Sjötíu stig Booker dugðu Phoenix ekki til í Boston | Úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2017 11:15 Booker átti stórleik í nótt. Vísir/Getty Þrátt fyrir að hafa fengið sjötíu stig frá ungstirninu Devin Booker þurfti Phoenix Suns að sætta sig við tíu stiga tap 130-120 gegn Boston Celtics í TD Garden í nótt. Booker sem er aðeins tuttugu ára gamall bætti með því félagsmet Phoenix Suns og varð um leið sjötti leikmaðurinn sem nær þessum áfanga. Er hann því í flokki með mönnum á borð við Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, Elgin Baylor, David Robinson og David Thompson. Lék hann 44 mínútur í gær og tók 40 skot í leiknum ásamt því að gefa sex stoðsendingar en þrátt fyrir það leiddi Boston frá upphafi til enda í leik sem áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn. Í liði Boston dreifðist stigaskorunin vel en bakvörðurinn knái Isaiah Thomas var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig. Fyrr um kvöldið var LeBron James aðeins einu frákasti frá elleftu þreföldu tvennu tímabilsins í sjö stiga sigri á New Orleans Pelicans en Cleveland-menn svöruðu heldur betur fyrir eina verstu varnarframmistöðu liðsins í langan tíma gegn Denver Nuggets í leiknum þar á undan. Cleveland náði forskotinu í upphafi annars leikhluta og með góðu framlagi frá meðreiðasveinum James náðu gestirnir frá Cleveland að innbyrða sigurinn og halda í toppsæti Austurdeildarinnar þegar skammt er eftir af tímabilinu. Þá vann Los Angeles Lakers sjaldséðan sigur er liðið tók á móti Minnesota Timberwolves í Staples Center en heimamenn í Lakers náðu að knýja fram framlengingu með góðum lokasprett og voru með töluverða yfirburði í framlengingunni.Úrslit gærkvöldsins: Washington Wizards 129-108 Brooklyn Nets Charlotte Hornets 105-112 Cleveland Cavaliers Orlando Magic 115-87 Detroit Pistons Indiana Pacers 117-125 Denver Nuggets Boston Celtics 130-120 Phoenix Suns Chicago Bulls 107-117 Philadelphia 76ers Milwaukee Bucks 100-97 Atlanta Hawks Houston Rockets 117-107 New Orleans Pelicans Los Angeles Lakers 130-119 Minnesota Timberwolves Golden State Warriors 114-100 Sacramento KingsHelstu tilþrif kvöldsins: Stórkostleg frammistaða Booker: Clarkson var flottur í sigri Lakers NBA Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa fengið sjötíu stig frá ungstirninu Devin Booker þurfti Phoenix Suns að sætta sig við tíu stiga tap 130-120 gegn Boston Celtics í TD Garden í nótt. Booker sem er aðeins tuttugu ára gamall bætti með því félagsmet Phoenix Suns og varð um leið sjötti leikmaðurinn sem nær þessum áfanga. Er hann því í flokki með mönnum á borð við Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, Elgin Baylor, David Robinson og David Thompson. Lék hann 44 mínútur í gær og tók 40 skot í leiknum ásamt því að gefa sex stoðsendingar en þrátt fyrir það leiddi Boston frá upphafi til enda í leik sem áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn. Í liði Boston dreifðist stigaskorunin vel en bakvörðurinn knái Isaiah Thomas var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig. Fyrr um kvöldið var LeBron James aðeins einu frákasti frá elleftu þreföldu tvennu tímabilsins í sjö stiga sigri á New Orleans Pelicans en Cleveland-menn svöruðu heldur betur fyrir eina verstu varnarframmistöðu liðsins í langan tíma gegn Denver Nuggets í leiknum þar á undan. Cleveland náði forskotinu í upphafi annars leikhluta og með góðu framlagi frá meðreiðasveinum James náðu gestirnir frá Cleveland að innbyrða sigurinn og halda í toppsæti Austurdeildarinnar þegar skammt er eftir af tímabilinu. Þá vann Los Angeles Lakers sjaldséðan sigur er liðið tók á móti Minnesota Timberwolves í Staples Center en heimamenn í Lakers náðu að knýja fram framlengingu með góðum lokasprett og voru með töluverða yfirburði í framlengingunni.Úrslit gærkvöldsins: Washington Wizards 129-108 Brooklyn Nets Charlotte Hornets 105-112 Cleveland Cavaliers Orlando Magic 115-87 Detroit Pistons Indiana Pacers 117-125 Denver Nuggets Boston Celtics 130-120 Phoenix Suns Chicago Bulls 107-117 Philadelphia 76ers Milwaukee Bucks 100-97 Atlanta Hawks Houston Rockets 117-107 New Orleans Pelicans Los Angeles Lakers 130-119 Minnesota Timberwolves Golden State Warriors 114-100 Sacramento KingsHelstu tilþrif kvöldsins: Stórkostleg frammistaða Booker: Clarkson var flottur í sigri Lakers
NBA Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira