Þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2017 14:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjörís Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir forstjóri Kjörís og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Verslunarmanna segir þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum með aðkomu ríkisins, sveitarfélaganna og launþegahreyfingarinnar. Lífeyrissjóðirnir geti hugsanlega einnig komið að slíku samstarfi en henni líst ekki á hugmyndir um að þeir komi einir að því að byggja ódýrt húsnæði. Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR hefur sagt að framboð hans hafi að hluta verið andstaða við forystu Alþýðusambandsins og þá sérstaklega við Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ. Þá segir hann SALEK samkomulag aðila vinnumarkaðarins dautt og vill breyta lögum um starfsemi lífeyrissjóðanna þannig að þeir geti byggt ódýrt húsnæði til að selja og leigja. Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjörís, er í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og líst ekki vel á þessar hugmyndir nýja formannsins. „Ég er sammála því að það er þörf á risavöxnu átaki til að leysa þann húsnæðisvanda sem hrjáir Íslendinga í dag. Þá alveg sérstaklega ungt fólk,“ segir Guðrún. Það þurfi hins vegar margir að koma að slíku átaki, eins og ríki, sveitarfélög og hreyfing launafólks. „Það er náttúrlega alveg klárt að lífeyrissjóðirnir hafa ákveðið hlutverk. Það er bundið í lög. Það gengur út á að tryggja sjóðfélögum réttindi. Þegar starfsævi lýkur, við fráfall maka eða ef örorka kemur upp og það er fyrst og fremst hlutverk lífeyrissjóðanna,“ segir Guðrún.Efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna Hún hafi ákveðnar efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna. Þeir hafi hins vegar brugðist við stöðunni á húsnæðislánamarkaði frá árinu 2015 með því að bjóða hagstæðustu húsnæðislánin sem í boði séu. „Og þau hafa notið mikilla vinsælda hjá sjóðfélögum og sjóðfélaga tekið þeim valkosti gríðarlega vel. Þetta er auðvitað okkar svar til að aðstoða fólk einmitt við að kaupa fasteign,“ segir Guðrún. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins hefur sagt að þörf sé á tugum þúsunda íbúða fyrir lægst launaða fólkið í landinu, sérstaklega eftir að Verkamannabústaðirnir voru seldir. Guðrún segir að það hafi reynst öllum kynslóðum erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið. Ástandið nú sé sérstaklega erfitt þar sem lítið hafi verið byggt á árunum eftir hrun og vegna skorts á húsnæði fyrir ferðamenn þar sem hótelin hafi enn ekki undan eftirspurninni. „Allt hefur þetta áhrif og allt þrýstir þetta síðan verðinu upp. Bæði fasteignaverði og einnig leiguverði. Þannig að við erum ekki á góðum stað þegar við þurfum að leysa vanda venjulegra Íslendinga,” segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25 Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30 Íbúðaverð ekki hækkað meira á einu ári frá 2008 Raunverð íbúða orðið hátt sögulega séð. 28. febrúar 2017 10:17 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir forstjóri Kjörís og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Verslunarmanna segir þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum með aðkomu ríkisins, sveitarfélaganna og launþegahreyfingarinnar. Lífeyrissjóðirnir geti hugsanlega einnig komið að slíku samstarfi en henni líst ekki á hugmyndir um að þeir komi einir að því að byggja ódýrt húsnæði. Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR hefur sagt að framboð hans hafi að hluta verið andstaða við forystu Alþýðusambandsins og þá sérstaklega við Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ. Þá segir hann SALEK samkomulag aðila vinnumarkaðarins dautt og vill breyta lögum um starfsemi lífeyrissjóðanna þannig að þeir geti byggt ódýrt húsnæði til að selja og leigja. Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjörís, er í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og líst ekki vel á þessar hugmyndir nýja formannsins. „Ég er sammála því að það er þörf á risavöxnu átaki til að leysa þann húsnæðisvanda sem hrjáir Íslendinga í dag. Þá alveg sérstaklega ungt fólk,“ segir Guðrún. Það þurfi hins vegar margir að koma að slíku átaki, eins og ríki, sveitarfélög og hreyfing launafólks. „Það er náttúrlega alveg klárt að lífeyrissjóðirnir hafa ákveðið hlutverk. Það er bundið í lög. Það gengur út á að tryggja sjóðfélögum réttindi. Þegar starfsævi lýkur, við fráfall maka eða ef örorka kemur upp og það er fyrst og fremst hlutverk lífeyrissjóðanna,“ segir Guðrún.Efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna Hún hafi ákveðnar efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna. Þeir hafi hins vegar brugðist við stöðunni á húsnæðislánamarkaði frá árinu 2015 með því að bjóða hagstæðustu húsnæðislánin sem í boði séu. „Og þau hafa notið mikilla vinsælda hjá sjóðfélögum og sjóðfélaga tekið þeim valkosti gríðarlega vel. Þetta er auðvitað okkar svar til að aðstoða fólk einmitt við að kaupa fasteign,“ segir Guðrún. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins hefur sagt að þörf sé á tugum þúsunda íbúða fyrir lægst launaða fólkið í landinu, sérstaklega eftir að Verkamannabústaðirnir voru seldir. Guðrún segir að það hafi reynst öllum kynslóðum erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið. Ástandið nú sé sérstaklega erfitt þar sem lítið hafi verið byggt á árunum eftir hrun og vegna skorts á húsnæði fyrir ferðamenn þar sem hótelin hafi enn ekki undan eftirspurninni. „Allt hefur þetta áhrif og allt þrýstir þetta síðan verðinu upp. Bæði fasteignaverði og einnig leiguverði. Þannig að við erum ekki á góðum stað þegar við þurfum að leysa vanda venjulegra Íslendinga,” segir Guðrún Hafsteinsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25 Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30 Íbúðaverð ekki hækkað meira á einu ári frá 2008 Raunverð íbúða orðið hátt sögulega séð. 28. febrúar 2017 10:17 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25
Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30
Íbúðaverð ekki hækkað meira á einu ári frá 2008 Raunverð íbúða orðið hátt sögulega séð. 28. febrúar 2017 10:17