Framfarir í flughermum Árni Stefán Árnason skrifar 22. mars 2017 13:00 Mjög miklar framfarir hafa orðið í heimi flugherma undanfarin misseri og áhugamálið nýtur sívaxandi vinsælda hér og erlendis. Í áhugamálinu felst að fljúga flugvélum í/með tölvum þar sem hermt er eftir raunverulegum aðstæðum. Sú tækni hefur ná miklum framförum. Mjög nákvæmar eftirlíkingar hafa verið framleiddar af vinsælustu loftförum heims frá einkaflugvélum til farþegaþotna. Eftirlíking af raunveðri er mjög nákvæm. Sama á við um allt landslag og fjölmarga flugvelli, jafnt alþjóðaflugvelli sem minni flugvelli. Þá gefst kostur á talsambandi við flugumferðarstjórn. Gríðarlega eftirspurn er eftir flugmönnum í dag og virðast flugskólar vart hafa undan að útskrifa nemendur. Margir þessara nemenda og starfandi flugmanna nota flugherma til að læra og/eða viðhalda þekkingu sinni. T.d. er hægt að kynnast flugvöllum, sem maður hefur aldrei flogið á með flughermi. Um næstu helgi heldur t.d. Flugskólinn Keilir kynningu á starfsemi sinni að Ásbrú. Höfundur leggur stund á þetta áhugamál af nokkurri ákefð og nýtist menntun í atvinnu-, blindflugi og sem flugkennari vel til þess. Fyrir einhverjum misserum skrifaði ég fjöllesinn pistil um sama efni en framfarir frá þeim tíma hafa orðið slíkar að ég hef áhuga á að taka saman það helsta fyrir þá, sem eru að stíga sín fyrstu skref og nýtist jafnvel þeim lengra komnu líka. Margir Íslendingar leggja stund á áhugamálið og upplýsingar streyma svo hratt inn um nýjungar að erfitt getur reynst að halda sér við bara á þeim vettvangi. Þar sem ég er í miðri göngu í þessum „frumskógi“ með áætlanir um að koma upp fullkominni eftirlíkingu af Airbus A320 flughermi langar mig að deila því helsta, af skipulagi, til þeirra sem eru á sömu eða svipaðri göngu og ég. Á mínu ferðalagi hef ég uppgötvað að vélbúnaður (íhlutir í tölvu) skiptir höfuðmáli ætli maður sér að njóta hins endanlega markmiðs, fljúga fullkomnustu gerðum flugvéla, í fullkomnustu gerð af umhverfi með fullkomnustu gerð af veðureftirlýkingu. Vélbúnaður minn samanstendur af eftirfarandi: Móðurborð sem styður Intel i7 6700K 4.0 ~ 4.2 GHz örgjörvar, ssd hörðum diski fyrir stýrikerfi, flughermi og viðbætur, nvidia geforce 1080 skjákort og harður diskur sem geymir skrár. Í turninum er 650 watta aflgjafi og í honum eru 3 kæliviftur ásamt öflugri örgjörvarviftu og kælikerfi. Ég nota þrjá 27" skjái í meðalgæðaflokki til að birta stjórnklefann og umhverfið. Framangreindar upplýsingar þekkja allar fagverslanir og eflaust má komast af með vélbúnað, sem er ekki jafnöflugur. Hafa ber þó í huga að stöðugar framfarir í þróun hugbúnaðar krefjast nýjustu tækni vélbúnaðar. Stýrikerfið er Windows 10 64 bit home edition. Flughermirinn sem ég hef kosið að nota vegna tæknilegs fullkomleika, áreiðanleika, þróunar og viðhalds framleiðanda er Prepared 3D v3 seldur á netinu og er auðveldur í uppsetningu. Mikilvægt er að lesa notendahandbókina vandlega áður en þessi flughermir er notaður. Svokölluð „academic license“ (útgáfa) hentar flestum vel og er verðið hófstillt. Aðrir flughermar, sem skylda er að benda á, en val á þeim er smekksatriði og sérviska. Það eru Microsoft flight Simulator X steam edition og X plane. Hægt er að kaupa ofsalega mikið af viðbótum við alla framangreinda flugherma. Með viðbótum er átt við sérframleidd loftför, umhverfi og veður sem fylgir flugherminum sjálfum ekki. Gæðin eru misjöfn. Nokkrir aðilar skera sig þó úr og í þessum pistli mun ég einungis segja frá þeim. Áhugaverðustu viðbæturnar eru að mínu mati: Loftförin Carenado sérhæfa sig í litlum upp í meðalstór tveggja hreyfla loftför og eru flest þeirra mjög góð. Majestic software framleiðir Bombardier Q400 sem Flugfélag Íslands notar í innanlandsflug. Fligtsim labs hafa nýlega sett á markað loftfar, sem fengið hefur frábæra dóma, Airbus A320. Ég hef ekki prófað það ennþá þar sem ég er á námskeiði fyrir Majestic software Q400. PMDG eru löngu orðnir þekkir fyrir frábær loftför á sanngjörnu verði og framleiða meðal annars hina sívinsælu Boeing 737-800 NGX auk þess sem þeir hafa nýlega hafið sölu á nýrri útgáfa af Boeing 747 sem beðið var eftir með mikilli eftirvæntingu en ég hef þó ekki prófað. Þá ráðleggingu vil ég þó gefa áhugasömum að sanka ekki að sér loftförum heldur læra almennilega á eitt áður en maður færir sig yfir á það næsta. Vilji maður vanda sig getur það tekið marga daga/vikur/mánuði að ná góðu valdi á einu loftfari allt eftir þeim tíma sem maður gefur sér og hversu vandlega maður les notendahandbækurnar. Ég er lítið gefinn fyrir fikt, að hoppa á milli loftfara sem ég kann ekki nema yfirborðslega á þ.e. að taka það á loft og lenda. Flestir framleiðendur hafa lagt mikla vinnu í hönnun loftfara sinna og fylgja þeim stundum þykkar notendahandbækur, skrifaðar til að lesa þær! Öll þessi loftför eru fáanleg, sem niðurhalanleg þegar gengið hefur verið frá kaupum á þeim. Fjöldi online verslana er mikill og býður það seinni tíma að fjalla um þær. Öll framangreind loftför er hægt að kaupa á framangreindum tenglum eða á tilvísun á aðra tengla hjá viðkomandi framleiðanda. Algert grundvallaratriði er að mínu mati, sem gildir á öllum sviðum lærdóms, vilji maður njóta eiginlega loftfaranna, er að lesa notendahandbókina og helst sækja námskeið á viðkomandi loftfar. Geri maður það ekki nýtur maður máski ekki nema brots af því sem annars væri mögulegt. Ég er t.d. á margra klst. online námskeiði núna um Q400 hjá Airline2Sim.com og námskeiðin heita Majestic Dash 8 Q400 Cadet training og Majestic Dash 8 Q400 First Officer. Þetta eru margar klst af kennslu, hver annari skemmtilegri. Sýnishorn. Stjórntæki Ég ætla ekki að kafa djúpt í stjórntæki að þessum sinni. Stýripinni af hefðbundinni gerð, fáanlegur í flestum tölvuverslunum nægja til að byrja með. Vilji menn þróa sig í þeim efnum er hægt að fá stjórntæki sem eru nákvæm eftirlíking stjórntækja sem eru við notkun í raunflugi í dag. Leiðsögutækni Í stuttu máli þá mæli ég með áskrift að gagnagrunni Navigraph. Þar eru aðgengileg fyrir siglingatæki allra eða flestra þessara loftfara upplýsingar sem raunverulega eru notaðar í farþega og einkaflugi og þú getur yfirfært í viðkomandi loftfar og ert því í raun að nýta þér upplýsingar sem flugmenn um allan heim í raunflugi eru að nota. Umhverfi Með umhverfisþættinum er, sem fyrr segir, átt við eftirlíkingu af móður jörð og þeim flugvöllum sem byggðir hafa verið. Fyrstan er þar að nefna framleiðandann ORBX sem framleiðir mjög nákvæma eftirlíkingu af landslagi jarðarinnar og auk þess allmarga flugvelli. Aðrir vandaðir framleiðir flugvalla eru Aerosoft og t.d. Fly tampa svo einhverjir séu nefndir. Veður Veður spilar mjög stóran þátt í öllu mínu flugi þar sem ég er með blindflugsáráttu og fíkn fyrir slæmu veðri í flugi. Ég nota eingöngu veðurhermir frá HiFi technologies og þessar tvær vörur frá þeim: AS16 FOR P3D FULL og Active Sky Cloud Art. Þegar ég uppgötvaði þennan veðurhermi gerbreyttist öll upplifun mín. Þessi hugbúnaður framkallar veður samkvæmt nýjustu staðarupplýsingum frá veðurstofum og sjón er sögu ríkari þegar maður er að koma inn í ský, er í þeim eða að koma úr þeim í aðflugi. Vindurinn feykir þér auk þess til og frá og þú þarft að hafa þig allan við ef þú vilt að flugið heppnist. Aðrar upplýsingar Það er vel þess virði, fyrir þá, sem vilja viðhalda þekkingu sinni, að fylgjast með vefsíðum, sem reglulega flytja fréttir af því nýjasta í þessum heimi. Þar nefni ég helstar þessar slóðir en fjöldi þeirra er mikill og gildir þar að nota leitarvélar. Þessar heimsæki ég daglega og eru þær áreiðanlegar. Sjá líka facbook síður. PCPilot.net FSElite.net FlusiNews.de Ég hvet alla þá sem vilja bæta við þessar upplýsingar og koma slíkum upplýsingum á framfæri hér í innleggjum. Að lokum er hér að neðan stutt myndband um flugvöllinn í Oslo, sem sýnir raunveruleikann sem við blasir. Hvet áhugasama til að gúggla „flightsimulator“ til að kynnast þessu nánar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Mjög miklar framfarir hafa orðið í heimi flugherma undanfarin misseri og áhugamálið nýtur sívaxandi vinsælda hér og erlendis. Í áhugamálinu felst að fljúga flugvélum í/með tölvum þar sem hermt er eftir raunverulegum aðstæðum. Sú tækni hefur ná miklum framförum. Mjög nákvæmar eftirlíkingar hafa verið framleiddar af vinsælustu loftförum heims frá einkaflugvélum til farþegaþotna. Eftirlíking af raunveðri er mjög nákvæm. Sama á við um allt landslag og fjölmarga flugvelli, jafnt alþjóðaflugvelli sem minni flugvelli. Þá gefst kostur á talsambandi við flugumferðarstjórn. Gríðarlega eftirspurn er eftir flugmönnum í dag og virðast flugskólar vart hafa undan að útskrifa nemendur. Margir þessara nemenda og starfandi flugmanna nota flugherma til að læra og/eða viðhalda þekkingu sinni. T.d. er hægt að kynnast flugvöllum, sem maður hefur aldrei flogið á með flughermi. Um næstu helgi heldur t.d. Flugskólinn Keilir kynningu á starfsemi sinni að Ásbrú. Höfundur leggur stund á þetta áhugamál af nokkurri ákefð og nýtist menntun í atvinnu-, blindflugi og sem flugkennari vel til þess. Fyrir einhverjum misserum skrifaði ég fjöllesinn pistil um sama efni en framfarir frá þeim tíma hafa orðið slíkar að ég hef áhuga á að taka saman það helsta fyrir þá, sem eru að stíga sín fyrstu skref og nýtist jafnvel þeim lengra komnu líka. Margir Íslendingar leggja stund á áhugamálið og upplýsingar streyma svo hratt inn um nýjungar að erfitt getur reynst að halda sér við bara á þeim vettvangi. Þar sem ég er í miðri göngu í þessum „frumskógi“ með áætlanir um að koma upp fullkominni eftirlíkingu af Airbus A320 flughermi langar mig að deila því helsta, af skipulagi, til þeirra sem eru á sömu eða svipaðri göngu og ég. Á mínu ferðalagi hef ég uppgötvað að vélbúnaður (íhlutir í tölvu) skiptir höfuðmáli ætli maður sér að njóta hins endanlega markmiðs, fljúga fullkomnustu gerðum flugvéla, í fullkomnustu gerð af umhverfi með fullkomnustu gerð af veðureftirlýkingu. Vélbúnaður minn samanstendur af eftirfarandi: Móðurborð sem styður Intel i7 6700K 4.0 ~ 4.2 GHz örgjörvar, ssd hörðum diski fyrir stýrikerfi, flughermi og viðbætur, nvidia geforce 1080 skjákort og harður diskur sem geymir skrár. Í turninum er 650 watta aflgjafi og í honum eru 3 kæliviftur ásamt öflugri örgjörvarviftu og kælikerfi. Ég nota þrjá 27" skjái í meðalgæðaflokki til að birta stjórnklefann og umhverfið. Framangreindar upplýsingar þekkja allar fagverslanir og eflaust má komast af með vélbúnað, sem er ekki jafnöflugur. Hafa ber þó í huga að stöðugar framfarir í þróun hugbúnaðar krefjast nýjustu tækni vélbúnaðar. Stýrikerfið er Windows 10 64 bit home edition. Flughermirinn sem ég hef kosið að nota vegna tæknilegs fullkomleika, áreiðanleika, þróunar og viðhalds framleiðanda er Prepared 3D v3 seldur á netinu og er auðveldur í uppsetningu. Mikilvægt er að lesa notendahandbókina vandlega áður en þessi flughermir er notaður. Svokölluð „academic license“ (útgáfa) hentar flestum vel og er verðið hófstillt. Aðrir flughermar, sem skylda er að benda á, en val á þeim er smekksatriði og sérviska. Það eru Microsoft flight Simulator X steam edition og X plane. Hægt er að kaupa ofsalega mikið af viðbótum við alla framangreinda flugherma. Með viðbótum er átt við sérframleidd loftför, umhverfi og veður sem fylgir flugherminum sjálfum ekki. Gæðin eru misjöfn. Nokkrir aðilar skera sig þó úr og í þessum pistli mun ég einungis segja frá þeim. Áhugaverðustu viðbæturnar eru að mínu mati: Loftförin Carenado sérhæfa sig í litlum upp í meðalstór tveggja hreyfla loftför og eru flest þeirra mjög góð. Majestic software framleiðir Bombardier Q400 sem Flugfélag Íslands notar í innanlandsflug. Fligtsim labs hafa nýlega sett á markað loftfar, sem fengið hefur frábæra dóma, Airbus A320. Ég hef ekki prófað það ennþá þar sem ég er á námskeiði fyrir Majestic software Q400. PMDG eru löngu orðnir þekkir fyrir frábær loftför á sanngjörnu verði og framleiða meðal annars hina sívinsælu Boeing 737-800 NGX auk þess sem þeir hafa nýlega hafið sölu á nýrri útgáfa af Boeing 747 sem beðið var eftir með mikilli eftirvæntingu en ég hef þó ekki prófað. Þá ráðleggingu vil ég þó gefa áhugasömum að sanka ekki að sér loftförum heldur læra almennilega á eitt áður en maður færir sig yfir á það næsta. Vilji maður vanda sig getur það tekið marga daga/vikur/mánuði að ná góðu valdi á einu loftfari allt eftir þeim tíma sem maður gefur sér og hversu vandlega maður les notendahandbækurnar. Ég er lítið gefinn fyrir fikt, að hoppa á milli loftfara sem ég kann ekki nema yfirborðslega á þ.e. að taka það á loft og lenda. Flestir framleiðendur hafa lagt mikla vinnu í hönnun loftfara sinna og fylgja þeim stundum þykkar notendahandbækur, skrifaðar til að lesa þær! Öll þessi loftför eru fáanleg, sem niðurhalanleg þegar gengið hefur verið frá kaupum á þeim. Fjöldi online verslana er mikill og býður það seinni tíma að fjalla um þær. Öll framangreind loftför er hægt að kaupa á framangreindum tenglum eða á tilvísun á aðra tengla hjá viðkomandi framleiðanda. Algert grundvallaratriði er að mínu mati, sem gildir á öllum sviðum lærdóms, vilji maður njóta eiginlega loftfaranna, er að lesa notendahandbókina og helst sækja námskeið á viðkomandi loftfar. Geri maður það ekki nýtur maður máski ekki nema brots af því sem annars væri mögulegt. Ég er t.d. á margra klst. online námskeiði núna um Q400 hjá Airline2Sim.com og námskeiðin heita Majestic Dash 8 Q400 Cadet training og Majestic Dash 8 Q400 First Officer. Þetta eru margar klst af kennslu, hver annari skemmtilegri. Sýnishorn. Stjórntæki Ég ætla ekki að kafa djúpt í stjórntæki að þessum sinni. Stýripinni af hefðbundinni gerð, fáanlegur í flestum tölvuverslunum nægja til að byrja með. Vilji menn þróa sig í þeim efnum er hægt að fá stjórntæki sem eru nákvæm eftirlíking stjórntækja sem eru við notkun í raunflugi í dag. Leiðsögutækni Í stuttu máli þá mæli ég með áskrift að gagnagrunni Navigraph. Þar eru aðgengileg fyrir siglingatæki allra eða flestra þessara loftfara upplýsingar sem raunverulega eru notaðar í farþega og einkaflugi og þú getur yfirfært í viðkomandi loftfar og ert því í raun að nýta þér upplýsingar sem flugmenn um allan heim í raunflugi eru að nota. Umhverfi Með umhverfisþættinum er, sem fyrr segir, átt við eftirlíkingu af móður jörð og þeim flugvöllum sem byggðir hafa verið. Fyrstan er þar að nefna framleiðandann ORBX sem framleiðir mjög nákvæma eftirlíkingu af landslagi jarðarinnar og auk þess allmarga flugvelli. Aðrir vandaðir framleiðir flugvalla eru Aerosoft og t.d. Fly tampa svo einhverjir séu nefndir. Veður Veður spilar mjög stóran þátt í öllu mínu flugi þar sem ég er með blindflugsáráttu og fíkn fyrir slæmu veðri í flugi. Ég nota eingöngu veðurhermir frá HiFi technologies og þessar tvær vörur frá þeim: AS16 FOR P3D FULL og Active Sky Cloud Art. Þegar ég uppgötvaði þennan veðurhermi gerbreyttist öll upplifun mín. Þessi hugbúnaður framkallar veður samkvæmt nýjustu staðarupplýsingum frá veðurstofum og sjón er sögu ríkari þegar maður er að koma inn í ský, er í þeim eða að koma úr þeim í aðflugi. Vindurinn feykir þér auk þess til og frá og þú þarft að hafa þig allan við ef þú vilt að flugið heppnist. Aðrar upplýsingar Það er vel þess virði, fyrir þá, sem vilja viðhalda þekkingu sinni, að fylgjast með vefsíðum, sem reglulega flytja fréttir af því nýjasta í þessum heimi. Þar nefni ég helstar þessar slóðir en fjöldi þeirra er mikill og gildir þar að nota leitarvélar. Þessar heimsæki ég daglega og eru þær áreiðanlegar. Sjá líka facbook síður. PCPilot.net FSElite.net FlusiNews.de Ég hvet alla þá sem vilja bæta við þessar upplýsingar og koma slíkum upplýsingum á framfæri hér í innleggjum. Að lokum er hér að neðan stutt myndband um flugvöllinn í Oslo, sem sýnir raunveruleikann sem við blasir. Hvet áhugasama til að gúggla „flightsimulator“ til að kynnast þessu nánar.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun