Opið bréf til Dags B. Eggertssonar Marta Guðjónsdóttir skrifar 8. júní 2017 07:32 Kæri borgarstjóri. Ég leyfi mér hér í upphafi að vísa til þess að þú ert fjögurra barna faðir og ættir því að hafa fullan skilning á mikilvægi þess að reykvísk ungmenni hafi eitthvað uppbyggilegt á milli handanna og fyrir stafni þegar sumarleyfi skólanna hefjast. Í dag lýkur skólahaldi grunnskólanna og nemendur 8. bekkjar skrá sig til vinnu hjá sínum vinnuskólum, allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, nema í Reykjavík þar sem þú ert borgarstjóri. Þar er þessi kostur ekki í boði fyrir árganginn, fremur en endranær, frá árinu 2011. Á því herrans ári var þrengt verulega að Vinnuskóla Reykjavíkur í hagræðingarskyni, skólahald lagt af hjá nemendum 8. bekkjar og það stytt umtalsvert hjá nemendum níunda og tíunda bekkjar. Á þessum þrengingum hefur engin breyting orðið til batnaðar í sex ár. Það er bagalegt ábyrgðarleysi um mjög mikilvægt málefni. Vandaðir vinnuskólar eins og Reykjavíkurborg hefur haft yfir að ráða, hafa alla burði til að sinna mikilvægu forvarnarstarfi fyrir viðkvæman aldurshóp, veita ungmennum létta vinnu við garðyrkju og umhirðu, kenna þeim að bretta upp ermar og taka til höndum, tryggja þeim útiveru og hreyfingu og styrkja jafnframt umhverfislæsi þeirra: - vitund þeirra, skilning og þekkingu, á borginni, borgarlífinu, borgarlandinu, skipulagi þess, vistkerfi, trjátegundum og öðrum gróðri. Það er því nokkuð ljóst að uppbyggileg sumarvinna mun skila sér margfaldlega í auknum forvörnum, hefur uppeldislegt gildi og er þroskandi fyrir unga borgarbúa. Ábyrgir foreldrar í Reykjavík hafa því í vaxandi mæli áhyggjur að því að börn þeirra hafi að litlu að hverfa í sumarfríi sínu. En við þetta bætist svo grátt ofan á svart, sem í fljótu bragði virðist vera allt annar handleggur, en er þó bara hin hliðin á sömu myntinni: Sífellt fleiri borgarbúum finnst borgin sóðaleg og öll í óhirðu, ekki síst á fögrum sumardögum, þegar svo sjaldan er slegið og illa hirtir hennar grænu engjareitir að þeir líkjast helst óhirtum illgresismelum. Þessi staðreynd gefur þeirri kenningu óneitanlega undir fótinn, hvort Vinnuskóla borgarinnar veitti nokkuð af þeim liðstyrk sem felst í árgangi 8. bekkjar. Ég hef nú verið að tala fyrir þessari tillögu minni í borgarstjórn, um eflingu Vinnuskólans, á hverju vori um nokkurra ára skeið, án nokkurs árangurs. En það hvarflar að mér, Dagur, hvort þú gætir ekki slegið tvær flugur í einu höggi, ef þú rækir nú af þér slyðruorðið, fjölgaðir í Vinnuskólanum og færir að sinna heyönnum eins og gert er á sómasamlegum bæjum. Þá gæturðu kannski talið borgarbúum trú um það að þér þyki nokkuð um hvoru tveggja, unga fólkið í borginni og borgina sjálfa. Ég er viss um að þetta ætti ekki að tefja þig svo mjög frá því að þrengja götur og þétta byggð. Virðingarfyllst, Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Kæri borgarstjóri. Ég leyfi mér hér í upphafi að vísa til þess að þú ert fjögurra barna faðir og ættir því að hafa fullan skilning á mikilvægi þess að reykvísk ungmenni hafi eitthvað uppbyggilegt á milli handanna og fyrir stafni þegar sumarleyfi skólanna hefjast. Í dag lýkur skólahaldi grunnskólanna og nemendur 8. bekkjar skrá sig til vinnu hjá sínum vinnuskólum, allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, nema í Reykjavík þar sem þú ert borgarstjóri. Þar er þessi kostur ekki í boði fyrir árganginn, fremur en endranær, frá árinu 2011. Á því herrans ári var þrengt verulega að Vinnuskóla Reykjavíkur í hagræðingarskyni, skólahald lagt af hjá nemendum 8. bekkjar og það stytt umtalsvert hjá nemendum níunda og tíunda bekkjar. Á þessum þrengingum hefur engin breyting orðið til batnaðar í sex ár. Það er bagalegt ábyrgðarleysi um mjög mikilvægt málefni. Vandaðir vinnuskólar eins og Reykjavíkurborg hefur haft yfir að ráða, hafa alla burði til að sinna mikilvægu forvarnarstarfi fyrir viðkvæman aldurshóp, veita ungmennum létta vinnu við garðyrkju og umhirðu, kenna þeim að bretta upp ermar og taka til höndum, tryggja þeim útiveru og hreyfingu og styrkja jafnframt umhverfislæsi þeirra: - vitund þeirra, skilning og þekkingu, á borginni, borgarlífinu, borgarlandinu, skipulagi þess, vistkerfi, trjátegundum og öðrum gróðri. Það er því nokkuð ljóst að uppbyggileg sumarvinna mun skila sér margfaldlega í auknum forvörnum, hefur uppeldislegt gildi og er þroskandi fyrir unga borgarbúa. Ábyrgir foreldrar í Reykjavík hafa því í vaxandi mæli áhyggjur að því að börn þeirra hafi að litlu að hverfa í sumarfríi sínu. En við þetta bætist svo grátt ofan á svart, sem í fljótu bragði virðist vera allt annar handleggur, en er þó bara hin hliðin á sömu myntinni: Sífellt fleiri borgarbúum finnst borgin sóðaleg og öll í óhirðu, ekki síst á fögrum sumardögum, þegar svo sjaldan er slegið og illa hirtir hennar grænu engjareitir að þeir líkjast helst óhirtum illgresismelum. Þessi staðreynd gefur þeirri kenningu óneitanlega undir fótinn, hvort Vinnuskóla borgarinnar veitti nokkuð af þeim liðstyrk sem felst í árgangi 8. bekkjar. Ég hef nú verið að tala fyrir þessari tillögu minni í borgarstjórn, um eflingu Vinnuskólans, á hverju vori um nokkurra ára skeið, án nokkurs árangurs. En það hvarflar að mér, Dagur, hvort þú gætir ekki slegið tvær flugur í einu höggi, ef þú rækir nú af þér slyðruorðið, fjölgaðir í Vinnuskólanum og færir að sinna heyönnum eins og gert er á sómasamlegum bæjum. Þá gæturðu kannski talið borgarbúum trú um það að þér þyki nokkuð um hvoru tveggja, unga fólkið í borginni og borgina sjálfa. Ég er viss um að þetta ætti ekki að tefja þig svo mjög frá því að þrengja götur og þétta byggð. Virðingarfyllst, Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar