Múlakot best varðveitta hótelið frá gamalli tíð Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2017 21:30 Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Múlakot var friðlýst fyrir þremur árum og nær friðlýsingin ekki aðeins til gamla íbúðar- og gistihússins heldur einnig til nærliggjandi húsa sem og trjágarðsins. Eigendur Múlakots, hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, stefna að því að menningarminjar staðarins verði opnaðar almenningi til sýnis. Þau gáfu gamla húsið og bæjartorfuna í því skyni til sjálfseignarstofnunar um verkefnið. „Þetta hús er í rauninni dæmi um það hvernig sveitabær þróast yfir í það, í gegnum 20. öldina, að vera bóndabær, þar sem gestir koma í heimsókn, yfir í það að verða sveitahótel,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun. Málverk Ásgríms Jónssonar, sem hann málaði snemma á síðustu öld, vöktu athygli á staðnum og þarna varð listamannanýlenda og vinsælt sveitahótel og garðurinn var rómaður.Gömul mynd frá Múlakoti. Fremst sést maður á hestasláttuvél en fjær má sjá tvær rútur á hlaðinu við hótelið.Mynd/Múlakot.Sjálfseignarstofnun og Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti, ásamt sveitarfélaginu Rangárþingi eystra, Byggðasafninu á Skógum og Minjastofnun hafa nú tekið höndum saman um að endurreisa staðinn. „Þannig að þetta er í rauninni þróunarsaga ferðamennsku á Íslandi. Trúlega er þetta best varðveitta hótel sem við eigum hérna frá gamalli tíð,“ segir Pétur. Hótelið var rekið fram yfir 1970 og Pétur gisti þar oft með foreldrum sínu. Hann segist muna vel eftir því þegar þar var sjoppa og hótelið var jafnframt áningarstaður rútubíla. Í lok ágústmánaðar í fyrra var fagnað fyrstu áföngum endurreisnarinnar en þar flutti Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, ávarp fyrir hönd Vinafélagsins. Hann telur að Múlakot verði vinsæll áfangastaður ferðamanna í framtíðinni.Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, flutti ávarp fyrir hönd Vinafélags gamla bæjarins í Múlakoti,Stöð 2/Einar Árnason.„Það vantar áfangastað. Það vantar góða, vel umhirta áfangastaði og þessi staður verður einn af þeim,“ segir Björn Bjarnason. Nánar var fjallað um Múlakot í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Múlakot endurreist til minja um garðrækt, hótel og listamenn Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. 25. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Múlakot var friðlýst fyrir þremur árum og nær friðlýsingin ekki aðeins til gamla íbúðar- og gistihússins heldur einnig til nærliggjandi húsa sem og trjágarðsins. Eigendur Múlakots, hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, stefna að því að menningarminjar staðarins verði opnaðar almenningi til sýnis. Þau gáfu gamla húsið og bæjartorfuna í því skyni til sjálfseignarstofnunar um verkefnið. „Þetta hús er í rauninni dæmi um það hvernig sveitabær þróast yfir í það, í gegnum 20. öldina, að vera bóndabær, þar sem gestir koma í heimsókn, yfir í það að verða sveitahótel,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun. Málverk Ásgríms Jónssonar, sem hann málaði snemma á síðustu öld, vöktu athygli á staðnum og þarna varð listamannanýlenda og vinsælt sveitahótel og garðurinn var rómaður.Gömul mynd frá Múlakoti. Fremst sést maður á hestasláttuvél en fjær má sjá tvær rútur á hlaðinu við hótelið.Mynd/Múlakot.Sjálfseignarstofnun og Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti, ásamt sveitarfélaginu Rangárþingi eystra, Byggðasafninu á Skógum og Minjastofnun hafa nú tekið höndum saman um að endurreisa staðinn. „Þannig að þetta er í rauninni þróunarsaga ferðamennsku á Íslandi. Trúlega er þetta best varðveitta hótel sem við eigum hérna frá gamalli tíð,“ segir Pétur. Hótelið var rekið fram yfir 1970 og Pétur gisti þar oft með foreldrum sínu. Hann segist muna vel eftir því þegar þar var sjoppa og hótelið var jafnframt áningarstaður rútubíla. Í lok ágústmánaðar í fyrra var fagnað fyrstu áföngum endurreisnarinnar en þar flutti Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, ávarp fyrir hönd Vinafélagsins. Hann telur að Múlakot verði vinsæll áfangastaður ferðamanna í framtíðinni.Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, flutti ávarp fyrir hönd Vinafélags gamla bæjarins í Múlakoti,Stöð 2/Einar Árnason.„Það vantar áfangastað. Það vantar góða, vel umhirta áfangastaði og þessi staður verður einn af þeim,“ segir Björn Bjarnason. Nánar var fjallað um Múlakot í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Múlakot endurreist til minja um garðrækt, hótel og listamenn Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. 25. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Múlakot endurreist til minja um garðrækt, hótel og listamenn Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. 25. ágúst 2016 20:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?