Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið 28. mars 2017 12:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. Tilskipunin felur meðal annars í sér að breytingar á lögum um losun gróðurhúsalofttegunda, notkun kola til rafmagnsframleiðslu og breytingar á því að ríkisstarfsmenn verði að taka mið af hnattrænni hlýnun við ákvarðanir sínar. Talsmaður Hvíta hússins, sem kynnti blaðamönnum Washington Post tilskipunina í dag, sagði hana til marks um stefnu Trump að gera Bandaríkin sjálfstæð varðandi orkuframleiðslu. Hann sagði einnig að þegar kæmi að hnattrænni hlýnun ætlaði ríkisstjórnin sér að taka eigin skref. Ekkert er minnst á Parísarsáttmálann samkvæmt WP. Bandaríkin skrifuðu undir sáttmálann árið 2015 og samkvæmt honum þarf ríkið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent fyrir árið 2025, miðað við losunina eins og hún var árið 2005. Meðlimir ríkisstjórnar Trump eru ekki sammála um aðild Bandaríkjanna að sáttmálanum. Í kosningabaráttunni hét Trump því að draga Bandaríkin úr sáttmálanum sem hann sagði koma niður á landinu. Árið 2012 hélt Trump því fram að hnattræn hlýnun væri gabb Kínverja til að draga úr samkeppnishæfi Bandaríkjanna.The concept of global warming was created by and for the Chinese in order to make U.S. manufacturing non-competitive.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 6, 2012 Reglur Obama hafa verið óvinsælar meðal repúblikana og í ríkjum þar sem þeir hafa stjórnað. Hæstiréttur Bandaríkjanna setti reglurnar til hliðar um tíma í fyrra en fjölmörg dómsmál hafa verið höfðuð gegn þeim. Undanfarnar vikur hefur Trump einnig fellt niður reglur Obama um námuvinnslu, boranir og fleira. Þá felldi hann niður reglugerð sem meinaði námufyrirtækjum að sturta úrgangi í ár. Þar að auki hefur ríkisstjórnin gefið í skyn að hún vilji og ætli sér að endurskoða reglugerðir um eyðslu nýrra bíla.Trump ætlar sér einnig að draga úr fjárveitingum til Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um þriðjung.Nýr yfirmaður stofnunarinnar, Scott Pruitt, hefur gagnrýnt stofnunina harðlega í gegnum tíðina. Þá hefur hann sagt að hann trúi því ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðarinnar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. Tilskipunin felur meðal annars í sér að breytingar á lögum um losun gróðurhúsalofttegunda, notkun kola til rafmagnsframleiðslu og breytingar á því að ríkisstarfsmenn verði að taka mið af hnattrænni hlýnun við ákvarðanir sínar. Talsmaður Hvíta hússins, sem kynnti blaðamönnum Washington Post tilskipunina í dag, sagði hana til marks um stefnu Trump að gera Bandaríkin sjálfstæð varðandi orkuframleiðslu. Hann sagði einnig að þegar kæmi að hnattrænni hlýnun ætlaði ríkisstjórnin sér að taka eigin skref. Ekkert er minnst á Parísarsáttmálann samkvæmt WP. Bandaríkin skrifuðu undir sáttmálann árið 2015 og samkvæmt honum þarf ríkið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent fyrir árið 2025, miðað við losunina eins og hún var árið 2005. Meðlimir ríkisstjórnar Trump eru ekki sammála um aðild Bandaríkjanna að sáttmálanum. Í kosningabaráttunni hét Trump því að draga Bandaríkin úr sáttmálanum sem hann sagði koma niður á landinu. Árið 2012 hélt Trump því fram að hnattræn hlýnun væri gabb Kínverja til að draga úr samkeppnishæfi Bandaríkjanna.The concept of global warming was created by and for the Chinese in order to make U.S. manufacturing non-competitive.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 6, 2012 Reglur Obama hafa verið óvinsælar meðal repúblikana og í ríkjum þar sem þeir hafa stjórnað. Hæstiréttur Bandaríkjanna setti reglurnar til hliðar um tíma í fyrra en fjölmörg dómsmál hafa verið höfðuð gegn þeim. Undanfarnar vikur hefur Trump einnig fellt niður reglur Obama um námuvinnslu, boranir og fleira. Þá felldi hann niður reglugerð sem meinaði námufyrirtækjum að sturta úrgangi í ár. Þar að auki hefur ríkisstjórnin gefið í skyn að hún vilji og ætli sér að endurskoða reglugerðir um eyðslu nýrra bíla.Trump ætlar sér einnig að draga úr fjárveitingum til Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um þriðjung.Nýr yfirmaður stofnunarinnar, Scott Pruitt, hefur gagnrýnt stofnunina harðlega í gegnum tíðina. Þá hefur hann sagt að hann trúi því ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðarinnar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Sjá meira