Silfurberg og landvarsla Ari Trausti Guðmundsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Þegar kemur að lýsingum á því hve merkileg íslensk náttúra er förum við stundum fram úr okkur að margra mati. Nú er sagt í umfjöllun um vanda Helgustaðanámu að fundarstaðir silfurbergs séu fáir í heiminum. Þessi náma er vissulega afar merkileg, bæði fyrir fyrsta flokks silfurbergsskristalla í eina tíð og vegna þess að hún hefur sögulega sérstöðu. Er fyrsta náman sem tengja má merkum notum af steindinni í raunvísindum og langri sögu silfurbergsnáms. Þetta friðaða náttúruvætti er einn af örfáum fundarstöðum silfurbergs í Evrópu en ekki heiminum öllum. Verulegt magn af tæru silfurbergi finnst til dæmis á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum, í Kína, Ástralíu, Síberíu, Tyrklandi, Mexíkó og þó einkum í Brasilíu. Á eBay er hægt að kaupa tæra kristalla á 6 til 50 dollara eftir stærð og í annarri netverslun er 4 kg kristall til sölu á 126 dollara.Okkur vantar landverði Ég nefni þetta hér í samhengi við illa umgengni um námuna og brottnám sýna þaðan, á meðan landvörður nær ekki að koma þar við nema örfáum sinnum á ári. Sú afleita staða er aðalatriðið í þessu máli. Enda þótt á annað hundrað landverðir séu sumarráðnir til að gæta þjóðgarða og annarra friðaðra svæða, dugar það hvergi. Okkur vantar á þessu og næsta ári annað eins af menntuðum landvörðum sem eru um leið fræðendur ferðamanna, okkur vantar nýja tegund landvarða að auki, þ.e. allstóran hóp sérmenntaðra landvarða með lögregluvald, líkt og þá sem kallast NPS rangers í Ameríku, og okkur vantar mun fleiri menntaða leiðsögumenn, alla með löggildingu (sem flestum ferðahópum væri skylt að hafa hjá sér). Einnig þurfum við að stemma stigu við ólöglegri vinnu í ferðageiranum, t.d. akstri og leiðsögn án tilskilinna leyfa eða tilkynninga og á það m.a. við um erlenda aðila. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þegar kemur að lýsingum á því hve merkileg íslensk náttúra er förum við stundum fram úr okkur að margra mati. Nú er sagt í umfjöllun um vanda Helgustaðanámu að fundarstaðir silfurbergs séu fáir í heiminum. Þessi náma er vissulega afar merkileg, bæði fyrir fyrsta flokks silfurbergsskristalla í eina tíð og vegna þess að hún hefur sögulega sérstöðu. Er fyrsta náman sem tengja má merkum notum af steindinni í raunvísindum og langri sögu silfurbergsnáms. Þetta friðaða náttúruvætti er einn af örfáum fundarstöðum silfurbergs í Evrópu en ekki heiminum öllum. Verulegt magn af tæru silfurbergi finnst til dæmis á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum, í Kína, Ástralíu, Síberíu, Tyrklandi, Mexíkó og þó einkum í Brasilíu. Á eBay er hægt að kaupa tæra kristalla á 6 til 50 dollara eftir stærð og í annarri netverslun er 4 kg kristall til sölu á 126 dollara.Okkur vantar landverði Ég nefni þetta hér í samhengi við illa umgengni um námuna og brottnám sýna þaðan, á meðan landvörður nær ekki að koma þar við nema örfáum sinnum á ári. Sú afleita staða er aðalatriðið í þessu máli. Enda þótt á annað hundrað landverðir séu sumarráðnir til að gæta þjóðgarða og annarra friðaðra svæða, dugar það hvergi. Okkur vantar á þessu og næsta ári annað eins af menntuðum landvörðum sem eru um leið fræðendur ferðamanna, okkur vantar nýja tegund landvarða að auki, þ.e. allstóran hóp sérmenntaðra landvarða með lögregluvald, líkt og þá sem kallast NPS rangers í Ameríku, og okkur vantar mun fleiri menntaða leiðsögumenn, alla með löggildingu (sem flestum ferðahópum væri skylt að hafa hjá sér). Einnig þurfum við að stemma stigu við ólöglegri vinnu í ferðageiranum, t.d. akstri og leiðsögn án tilskilinna leyfa eða tilkynninga og á það m.a. við um erlenda aðila. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar