Hótelbyggingu á Seyðisfirði slegið á frest Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Framkvæmdum vegna hótelsins Tinda á Seyðisfirði hefur verið slegið á frest. Oddviti Sjálfstæðismanna segir það bagalegt. Mynd/Aðsend Uppbyggingu hótels á Seyðisfirði hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Aðalheiður Borgþórsdóttir, eigandi fyrirtækis utan um hótelreksturinn, segir aðgerðir stjórnvalda gera ferðaþjónustu erfitt fyrir fjarri höfuðborginni. Hótelið átti að skapa um 25 ársverk á Seyðisfirði. Til samanburðar myndi það þýða um 4.800 manna vinnustað í Reykjavík. „Við ætluðum að fara af stað með uppbyggingu hótels á Seyðisfirði og höfum unnið í á þriðja ár að þessari framkvæmd. Allt hefur gengið samkvæmt áætlun í því ferli. Hins vegar er áætluð hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu og sterkt gengi krónunnar að gera okkur lífið leitt. Það er bara þannig,“ segir Aðalheiður. Fjárfestingin sem um ræðir er mjög viðamikil á Seyðisfirði. Framkvæmdin sjálf, bygging hótelsins, sem átti að vera rúmlega 40 herbergi, átti að kosta allt að 900 milljónir króna. „Ferðaþjónusta á Austurlandi er í mjög erfiðri stöðu núna vegna erfiðrar stöðu krónunnar og svo bætist ofan á fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á greinina sem að mínu mati gæti skaðað greinina,“ segir Aðalheiður. Arnbjörg Sveinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, er sammála því að hækkun virðisaukaskatts á greinina sé ekki æskileg. „Hækkunin mun hafa slæm áhrif úti á landi fyrir þá sem eru fjærst Keflavík,“ segir Arnbjörg. „Það er fyrirséð að ferðamenn sem hingað koma munu stytta dvöl sína með hækkandi verðlagi. Þetta hótel hefði verið mjög góður kostur fyrir okkur og vonandi að þetta geti farið af stað seinna þegar óvissuástandi, eins og þau upplifa það, lýkur.“ Á Seyðisfirði voru um áramótin 650 íbúar með lögheimili. Þar af voru tæplega 450 þeirra á vinnualdri. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Uppbyggingu hótels á Seyðisfirði hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Aðalheiður Borgþórsdóttir, eigandi fyrirtækis utan um hótelreksturinn, segir aðgerðir stjórnvalda gera ferðaþjónustu erfitt fyrir fjarri höfuðborginni. Hótelið átti að skapa um 25 ársverk á Seyðisfirði. Til samanburðar myndi það þýða um 4.800 manna vinnustað í Reykjavík. „Við ætluðum að fara af stað með uppbyggingu hótels á Seyðisfirði og höfum unnið í á þriðja ár að þessari framkvæmd. Allt hefur gengið samkvæmt áætlun í því ferli. Hins vegar er áætluð hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu og sterkt gengi krónunnar að gera okkur lífið leitt. Það er bara þannig,“ segir Aðalheiður. Fjárfestingin sem um ræðir er mjög viðamikil á Seyðisfirði. Framkvæmdin sjálf, bygging hótelsins, sem átti að vera rúmlega 40 herbergi, átti að kosta allt að 900 milljónir króna. „Ferðaþjónusta á Austurlandi er í mjög erfiðri stöðu núna vegna erfiðrar stöðu krónunnar og svo bætist ofan á fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á greinina sem að mínu mati gæti skaðað greinina,“ segir Aðalheiður. Arnbjörg Sveinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, er sammála því að hækkun virðisaukaskatts á greinina sé ekki æskileg. „Hækkunin mun hafa slæm áhrif úti á landi fyrir þá sem eru fjærst Keflavík,“ segir Arnbjörg. „Það er fyrirséð að ferðamenn sem hingað koma munu stytta dvöl sína með hækkandi verðlagi. Þetta hótel hefði verið mjög góður kostur fyrir okkur og vonandi að þetta geti farið af stað seinna þegar óvissuástandi, eins og þau upplifa það, lýkur.“ Á Seyðisfirði voru um áramótin 650 íbúar með lögheimili. Þar af voru tæplega 450 þeirra á vinnualdri.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira