Vængbrotnir Warriors-menn með kústinn á lofti Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. apríl 2017 11:00 Það kom ekki að sök fyrir Golden State Warriors að liðið lék án Kevin Durant og þjálfara síns, Steve Kerr í gær þegar liðið vann sex stiga sigur á Portland 119-113 á útivelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Var þetta annar leikurinn í röð sem Durant gat ekki tekið þátt í vegna meiðsla en Steve Kerr varð eftir á liðshótelinu vegna veikinda fyrir leik. Portland byrjaði leikinn vel og náði um tíma sautján stiga forskoti en Steph Curry og Klay Thompson tóku leikinn yfir í seinni hálfleik og komu liði sínu yfir línuna. Bakvarðasveit Portland skilaði 63 stigum en í liði Golden State var Curry stigahæstur með 34 stig. Golden State getur sópað Portland í sumarfrí þegar liðin mætast á mánudaginn en óvíst er um þátttöku Kerr og Durant í þeim leik sem fer fram í Portland. Memphis Grizzlies kom flestum á óvart og jafnaði einvígi sitt við San Antonio Spurs með 110-108 sigri á heimavelli í nótt en Marc Gasol setti niður sigurkörfuna þegar innan við sekúnda var eftir af framlengingunni. Heimamenn gerðu sér erfitt fyrir með 23 tapaða bolta og glutruðu niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum en náðu að sigla sigrinum heim þrátt fyrir stórleik Kawhi Leonard hjá San Antonio. Dramatík á lokamínútunum í Memphis: Leonard sem var með 43 stig í leiknum setti síðustu sextán stig gestanna og kom leiknum í framlengingu en var aðeins of stuttur í skotinu sem hefði getað stolið sigrinum undir lok venjulegs leiktíma. Var þetta annar sigur Memphis í röð og hafa allir leikir einvígisins unnist á heimavelli en næsti leikur fer fram á heimavelli San Antonio á mánudaginn. Það er allt í járnum í einvígi Milwaukee Bucks og Toronto Raptors en Raptors unnu leik fjögur 87-76 á heimavelli Milwaukee í gærkvöld og er því einvígið jafnt þegar liðin ferðast aftur til Kanada. Eftir 27 stiga skell í þriðja leik liðanna á heimavelli Milwaukee þá tókst gestunum frá Kanada að loka vel á stórstjörnu heimamanna, Giannis Antetokounmpo, í leiknum og varð það lykillinn að sigrinum. Var hann aðeins með fjórtán stig í leiknum. Að lokum minnkaði Atlanta Hawks muninn á heimavelli með 116-98 sigri á Washington Wizards í leik þrjú á milli þessarra liða en Atlanta náði snemma góðu forskoti og var sigurinn aldrei í hættu. Eftir að hafa tapað í tveimur naumum leikjum í Washington náði Atlanta 25 stiga forskoti undir lok fyrsta leikhluta en gestirnir virtust hálf meðvitundarlausir allan leikinn fyrir utan John Wall.Úrslit næturnar: Atlanta Hawks 116-98 Washington Wizards Memphis Grizzlies 110-108 San Antonio Spurs Milwaukee Bucks 76-87 Toronto Raptors Portland Trailblazers 113-119 Golden State WarriorsBestu tilþrif kvöldsins: Áhlaup Golden State í gær: NBA Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Það kom ekki að sök fyrir Golden State Warriors að liðið lék án Kevin Durant og þjálfara síns, Steve Kerr í gær þegar liðið vann sex stiga sigur á Portland 119-113 á útivelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Var þetta annar leikurinn í röð sem Durant gat ekki tekið þátt í vegna meiðsla en Steve Kerr varð eftir á liðshótelinu vegna veikinda fyrir leik. Portland byrjaði leikinn vel og náði um tíma sautján stiga forskoti en Steph Curry og Klay Thompson tóku leikinn yfir í seinni hálfleik og komu liði sínu yfir línuna. Bakvarðasveit Portland skilaði 63 stigum en í liði Golden State var Curry stigahæstur með 34 stig. Golden State getur sópað Portland í sumarfrí þegar liðin mætast á mánudaginn en óvíst er um þátttöku Kerr og Durant í þeim leik sem fer fram í Portland. Memphis Grizzlies kom flestum á óvart og jafnaði einvígi sitt við San Antonio Spurs með 110-108 sigri á heimavelli í nótt en Marc Gasol setti niður sigurkörfuna þegar innan við sekúnda var eftir af framlengingunni. Heimamenn gerðu sér erfitt fyrir með 23 tapaða bolta og glutruðu niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum en náðu að sigla sigrinum heim þrátt fyrir stórleik Kawhi Leonard hjá San Antonio. Dramatík á lokamínútunum í Memphis: Leonard sem var með 43 stig í leiknum setti síðustu sextán stig gestanna og kom leiknum í framlengingu en var aðeins of stuttur í skotinu sem hefði getað stolið sigrinum undir lok venjulegs leiktíma. Var þetta annar sigur Memphis í röð og hafa allir leikir einvígisins unnist á heimavelli en næsti leikur fer fram á heimavelli San Antonio á mánudaginn. Það er allt í járnum í einvígi Milwaukee Bucks og Toronto Raptors en Raptors unnu leik fjögur 87-76 á heimavelli Milwaukee í gærkvöld og er því einvígið jafnt þegar liðin ferðast aftur til Kanada. Eftir 27 stiga skell í þriðja leik liðanna á heimavelli Milwaukee þá tókst gestunum frá Kanada að loka vel á stórstjörnu heimamanna, Giannis Antetokounmpo, í leiknum og varð það lykillinn að sigrinum. Var hann aðeins með fjórtán stig í leiknum. Að lokum minnkaði Atlanta Hawks muninn á heimavelli með 116-98 sigri á Washington Wizards í leik þrjú á milli þessarra liða en Atlanta náði snemma góðu forskoti og var sigurinn aldrei í hættu. Eftir að hafa tapað í tveimur naumum leikjum í Washington náði Atlanta 25 stiga forskoti undir lok fyrsta leikhluta en gestirnir virtust hálf meðvitundarlausir allan leikinn fyrir utan John Wall.Úrslit næturnar: Atlanta Hawks 116-98 Washington Wizards Memphis Grizzlies 110-108 San Antonio Spurs Milwaukee Bucks 76-87 Toronto Raptors Portland Trailblazers 113-119 Golden State WarriorsBestu tilþrif kvöldsins: Áhlaup Golden State í gær:
NBA Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti