Kennarar á Akranesi eru óánægðastir Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. maí 2017 07:00 Stjórnendavandi er sagður í Fjölbrautaskólanum. vísir/gva „Það er eðlilegast að draga þá ályktun að starfsánægja sé mjög tengd stjórnunarháttum. Þessar stofnanir eru með misflinka stjórnendur,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, um niðurstöður könnunar SFR á Stofnun ársins. Guðríður segir að aðbúnaður fólks skipti líka miklu máli. Út úr niðurstöðunum má lesa mjög mikinn mun á ánægju starfsmanna framhaldsskólanna. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi stendur verst allra framhaldsskólanna, en Menntaskólinn á Tröllaskaga kemur best út. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum kemur næstbest út en Menntaskólinn í Kópavogi kemur næstverst út.Guðríður Arnardóttir„Ef þú býrð við sanngirni og þér finnst borin virðing fyrir því sem þú segir að þá ertu ánægðari í starfi, en ef þú upplifir að þú hafir ekkert að segja og hafir engin áhrif,“ segir Guðríður. Hún segir niðurstöðuna í könnuninni í takti við það sem stéttarfélagið hafi upplifað. Athygli vekur að Fjölbrautaskólinn í Ármúla kemur allra skóla á höfuðborgarsvæðinu best út úr könnuninni. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins og Tækniskólans um að Ármúlaskóli verði sameinaður Tækniskólanum. Félag framhaldsskólakennara hóf í vetur könnun á viðhorfi félagsmanna til stjórnunarhátta og fagmennsku skólameistara. Könnunin var stöðvuð að kröfu stjórnar Skólameistarafélagsins. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi framhaldsskólakennara verður hafist handa við könnunina á ný á næstu dögum. „Var sest yfir framkvæmd og uppbyggingu könnunarinnar og spurningar snyrtar til, opnum spurningum er sleppt alveg og könnunin stytt verulega en markmiðið er það sama: að skoða hvað brennur á okkar félagsmönnum varðandi stjórnun í framhaldsskólunum og finna besta skólameistarann,“ segir í tölvupóstinum. Tilgangur með vali á stofnun og fyrirtæki ársins er að taka eftir og verðlauna vinnustaði sem ná framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá er tilgangurinn einnig að veita stjórnendum tæki til að vinna að umbótum í stjórnun og starfsumhverfi. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, við könnuninni en hún svaraði ekki skilaboðum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Það er eðlilegast að draga þá ályktun að starfsánægja sé mjög tengd stjórnunarháttum. Þessar stofnanir eru með misflinka stjórnendur,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, um niðurstöður könnunar SFR á Stofnun ársins. Guðríður segir að aðbúnaður fólks skipti líka miklu máli. Út úr niðurstöðunum má lesa mjög mikinn mun á ánægju starfsmanna framhaldsskólanna. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi stendur verst allra framhaldsskólanna, en Menntaskólinn á Tröllaskaga kemur best út. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum kemur næstbest út en Menntaskólinn í Kópavogi kemur næstverst út.Guðríður Arnardóttir„Ef þú býrð við sanngirni og þér finnst borin virðing fyrir því sem þú segir að þá ertu ánægðari í starfi, en ef þú upplifir að þú hafir ekkert að segja og hafir engin áhrif,“ segir Guðríður. Hún segir niðurstöðuna í könnuninni í takti við það sem stéttarfélagið hafi upplifað. Athygli vekur að Fjölbrautaskólinn í Ármúla kemur allra skóla á höfuðborgarsvæðinu best út úr könnuninni. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins og Tækniskólans um að Ármúlaskóli verði sameinaður Tækniskólanum. Félag framhaldsskólakennara hóf í vetur könnun á viðhorfi félagsmanna til stjórnunarhátta og fagmennsku skólameistara. Könnunin var stöðvuð að kröfu stjórnar Skólameistarafélagsins. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi framhaldsskólakennara verður hafist handa við könnunina á ný á næstu dögum. „Var sest yfir framkvæmd og uppbyggingu könnunarinnar og spurningar snyrtar til, opnum spurningum er sleppt alveg og könnunin stytt verulega en markmiðið er það sama: að skoða hvað brennur á okkar félagsmönnum varðandi stjórnun í framhaldsskólunum og finna besta skólameistarann,“ segir í tölvupóstinum. Tilgangur með vali á stofnun og fyrirtæki ársins er að taka eftir og verðlauna vinnustaði sem ná framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá er tilgangurinn einnig að veita stjórnendum tæki til að vinna að umbótum í stjórnun og starfsumhverfi. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, við könnuninni en hún svaraði ekki skilaboðum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira