Sterka krónu, takk Þröstur Ólafsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Vegna þess hve utanríkisviðskipti eru stór hluti af þjóðarframleiðslu okkar þá erum við mjög háð gengi erlendra gjaldmiðla. Frá upphafi íslensku krónunnar hefur gengi hennar, með örfáum undantekningartilvikum, verið stýrt eftir kröfum og þörfum sjávarútvegsins. Þar hefur krafan um lágt gengi verið sungin svo lengi sem elstu menn muna. Og talsmenn Bændasamtakanna hafa kyrjað viðlagið „Við líka, við líka.“ Á þessum höfuðbólum hefur einnig verið að finna öflugustu formælendur fastræðis við krónuna sem gjaldmiðil, þ.e.a.s. veika krónu. Neytendur hafa sjaldnast haft nokkurn talsmann á pólitíska sviðinu, sem bent hefur á að gengisdýfurnar eru borgaðar af okkur sem kaupum daglega erlendar neysluvörur eða skuldum vísitölu- eða gengistryggð lán. Þó þetta sé stór meirihluti þjóðarinnar, þá er eins og hann skipti engu máli. Hann verði bara að éta það sem úti frýs. Veikur gjaldmiðill lamar Til lengdar er veikur gjaldmiðill ekki æskilegur. Hann getur að vísu ýtt tímabundið undir útflutning. Hann heldur í bráð lífi í atvinnugreinum sem standast enga samkeppni, og/eða nenna ekki að gyrða upp um sig. Að öðru leyti hindrar hann nýsköpun og efnahagslega framþróun. Innflutnings- og gjaldeyrishöft virka eins. Þau halda á lífi því sem ella myndi víkja. Þannig má útskýra að hluta það landlæga einhæfi, sem einkenndi íslenskt efnahagslíf á tuttugustu öld, eða allt fram til þess tíma þegar gengið styrktist, ýmist vegna mikils innstreymis erlends fjármagns, sem setti hagkerfið á skjön, eða vegna tekna af ferðamönnum. Í stað þess að bæta rekstrarumhverfi og hagræða, var gengið fellt. Pólitískur þýstingur hefur æ verið til staðar til að laga gengið að veikburða atvinnugreinum. Ef við ætlum að sigla út á reginhaf með krónuna sem farareyri, þá verður henni að vera stjórnað af bankastjóra með mikla þekkingu á peningamálum og seðlabanka sem er óháður stjórnmálum líðandi stundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þröstur Ólafsson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Vegna þess hve utanríkisviðskipti eru stór hluti af þjóðarframleiðslu okkar þá erum við mjög háð gengi erlendra gjaldmiðla. Frá upphafi íslensku krónunnar hefur gengi hennar, með örfáum undantekningartilvikum, verið stýrt eftir kröfum og þörfum sjávarútvegsins. Þar hefur krafan um lágt gengi verið sungin svo lengi sem elstu menn muna. Og talsmenn Bændasamtakanna hafa kyrjað viðlagið „Við líka, við líka.“ Á þessum höfuðbólum hefur einnig verið að finna öflugustu formælendur fastræðis við krónuna sem gjaldmiðil, þ.e.a.s. veika krónu. Neytendur hafa sjaldnast haft nokkurn talsmann á pólitíska sviðinu, sem bent hefur á að gengisdýfurnar eru borgaðar af okkur sem kaupum daglega erlendar neysluvörur eða skuldum vísitölu- eða gengistryggð lán. Þó þetta sé stór meirihluti þjóðarinnar, þá er eins og hann skipti engu máli. Hann verði bara að éta það sem úti frýs. Veikur gjaldmiðill lamar Til lengdar er veikur gjaldmiðill ekki æskilegur. Hann getur að vísu ýtt tímabundið undir útflutning. Hann heldur í bráð lífi í atvinnugreinum sem standast enga samkeppni, og/eða nenna ekki að gyrða upp um sig. Að öðru leyti hindrar hann nýsköpun og efnahagslega framþróun. Innflutnings- og gjaldeyrishöft virka eins. Þau halda á lífi því sem ella myndi víkja. Þannig má útskýra að hluta það landlæga einhæfi, sem einkenndi íslenskt efnahagslíf á tuttugustu öld, eða allt fram til þess tíma þegar gengið styrktist, ýmist vegna mikils innstreymis erlends fjármagns, sem setti hagkerfið á skjön, eða vegna tekna af ferðamönnum. Í stað þess að bæta rekstrarumhverfi og hagræða, var gengið fellt. Pólitískur þýstingur hefur æ verið til staðar til að laga gengið að veikburða atvinnugreinum. Ef við ætlum að sigla út á reginhaf með krónuna sem farareyri, þá verður henni að vera stjórnað af bankastjóra með mikla þekkingu á peningamálum og seðlabanka sem er óháður stjórnmálum líðandi stundar.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun