Norðurlöndin – örugg höfn í ólgusjó Stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði skrifar 23. mars 2017 07:00 Við lifum nú mikla breytingatíma. Félagslega, efnahagslega og pólitískt upplifir heimsbyggðin mikil umbrot, átök og öfgar. Óöryggi og hræðsla við framtíðina gerir víða vart við sig. Öfgar og lýðskrum hafa víða fengið byr undir báða vængi og þeirri heimsskipan og framþróun sem við höfum búið við undanfarna áratugi er að mörgu leyti ógnað. Þetta á við um alþjóðlegt samstarf, alþjóðaviðskipti, forsendur lýðræðis, stöðu mannréttinda, varnarsamstarf o.fl. Bandaríki Trumps, Brexit, uppgangur fasismans í Evrópu og þróun mála í Rússlandi, Tyrklandi og víðar, sýnir glögglega að heimsmyndin getur auðveldlega breyst stórkostlega til hins verra á komandi árum. Norðurlöndin geta ekki tekið þá áhættu að sitja aðgerðalítil hjá og sætt sig við stöðu áhorfandans á þessum miklu umbrotatímum. Þvert á móti er afar mikilvægt að Norðurlöndin stórauki nú samstarf sitt og taki forystu í baráttu fyrir nýrri heimsskipan, þar sem félagslegt öryggi, jöfnuður, réttlæti og lýðréttindi eru í hávegum höfð. Norðurlöndin verða að standa þétt saman um þessi mikilvægu gildi, beita sér sameiginlega af alefli og leita bandamanna um heim allan sem vilja sjá sambærilega þróun á komandi tíð. Norðurlöndin eru þekkt víða um heim fyrir mikla velmegun, frjálslyndi, jafnrétti, lýðræðislega þátttöku, samstarf, öryggi og jöfnuð. Þessi mikilvægu gildi verðum við að verja af öllu afli, enda er víða að þeim sótt. Allt of víða er þróunin því miður í öfuga átt og við það verður ekki unað. Okkar norrænu velferðarsamfélög hafa sýnt og sannað hvers þau eru megnug og það er okkar hlutverk að verja þau og þróa áfram, en ekki láta brjóta þau niður. Sameinuð eru Norðurlöndin meðal tíu stærstu efnahagsstórvelda heimsins og þeirra fimm stærstu í Evrópu. Einnig í því ljósi geta Norðurlöndin kinnroðalaust krafist sætis við borðið þar sem framtíð Evrópu og heimsins er rædd og ákvarðanir teknar. Í okkar huga er það því forgangsmál að tryggja að Norðurlöndin vinni mun betur saman á alþjóðavettvangi, en hingað til. Að því munu jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vinna á komandi mánuðum og árum. Phia Andersson, formaður, Svíþjóð Henrik Dam Kristensen, Danmörku Maarit Feldt-Ranta, Finlandi Oddný G. Harðardóttir, Íslandi Sonja Mandt, Noregií stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Skoðun Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Við lifum nú mikla breytingatíma. Félagslega, efnahagslega og pólitískt upplifir heimsbyggðin mikil umbrot, átök og öfgar. Óöryggi og hræðsla við framtíðina gerir víða vart við sig. Öfgar og lýðskrum hafa víða fengið byr undir báða vængi og þeirri heimsskipan og framþróun sem við höfum búið við undanfarna áratugi er að mörgu leyti ógnað. Þetta á við um alþjóðlegt samstarf, alþjóðaviðskipti, forsendur lýðræðis, stöðu mannréttinda, varnarsamstarf o.fl. Bandaríki Trumps, Brexit, uppgangur fasismans í Evrópu og þróun mála í Rússlandi, Tyrklandi og víðar, sýnir glögglega að heimsmyndin getur auðveldlega breyst stórkostlega til hins verra á komandi árum. Norðurlöndin geta ekki tekið þá áhættu að sitja aðgerðalítil hjá og sætt sig við stöðu áhorfandans á þessum miklu umbrotatímum. Þvert á móti er afar mikilvægt að Norðurlöndin stórauki nú samstarf sitt og taki forystu í baráttu fyrir nýrri heimsskipan, þar sem félagslegt öryggi, jöfnuður, réttlæti og lýðréttindi eru í hávegum höfð. Norðurlöndin verða að standa þétt saman um þessi mikilvægu gildi, beita sér sameiginlega af alefli og leita bandamanna um heim allan sem vilja sjá sambærilega þróun á komandi tíð. Norðurlöndin eru þekkt víða um heim fyrir mikla velmegun, frjálslyndi, jafnrétti, lýðræðislega þátttöku, samstarf, öryggi og jöfnuð. Þessi mikilvægu gildi verðum við að verja af öllu afli, enda er víða að þeim sótt. Allt of víða er þróunin því miður í öfuga átt og við það verður ekki unað. Okkar norrænu velferðarsamfélög hafa sýnt og sannað hvers þau eru megnug og það er okkar hlutverk að verja þau og þróa áfram, en ekki láta brjóta þau niður. Sameinuð eru Norðurlöndin meðal tíu stærstu efnahagsstórvelda heimsins og þeirra fimm stærstu í Evrópu. Einnig í því ljósi geta Norðurlöndin kinnroðalaust krafist sætis við borðið þar sem framtíð Evrópu og heimsins er rædd og ákvarðanir teknar. Í okkar huga er það því forgangsmál að tryggja að Norðurlöndin vinni mun betur saman á alþjóðavettvangi, en hingað til. Að því munu jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vinna á komandi mánuðum og árum. Phia Andersson, formaður, Svíþjóð Henrik Dam Kristensen, Danmörku Maarit Feldt-Ranta, Finlandi Oddný G. Harðardóttir, Íslandi Sonja Mandt, Noregií stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun