Sessions mun stíga til hliðar „þegar það er við hæfi“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2017 13:41 Jeff Sessions, nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist aldrei hafa rætt við sendiherra Rússlands um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum á fundum þeirra í fyrra. Demókratar vilja að hann segi af sér og segja hann hafa logið undir eiðstaf. Við yfirheyrslur þingmanna þann 10. janúar sagðist Sessions ekki hafa verið í samskiptum við rússneska embættismenn. Rússar eru sakaðir um að hafa haft áhrif á kosningarnar og þá meðal annars með tölvuárásum og áróðri. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að ráðgjafar Trump hafi starfað með Rússum. Sem yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna er Sessions í raun yfir þeirri rannsókn. Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hefur þegar sagt af sér vegna funda sinna með rússneskum erindrekum áður en Trump tók við embætti. „Ég hef aldrei fundað með nokkrum Rússa til að ræða eitthvað framboð og þessar fregnir eru ótrúlegar fyrir mér og rangar,“ sagði Sessions við blaðamann NBC. Spurður út í ákall þingmanna demókrata um að hann stígi til hliðar og komi á engan hátt að rannsókn á tengslum aðstoðarmanna Trump og rússneskra stjórnvalda sagðist Sessions að hann myndi gera það „þegar það er við hæfi“. Háttsettir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig sagt að Sessions ætti ekki að koma að rannsókninni á nokkurn hátt. Þar á meðal leiðtogi flokksins í þinginu, Kevin McCarthy.Eini nefndarmaðurinn sem fundaði með sendiherranum Talskona Sessions sagði hann hafa fundað tvisvar sinnum með Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, í fyrra á meðan að á baráttu um forsetakosningar í Bandaríkjunum stóð. Hún segir þó að þeir fundir hafi átt sér stað vegna setu Sessions í hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún segir Sessions hafa fundað með 25 sendiherrum í fyrra vegna nefndarsetunnar.Washington Post hafði samband við alla 26 meðlimi hermálanefndarinnar í fyrra og spurði hvort þeir hefðu einnig fundað með rússneska sendiherranum. Af þeim tuttugu sem svöruðu hafði enginn þeirra fundað með Kislyak í fyrra. Sessions gerði það, eins og áður hefur komið fram, tvisvar sinnum. Möguleg tengsl Trump við ríkisstjórn Rússlands hefur valdið ríkisstjórn hans miklum vandræðum frá því hann tók við embætti í janúar. Hér að neðan má sjá samantekt Vox um tengslin. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45 Trump kennir Obama bæði um mótmæli og leka Lekar til fjölmiðla hafa leikið Trump og ríkisstjórn hans grátt síðan hann tók við embætti í janúar. 28. febrúar 2017 11:36 Trump efast um tilvist heimildarmanna Bandaríkjaforseti segir fjölmiðla skálda fréttir sem komi sér illa fyrir hann. Þá gefur hann sér einkunnina C fyrir það hversu vel skilaboð hans komast til skila. Hins vegar fær hann A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. 1. mars 2017 07:00 Bush vill að Trump svari spurningum um tengslin við Rússland George W. Bush segir frjálsa og óháða fjölmiðla vera nauðsynlega lýðræðinu. 27. febrúar 2017 18:35 CNN: Trump íhugar að gefa ólöglegum innflytjendum færi á að vinna og greiða skatt Donald Trump mun ávarpa Bandaríkjaþing í nótt að íslenskum tíma og er ræðunnar beðið með mikill eftirvæntingu. 28. febrúar 2017 21:00 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Jeff Sessions, nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist aldrei hafa rætt við sendiherra Rússlands um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum á fundum þeirra í fyrra. Demókratar vilja að hann segi af sér og segja hann hafa logið undir eiðstaf. Við yfirheyrslur þingmanna þann 10. janúar sagðist Sessions ekki hafa verið í samskiptum við rússneska embættismenn. Rússar eru sakaðir um að hafa haft áhrif á kosningarnar og þá meðal annars með tölvuárásum og áróðri. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að ráðgjafar Trump hafi starfað með Rússum. Sem yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna er Sessions í raun yfir þeirri rannsókn. Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hefur þegar sagt af sér vegna funda sinna með rússneskum erindrekum áður en Trump tók við embætti. „Ég hef aldrei fundað með nokkrum Rússa til að ræða eitthvað framboð og þessar fregnir eru ótrúlegar fyrir mér og rangar,“ sagði Sessions við blaðamann NBC. Spurður út í ákall þingmanna demókrata um að hann stígi til hliðar og komi á engan hátt að rannsókn á tengslum aðstoðarmanna Trump og rússneskra stjórnvalda sagðist Sessions að hann myndi gera það „þegar það er við hæfi“. Háttsettir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig sagt að Sessions ætti ekki að koma að rannsókninni á nokkurn hátt. Þar á meðal leiðtogi flokksins í þinginu, Kevin McCarthy.Eini nefndarmaðurinn sem fundaði með sendiherranum Talskona Sessions sagði hann hafa fundað tvisvar sinnum með Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, í fyrra á meðan að á baráttu um forsetakosningar í Bandaríkjunum stóð. Hún segir þó að þeir fundir hafi átt sér stað vegna setu Sessions í hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún segir Sessions hafa fundað með 25 sendiherrum í fyrra vegna nefndarsetunnar.Washington Post hafði samband við alla 26 meðlimi hermálanefndarinnar í fyrra og spurði hvort þeir hefðu einnig fundað með rússneska sendiherranum. Af þeim tuttugu sem svöruðu hafði enginn þeirra fundað með Kislyak í fyrra. Sessions gerði það, eins og áður hefur komið fram, tvisvar sinnum. Möguleg tengsl Trump við ríkisstjórn Rússlands hefur valdið ríkisstjórn hans miklum vandræðum frá því hann tók við embætti í janúar. Hér að neðan má sjá samantekt Vox um tengslin.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45 Trump kennir Obama bæði um mótmæli og leka Lekar til fjölmiðla hafa leikið Trump og ríkisstjórn hans grátt síðan hann tók við embætti í janúar. 28. febrúar 2017 11:36 Trump efast um tilvist heimildarmanna Bandaríkjaforseti segir fjölmiðla skálda fréttir sem komi sér illa fyrir hann. Þá gefur hann sér einkunnina C fyrir það hversu vel skilaboð hans komast til skila. Hins vegar fær hann A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. 1. mars 2017 07:00 Bush vill að Trump svari spurningum um tengslin við Rússland George W. Bush segir frjálsa og óháða fjölmiðla vera nauðsynlega lýðræðinu. 27. febrúar 2017 18:35 CNN: Trump íhugar að gefa ólöglegum innflytjendum færi á að vinna og greiða skatt Donald Trump mun ávarpa Bandaríkjaþing í nótt að íslenskum tíma og er ræðunnar beðið með mikill eftirvæntingu. 28. febrúar 2017 21:00 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39
Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45
Trump kennir Obama bæði um mótmæli og leka Lekar til fjölmiðla hafa leikið Trump og ríkisstjórn hans grátt síðan hann tók við embætti í janúar. 28. febrúar 2017 11:36
Trump efast um tilvist heimildarmanna Bandaríkjaforseti segir fjölmiðla skálda fréttir sem komi sér illa fyrir hann. Þá gefur hann sér einkunnina C fyrir það hversu vel skilaboð hans komast til skila. Hins vegar fær hann A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. 1. mars 2017 07:00
Bush vill að Trump svari spurningum um tengslin við Rússland George W. Bush segir frjálsa og óháða fjölmiðla vera nauðsynlega lýðræðinu. 27. febrúar 2017 18:35
CNN: Trump íhugar að gefa ólöglegum innflytjendum færi á að vinna og greiða skatt Donald Trump mun ávarpa Bandaríkjaþing í nótt að íslenskum tíma og er ræðunnar beðið með mikill eftirvæntingu. 28. febrúar 2017 21:00