Meiðsladraugurinn hrekkir Spurs áfram en liðið náði samt að vinna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Manu Ginobili ver lokaskot James Harden og tryggir San Antonio Spurs sigurinn. Vísir/AP San Antonio Spurs er komið í 3-2 í einvígi sínu á móti Houston Rockets eftir 110-107 sigur í framlengdum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Spurs náði að landa sigrinum þrátt fyrir að Kawhi Leonard, aðalstjarna liðsins, hafi meiðst á ökkla og ekki náð að klára leikinn. Leonard meiddist þegar 5:37 mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Hann spilaði lítið eftir það og ekkert í framlengingunni. Danny Green kom sterkur inn í lokin og skoraði 7 af 16 stigum sínum í leiknum í framlengingunni. Hann skoraði meðal annars þristi sem kom Spurs í 109-107 þegar 30 sekúndur voru eftir af framlengingunni sem reyndist vera hálfgerð sigurkarfa. James Harden var með þrennu fyrir Houston-liðið, skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann fékk tækifæri til að koma leiknum í aðra framlengingunni en ellismellurinn Manu Ginobili varði þá þriggja stiga skotið hans. Kawhi Leonard var með 22 stig og 15 fráköst á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Leonard meiddist þegar hann steig á fót James Harden þegar hann var að hlaupa til baka í vörnina. Meiðsladraugurinn hefur verið á eftir San Antonio Spurs liðinu í úrslitakeppninni en liðið er án Tony Parker sem meiddist í síðustu seríu á móti Memphis Grizzlies. Parker verður ekkert meira með en Leonard lofaði því eftir leikinn að hann myndi spila sjötta leikinn sem fer fram á heimavelli Houston Rockets. Harden var að reyna að spila vörn í nótt og fékk verkefni að dekka stærri menn eins og þá Leonard, LaMarcus Aldridge og jafnvel Pau Gasol. Það virtist þó taka sinn toll því á síðustu fimm mínútum leiksins og í framlengingunni þá hitti Harden aðeins úr 1 af 6 skotum og tapaði að auki 4 boltum. Patrick Beverley skoraði 20 stig fyrir Houston og Ryan Anderson var með 19 stig. Mike D'Antoni, þjálfari Houston, notaði aðeins sjö leikmenn í leiknum og fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum þess léku í 40 mínútur eða meira. Patty Mills, sem kom inn í byrjunarliðið þegar Parker meiddist, var með 5 þrista og 20 stig og LaMarcus Aldridge skoraði 18 stig og tók 14 fráköst. Danny Green skoraði 16 stig og þeir Manu Ginobili og Jonathon Simmons voru báðir með 12 stig. NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
San Antonio Spurs er komið í 3-2 í einvígi sínu á móti Houston Rockets eftir 110-107 sigur í framlengdum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Spurs náði að landa sigrinum þrátt fyrir að Kawhi Leonard, aðalstjarna liðsins, hafi meiðst á ökkla og ekki náð að klára leikinn. Leonard meiddist þegar 5:37 mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Hann spilaði lítið eftir það og ekkert í framlengingunni. Danny Green kom sterkur inn í lokin og skoraði 7 af 16 stigum sínum í leiknum í framlengingunni. Hann skoraði meðal annars þristi sem kom Spurs í 109-107 þegar 30 sekúndur voru eftir af framlengingunni sem reyndist vera hálfgerð sigurkarfa. James Harden var með þrennu fyrir Houston-liðið, skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann fékk tækifæri til að koma leiknum í aðra framlengingunni en ellismellurinn Manu Ginobili varði þá þriggja stiga skotið hans. Kawhi Leonard var með 22 stig og 15 fráköst á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Leonard meiddist þegar hann steig á fót James Harden þegar hann var að hlaupa til baka í vörnina. Meiðsladraugurinn hefur verið á eftir San Antonio Spurs liðinu í úrslitakeppninni en liðið er án Tony Parker sem meiddist í síðustu seríu á móti Memphis Grizzlies. Parker verður ekkert meira með en Leonard lofaði því eftir leikinn að hann myndi spila sjötta leikinn sem fer fram á heimavelli Houston Rockets. Harden var að reyna að spila vörn í nótt og fékk verkefni að dekka stærri menn eins og þá Leonard, LaMarcus Aldridge og jafnvel Pau Gasol. Það virtist þó taka sinn toll því á síðustu fimm mínútum leiksins og í framlengingunni þá hitti Harden aðeins úr 1 af 6 skotum og tapaði að auki 4 boltum. Patrick Beverley skoraði 20 stig fyrir Houston og Ryan Anderson var með 19 stig. Mike D'Antoni, þjálfari Houston, notaði aðeins sjö leikmenn í leiknum og fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum þess léku í 40 mínútur eða meira. Patty Mills, sem kom inn í byrjunarliðið þegar Parker meiddist, var með 5 þrista og 20 stig og LaMarcus Aldridge skoraði 18 stig og tók 14 fráköst. Danny Green skoraði 16 stig og þeir Manu Ginobili og Jonathon Simmons voru báðir með 12 stig.
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira