Faðir Lubitz vill nýja rannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2017 13:59 Günter Lubitz á blaðamannafundinum í dag. Vísir/AFP Günter Lubitz er fullur efasemda um að sonur sinn Andreas Lupitz hafi flogið vísvitandi á fjall í frönsku ölupunum fyrir tveimur árum. 150 manns voru um borð og allir létu lífið. Hann segir son sinn ekki hafa verið í sjálfsmorðshugleiðingum og kallar eftir nýrri rannsókn. Þetta kom fram á blaðamannafundi Günter Lubitz og blaðamanns í dag. Blaðamaðurinn Tim van Beveren, sem Lubitz réð til að fara yfir gögn málsins með sér, segir ekkert hafa verið sannað varðandi það af hverju flugstjóri Germanwings A320 flugsins frá Barcelona til Duesseldorf hafi ekki komist aftur inn í flugstjórnarklefann eftir að hann fór á klósettið. Hann sagði einnig að ókyrrð hafi mögulega neytt Lubitz til að lækka flugið og að ekki hafi verið sannað að Lubitz hafi verið með meðvitund þegar flugvélin lækkaði flugið. Þetta var í fyrsta sinn sem Günter Lubitz ræddi við fjölmiðla í þessi tvö ár. Hann lýsti því yfir að það hefði slegið fjölskyldu hans verulega að rannsakendur hefðu lýst því yfir, einungis nokkrum dögum eftir brotlendinguna, að sonur hans hefði flogið viljandi á fjallið. „Við höfum þurft að lifa með því að honum hefur verið stillt upp sem fjöldamorðingja í fjölmiðllum,“ sagði hann samkvæmt Reuters. Þegar hann var spurður hvort hann trúði því að sonur sinn væri saklaus, svaraði Günter á þá leið að hann væri „að leita sannleikans“. Lufthansa, móðurfélag Germanwings, segir enga ástæðu til að trúa ekki niðurstöðum rannsakenda. Saksóknarinn Christoph Kumpa slær á svipaða strengi og segir að ekki eigi að opna rannsóknina að nýju. Ekkert tilefni sé til þess. Hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum sýna fram á að flugstjórinn reyndi að brjóta hurðina niður með öxi áður en flugvélin lenti á fjallinu. Lubitz er sagður hafa hægt á vélinni og byrjað að lækka flugið eftir að flugstjórinn fór á klósettið, skömmu eftir flugtak. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Faðir Andreas Lubitz segist ekki trúa því að hann hafi flogið viljandi á fjall í Frakklandi. 21. mars 2017 13:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Günter Lubitz er fullur efasemda um að sonur sinn Andreas Lupitz hafi flogið vísvitandi á fjall í frönsku ölupunum fyrir tveimur árum. 150 manns voru um borð og allir létu lífið. Hann segir son sinn ekki hafa verið í sjálfsmorðshugleiðingum og kallar eftir nýrri rannsókn. Þetta kom fram á blaðamannafundi Günter Lubitz og blaðamanns í dag. Blaðamaðurinn Tim van Beveren, sem Lubitz réð til að fara yfir gögn málsins með sér, segir ekkert hafa verið sannað varðandi það af hverju flugstjóri Germanwings A320 flugsins frá Barcelona til Duesseldorf hafi ekki komist aftur inn í flugstjórnarklefann eftir að hann fór á klósettið. Hann sagði einnig að ókyrrð hafi mögulega neytt Lubitz til að lækka flugið og að ekki hafi verið sannað að Lubitz hafi verið með meðvitund þegar flugvélin lækkaði flugið. Þetta var í fyrsta sinn sem Günter Lubitz ræddi við fjölmiðla í þessi tvö ár. Hann lýsti því yfir að það hefði slegið fjölskyldu hans verulega að rannsakendur hefðu lýst því yfir, einungis nokkrum dögum eftir brotlendinguna, að sonur hans hefði flogið viljandi á fjallið. „Við höfum þurft að lifa með því að honum hefur verið stillt upp sem fjöldamorðingja í fjölmiðllum,“ sagði hann samkvæmt Reuters. Þegar hann var spurður hvort hann trúði því að sonur sinn væri saklaus, svaraði Günter á þá leið að hann væri „að leita sannleikans“. Lufthansa, móðurfélag Germanwings, segir enga ástæðu til að trúa ekki niðurstöðum rannsakenda. Saksóknarinn Christoph Kumpa slær á svipaða strengi og segir að ekki eigi að opna rannsóknina að nýju. Ekkert tilefni sé til þess. Hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum sýna fram á að flugstjórinn reyndi að brjóta hurðina niður með öxi áður en flugvélin lenti á fjallinu. Lubitz er sagður hafa hægt á vélinni og byrjað að lækka flugið eftir að flugstjórinn fór á klósettið, skömmu eftir flugtak.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Faðir Andreas Lubitz segist ekki trúa því að hann hafi flogið viljandi á fjall í Frakklandi. 21. mars 2017 13:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Faðir Andreas Lubitz segist ekki trúa því að hann hafi flogið viljandi á fjall í Frakklandi. 21. mars 2017 13:15