Leikmenn Warriors ætla ekki að láta 16-0 umræðuna trufla sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 22:00 Draymond Green er hér ið það að taka frákast í úrslitaeinvíginu. Vísir/Getty Golden State Warriors hefur fyrst NBA-liða unnið fjórtán fyrstu leiki úrslitakeppninnar og nú þegar liðinu vantar bara tvo sigra til að vinna titilinn eru margir að velta því fyrir sér hvort liðið geti farið taplaust í gegnum úrslitakeppnina. Bandarískir fjölmiðlar eru að sjálfsögðu farnir á flug eftir tvo sannfærandi sigra Golden State Warriors í röð á móti Cleveland Cavaliers. Leikmenn Warriors voru að sjálfsögðu spurðir út í möguleikann á því að enda úrslitakeppnina 16-0. Draymond Green segir að Golden State liðið hafi lært af reynslunni í fyrra þegar þeir settu nýtt met í sigurleikjum í deildarkeppninni (73) en misstu síðan af NBA-titlinum. „Við höfum áður gert þau mistök að velta okkur upp úr því að ná 73 sigrum og einbeita okkur að röngum hlutum,“ sagði Draymond Green en GSW var líka 2-0 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland í fyrra. ESPN segir frá. „Þetta skiptir ekki máli. Það væri frábært að ná þessu, frábær saga. Ég er samt viss um að ef við færum að tala um meistaratitla að ég væri ekki að monta mig af því að við höfum verið eina liðið sem hefur klárað 16-0. Ég myndi segja að við höfum unnið titilinn því það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Draymond Green. Það eru samt miklar líkur á því að Golden State Warriors vinni úrslitaeinvígið 4-0 og klári úrslitakeppnina því 16-0. Liðið hefur unnið 29 af síðustu 30 leikjum sínum og Cleveland hefur átt engin svör í síðustu tveimur leikjum. En ef þeir vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni geta þeir þá kallað sig besta lið sögunnar? „Það myndi ekki loka umræðunni. Lið eru að spila á mismunandi tímum og spila á móti mismunandi liðum,“ sagði Green en í dag telja menn að valið standi á milli Golden State liðsins og Chicago Bulls liðsins 1995-96. „Við höfum kannski unnið fjögur lið fjórum sinnum í röð en það voru ekki sömu liðin og þeir unnu. Allir vilja að við skrifum söguna upp á nýtt en ég vil bara vinna fjóra leiki. Meistaratitilinn er eina sagan sem við þurfum að skrifa,“ sagði Green. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í Cleveland í kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Hann verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport eins og allir leikir lokaúrslitanna. NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
Golden State Warriors hefur fyrst NBA-liða unnið fjórtán fyrstu leiki úrslitakeppninnar og nú þegar liðinu vantar bara tvo sigra til að vinna titilinn eru margir að velta því fyrir sér hvort liðið geti farið taplaust í gegnum úrslitakeppnina. Bandarískir fjölmiðlar eru að sjálfsögðu farnir á flug eftir tvo sannfærandi sigra Golden State Warriors í röð á móti Cleveland Cavaliers. Leikmenn Warriors voru að sjálfsögðu spurðir út í möguleikann á því að enda úrslitakeppnina 16-0. Draymond Green segir að Golden State liðið hafi lært af reynslunni í fyrra þegar þeir settu nýtt met í sigurleikjum í deildarkeppninni (73) en misstu síðan af NBA-titlinum. „Við höfum áður gert þau mistök að velta okkur upp úr því að ná 73 sigrum og einbeita okkur að röngum hlutum,“ sagði Draymond Green en GSW var líka 2-0 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland í fyrra. ESPN segir frá. „Þetta skiptir ekki máli. Það væri frábært að ná þessu, frábær saga. Ég er samt viss um að ef við færum að tala um meistaratitla að ég væri ekki að monta mig af því að við höfum verið eina liðið sem hefur klárað 16-0. Ég myndi segja að við höfum unnið titilinn því það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Draymond Green. Það eru samt miklar líkur á því að Golden State Warriors vinni úrslitaeinvígið 4-0 og klári úrslitakeppnina því 16-0. Liðið hefur unnið 29 af síðustu 30 leikjum sínum og Cleveland hefur átt engin svör í síðustu tveimur leikjum. En ef þeir vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni geta þeir þá kallað sig besta lið sögunnar? „Það myndi ekki loka umræðunni. Lið eru að spila á mismunandi tímum og spila á móti mismunandi liðum,“ sagði Green en í dag telja menn að valið standi á milli Golden State liðsins og Chicago Bulls liðsins 1995-96. „Við höfum kannski unnið fjögur lið fjórum sinnum í röð en það voru ekki sömu liðin og þeir unnu. Allir vilja að við skrifum söguna upp á nýtt en ég vil bara vinna fjóra leiki. Meistaratitilinn er eina sagan sem við þurfum að skrifa,“ sagði Green. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í Cleveland í kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Hann verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport eins og allir leikir lokaúrslitanna.
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira