Samræmd lífeyrisréttindi kalla á kjarabætur Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 18. maí 2017 07:00 Þáttaskil verða í kjara- og réttindamálum opinberra starfsmanna um næstu mánaðamót þegar nýskipan A-deilda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar lífeyrissjóðs tekur gildi. Þeim sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir 1. júní nk. verða búin sömu lífeyrisréttindi og gilda á almennum vinnumarkaði, þ.e. með aldurstengdri ávinnslu réttinda sem miðast við að lífeyristaka hefjist við 67 ára aldur. Núverandi sjóðfélagar munu eftir sem áður geta hætt störfum 65 ára og er tryggð jöfn ávinnsla réttinda með svokölluðum lífeyrisauka. Hið nýja lífeyriskerfi mun hafa mest áhrif á kjör og stöðu nýrra opinberra starfsmanna og kallar á kjarabætur þeim til handa. Háskólamenntaðir koma seinna en aðrir út á vinnumarkaðinn og missa því af mikilvægum „ávinnsluárum“ í nýju lífeyriskerfi. Vinna starfshóps um jöfnun launa á milli almenna og opinbera markaðarins er nýhafin og ljóst er að kjörin þurfa að breytast hratt og örugglega til hins betra ef ríki og sveitarfélög ætla ekki að verða undir í samkeppni um hæft háskólamenntað starfsfólk. Fyrstu skrefin þarf að taka í næstu kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið. Fleira veldur því að kjör og vinnuaðstæður háskólafólks eru í deiglunni. Æ fleiri eru sjálfstætt starfandi og/eða gegna hlutastörfum. Oft er um tímabundnar og ótryggar ráðningar að ræða. Sú tíð þegar stéttir háskólamenntaðra embættismanna gátu gengið að öruggum störfum hjá hinu opinbera vísum að loknu námi er löngu liðin. Samkeppni um góð störf er hörð en samræmt lífeyriskerfi á að auka hreyfanleika fólks á milli vinnumarkaða. Framfarir á sviði upplýsingatækni, t.d. á sviði gervigreindar, munu valda miklum breytingum á starfsumhverfi háskólamenntaðra á næstu áratugum. Til að tryggja samkeppnishæfi þjóðarinnar þarf að bæta aðgengi að fjölbreyttri menntun á framhalds- og háskólastigi í hæsta gæðaflokki. BHM skorar á ríkisstjórnina að láta af fjársvelti háskólastigsins og kallar eftir samstarfi við stjórnvöld, menntastofnanir og atvinnulífið um greiningu á framtíðarþörfum á vinnumarkaði og áhrifum tækniframfara á vinnumarkaðinn og störf háskólafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Þáttaskil verða í kjara- og réttindamálum opinberra starfsmanna um næstu mánaðamót þegar nýskipan A-deilda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar lífeyrissjóðs tekur gildi. Þeim sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir 1. júní nk. verða búin sömu lífeyrisréttindi og gilda á almennum vinnumarkaði, þ.e. með aldurstengdri ávinnslu réttinda sem miðast við að lífeyristaka hefjist við 67 ára aldur. Núverandi sjóðfélagar munu eftir sem áður geta hætt störfum 65 ára og er tryggð jöfn ávinnsla réttinda með svokölluðum lífeyrisauka. Hið nýja lífeyriskerfi mun hafa mest áhrif á kjör og stöðu nýrra opinberra starfsmanna og kallar á kjarabætur þeim til handa. Háskólamenntaðir koma seinna en aðrir út á vinnumarkaðinn og missa því af mikilvægum „ávinnsluárum“ í nýju lífeyriskerfi. Vinna starfshóps um jöfnun launa á milli almenna og opinbera markaðarins er nýhafin og ljóst er að kjörin þurfa að breytast hratt og örugglega til hins betra ef ríki og sveitarfélög ætla ekki að verða undir í samkeppni um hæft háskólamenntað starfsfólk. Fyrstu skrefin þarf að taka í næstu kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið. Fleira veldur því að kjör og vinnuaðstæður háskólafólks eru í deiglunni. Æ fleiri eru sjálfstætt starfandi og/eða gegna hlutastörfum. Oft er um tímabundnar og ótryggar ráðningar að ræða. Sú tíð þegar stéttir háskólamenntaðra embættismanna gátu gengið að öruggum störfum hjá hinu opinbera vísum að loknu námi er löngu liðin. Samkeppni um góð störf er hörð en samræmt lífeyriskerfi á að auka hreyfanleika fólks á milli vinnumarkaða. Framfarir á sviði upplýsingatækni, t.d. á sviði gervigreindar, munu valda miklum breytingum á starfsumhverfi háskólamenntaðra á næstu áratugum. Til að tryggja samkeppnishæfi þjóðarinnar þarf að bæta aðgengi að fjölbreyttri menntun á framhalds- og háskólastigi í hæsta gæðaflokki. BHM skorar á ríkisstjórnina að láta af fjársvelti háskólastigsins og kallar eftir samstarfi við stjórnvöld, menntastofnanir og atvinnulífið um greiningu á framtíðarþörfum á vinnumarkaði og áhrifum tækniframfara á vinnumarkaðinn og störf háskólafólks.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar