Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 00:00 Linda Björk og Margrét María voru á tónleikunum í kvöld. Vísir/Facebook/AFP Linda Hafþórsdóttir var stödd á tónleikum Ariönu Grande í Manchester nú í kvöld, ásamt Margréti Maríu, 11 ára dóttur sinni. Þær eru búsettar í Edinborg en gerðu sér ferð til Manchester til þess að vera á tónleikum Ariönu Grande. Eins og fram hefur komið eru nítján látnir og að minnsta kosti fimmtíu særðir eftir sprengjuárás við tónleikahöllina eftir tónleikana.Setti Íslandsmet í spretthlaupiÍ samtali við Vísi segir Linda að hún hafi hins vegar verið ein af þeim fáu sem ákvað að yfirgefa höllina sjálfa áður en að lokalagið kláraðist. „Við vorum að labba út úr tónleikasalnum og vorum komnar þar sem miðasalan er og útgönguleiðin til Victoria station er.“ „Fyrr um daginn höfðum við komið inn í gegn um Victoria station og dóttir mín segir við mig hvort að við ættum ekki að fara aftur sömu leið. En það var eitthvað sem að sagði mér að það væri ekki sniðugt. Í því sem við snúum við kemur sprengingin. Ég hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell. Mig sundlaði og hausinn á mér var að springa. Það kom reykur og það eina sem ég hugsaði um var að grípa í höndina á henni og ég sver að ég setti Íslandsmet í spretthlaupi þarna. “ Hún segist prísa sig sæla yfir því að hafa yfirgefið tónleikahöllina áður en að tónleikarnir kláruðust en þannig sluppu þær mæðgur við mesta troðninginn.Sögðust hafa heyrt byssuskotLinda segir að hún hafi hlaupið með dóttur sína á nærliggjandi krá, þar sem þær mæðgur hringdu á leigubíl. „Tónleikarnir bara rétt voru að klárast, en það var alveg slatti af fólki. Ég dró dóttur mína yfir stigahandrið og ég leit aldrei til baka. Ég bara hljóp af augum þangað til ég fann einhvern ógeðslegan pöbb og lét hringja á leigubíl.“ „Af því að við vorum svo snöggar vorum við örugglega með þeim síðustu sem gátu yfirgefið svæðið í bíl, þar sem að nú er búið að loka öllu.“ Linda segir að þegar þær hafi beðið eftir leigubílnum hafi aðrir tónleikagestir hlaupið fram hjá þeim og sagt þeim að þeir hefðu séð blóðuga tónleikagesti og heyrt byssuskot. „Þess vegna hlupum við aftur inn á pöbbinn og biðum. Dóttir mín grét og grét og sagðist ekki vilja fara aftur heim til Edinborgar heldur heim til Íslands.“„Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman“Linda segir að líðanin núna sé hræðileg. Hún geti ekki hætt að skjálfa. „Það sem átti að vera gleðiferð okkar saman hefur breyst í það að við ætlum að vera upp á hótelherbergi á morgun þangað til lestarnar fara að ganga, annars verður bara maðurinn að keyra frá Edinborg og koma að sækja okkur.“ „Sú stutta róaðist loksins þegar við komum heim. Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman, sem hún gerir aldrei. Svo gafst hún bara upp og lognaðist út í fanginu á mér, enda algjörlega búin á því.“ „Þetta er eitthvað sem maður hugsar um að maður lendi aldrei í sjálfur, enda frá Íslandi. Þessir tónleikar voru enda stútfullir af börnum, enda gífurlega vinsæl tónlist.“ Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Linda Hafþórsdóttir var stödd á tónleikum Ariönu Grande í Manchester nú í kvöld, ásamt Margréti Maríu, 11 ára dóttur sinni. Þær eru búsettar í Edinborg en gerðu sér ferð til Manchester til þess að vera á tónleikum Ariönu Grande. Eins og fram hefur komið eru nítján látnir og að minnsta kosti fimmtíu særðir eftir sprengjuárás við tónleikahöllina eftir tónleikana.Setti Íslandsmet í spretthlaupiÍ samtali við Vísi segir Linda að hún hafi hins vegar verið ein af þeim fáu sem ákvað að yfirgefa höllina sjálfa áður en að lokalagið kláraðist. „Við vorum að labba út úr tónleikasalnum og vorum komnar þar sem miðasalan er og útgönguleiðin til Victoria station er.“ „Fyrr um daginn höfðum við komið inn í gegn um Victoria station og dóttir mín segir við mig hvort að við ættum ekki að fara aftur sömu leið. En það var eitthvað sem að sagði mér að það væri ekki sniðugt. Í því sem við snúum við kemur sprengingin. Ég hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell. Mig sundlaði og hausinn á mér var að springa. Það kom reykur og það eina sem ég hugsaði um var að grípa í höndina á henni og ég sver að ég setti Íslandsmet í spretthlaupi þarna. “ Hún segist prísa sig sæla yfir því að hafa yfirgefið tónleikahöllina áður en að tónleikarnir kláruðust en þannig sluppu þær mæðgur við mesta troðninginn.Sögðust hafa heyrt byssuskotLinda segir að hún hafi hlaupið með dóttur sína á nærliggjandi krá, þar sem þær mæðgur hringdu á leigubíl. „Tónleikarnir bara rétt voru að klárast, en það var alveg slatti af fólki. Ég dró dóttur mína yfir stigahandrið og ég leit aldrei til baka. Ég bara hljóp af augum þangað til ég fann einhvern ógeðslegan pöbb og lét hringja á leigubíl.“ „Af því að við vorum svo snöggar vorum við örugglega með þeim síðustu sem gátu yfirgefið svæðið í bíl, þar sem að nú er búið að loka öllu.“ Linda segir að þegar þær hafi beðið eftir leigubílnum hafi aðrir tónleikagestir hlaupið fram hjá þeim og sagt þeim að þeir hefðu séð blóðuga tónleikagesti og heyrt byssuskot. „Þess vegna hlupum við aftur inn á pöbbinn og biðum. Dóttir mín grét og grét og sagðist ekki vilja fara aftur heim til Edinborgar heldur heim til Íslands.“„Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman“Linda segir að líðanin núna sé hræðileg. Hún geti ekki hætt að skjálfa. „Það sem átti að vera gleðiferð okkar saman hefur breyst í það að við ætlum að vera upp á hótelherbergi á morgun þangað til lestarnar fara að ganga, annars verður bara maðurinn að keyra frá Edinborg og koma að sækja okkur.“ „Sú stutta róaðist loksins þegar við komum heim. Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman, sem hún gerir aldrei. Svo gafst hún bara upp og lognaðist út í fanginu á mér, enda algjörlega búin á því.“ „Þetta er eitthvað sem maður hugsar um að maður lendi aldrei í sjálfur, enda frá Íslandi. Þessir tónleikar voru enda stútfullir af börnum, enda gífurlega vinsæl tónlist.“
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira