Mengunarmælingar og rekstur United Silicon Helgi Þórhallsson skrifar 3. apríl 2017 07:00 Síðastliðinn fimmtudag greindu Orkurannsóknir ehf. frá því að vegna mistaka hafði gildi þungmálma og PAH-efna í sýnum sem safnað var í mælistöð í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík verið stórlega ofmetið. Orkurannsóknir er óháður aðili sem hefur annast umhverfisvöktun við verksmiðju United Silicon í Helguvík undanfarið ár. Orkurannsóknir sögðu að vegna mistaka hefði gildi einstakra efna verið metið allt að 67 sinnum hærra en það hefur mælst í útblæstri frá verksmiðjunni og að framleiðsla þar hafi ekki verið byrjuð þegar hluti þessara ótrúlegu mælasýna varð til. Þá hefðu ríkjandi vindáttir á þessu tímabili staðið frá mælistöðinni að verksmiðjunni en ekki öfugt. Þegar þessar upplýsingar birtust frá Umhverfisstofnun varð íbúum í Reykjanesbæ eðlilega brugðið. Starfsmenn United Silicon efuðust strax um þessar niðurstöður og töldu að þær gætu ekki átt við um starfsemi verksmiðjunnar. Þegar Orkurannsóknir drógu mælinganiðurstöður sínar til baka, og lýstu því yfir að þær væru mistök og úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu, gaf Umhverfisstofnun það út að óvissa væri í þungmálmamælingum í Helguvík. Nýjar mælingar á gildi þungmálma og PAH-efna sem nú hafa borist og verið kynntar Umhverfisstofnun og United Silicon benda til að rekstur verksmiðjunnar hafi ekki mælanleg áhrif á magn þessara efna í umhverfinu. Samkvæmt síðustu mælingum virðist ekki skipta máli hvort verksmiðjan er í rekstri eða ekki, gildi þessara efna í umhverfinu mælast þau sömu. Eins og þeir vita sem fylgjast með fjölmiðlum hefur verksmiðja United Silicon glímt við margvíslega örðugleika í byrjun rekstursins. Að undanförnu hefur verið lögð áhersla á að lagfæra og bæta búnað verksmiðjunnar. Stjórnendur United Silicon eru vel meðvitaðir um þær skyldur sem á þeim hvíla að stunda ábyrga atvinnustarfsemi í sátt við umhverfið og fólkið sem þar býr. Þær skyldur hyggjumst við rækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein United Silicon Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag greindu Orkurannsóknir ehf. frá því að vegna mistaka hafði gildi þungmálma og PAH-efna í sýnum sem safnað var í mælistöð í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík verið stórlega ofmetið. Orkurannsóknir er óháður aðili sem hefur annast umhverfisvöktun við verksmiðju United Silicon í Helguvík undanfarið ár. Orkurannsóknir sögðu að vegna mistaka hefði gildi einstakra efna verið metið allt að 67 sinnum hærra en það hefur mælst í útblæstri frá verksmiðjunni og að framleiðsla þar hafi ekki verið byrjuð þegar hluti þessara ótrúlegu mælasýna varð til. Þá hefðu ríkjandi vindáttir á þessu tímabili staðið frá mælistöðinni að verksmiðjunni en ekki öfugt. Þegar þessar upplýsingar birtust frá Umhverfisstofnun varð íbúum í Reykjanesbæ eðlilega brugðið. Starfsmenn United Silicon efuðust strax um þessar niðurstöður og töldu að þær gætu ekki átt við um starfsemi verksmiðjunnar. Þegar Orkurannsóknir drógu mælinganiðurstöður sínar til baka, og lýstu því yfir að þær væru mistök og úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu, gaf Umhverfisstofnun það út að óvissa væri í þungmálmamælingum í Helguvík. Nýjar mælingar á gildi þungmálma og PAH-efna sem nú hafa borist og verið kynntar Umhverfisstofnun og United Silicon benda til að rekstur verksmiðjunnar hafi ekki mælanleg áhrif á magn þessara efna í umhverfinu. Samkvæmt síðustu mælingum virðist ekki skipta máli hvort verksmiðjan er í rekstri eða ekki, gildi þessara efna í umhverfinu mælast þau sömu. Eins og þeir vita sem fylgjast með fjölmiðlum hefur verksmiðja United Silicon glímt við margvíslega örðugleika í byrjun rekstursins. Að undanförnu hefur verið lögð áhersla á að lagfæra og bæta búnað verksmiðjunnar. Stjórnendur United Silicon eru vel meðvitaðir um þær skyldur sem á þeim hvíla að stunda ábyrga atvinnustarfsemi í sátt við umhverfið og fólkið sem þar býr. Þær skyldur hyggjumst við rækja.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar