af öllum upplýsingum en ekki leggja áherslu á einhverja eina breytu sem orsök hryðjuverka.Reynslan mun koma honum velMcMaster hefur verið mærður sem hernaðarlegur frumkvöðull sem hlustar, tekur mið af þeim upplýsingum sem honum eru gefnar og tekur ákvarðanir eftir því. „Þið verðið að hafa eyrun opin. Þið verðið raunverulega að hlusta á hvað fólk hefur að segja,“ sagði McMaster sem liðþjálfi við hermenn undir sinni stjórn í Írak. Slíkur sveigjanleiki ætti að reynast honum vel í hlutverki þjóðaröryggisráðgjafa. Það er hins vegar ljóst að McMaster mun þurfa að keppast við Bannon um athygli forsetans. Trump hefur skipað Bannon í æðstu stöður innan þjóðaröyggisráðs Bandaríkjanna en enginn forseti hefur áður skipað sinn eigin ráðgjafa í þá stöðu. Reynsla McMaster innan hersins mun að öllum líkindum þó koma honum vel innan Hvíta hússins og ljóst að þar fer enginn aukvisi sem mun láta aðra starfsmenn segja sér fyrir verkum.
Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira